Bárðarbunga fyrsta öskjusig sem mældist nákvæmlega Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júlí 2016 19:45 Aldrei í sögunni hefur vísindamönnum tekist að fylgjast jafn vel með öskjusigi eins og í Bárðarbungu fyrir tveimur árum. Það orsakaði Holuhraunsgosið, stærsta eldgos Evrópu frá Skaftáreldum. Vísindaritið Science birtir í dag ítarlega grein um atburðinn þar sem íslenskir vísindamenn eru aðalhöfundar. Landsmenn muna eflaust flestir enn vel eftir myndunum sem birtust í sjónvarpsfréttunum árið 2014 af logandi gígaröðinni, sem á sex mánuðum sendi frá sér meira hraun upp á yfirborð en menn höfðu orðið vitni að á Íslandi allt frá tímum Skaftárelda. Þetta var mun stærra gos en Katla 1918 og Hekla 1947.Eldsprungan í Holuhrauni á fyrstu dögum eldgossins í september 2014. Kvikan flæddi úr öskju Bárðarbungu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir vísindamennina var hins vegar enn meira spennandi að fylgjast með því sem var að gerast undir jökulhettu Bárðarbungu en samtímis því sem kvikan flæddi þaðan út seig askjan um 65 metra. „Öskjusig fylgja öllum stærstu gosum sem verða. Á síðustu hundrað árum hafa orðið sjö öskjusig í heiminum og þetta er það fyrsta sem tókst að mæla mjög nákvæmlega alveg frá upphafi og til enda,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Afraksturinn birtist í dag í ítarlegri grein bandaríska vísindaritsins Science en höfundar hennar eru 48 vísindamenn frá fjórtán stofnunum í níu löndum.Skýringarmyndir úr grein vísindaritsins Science.„Náið samstarf Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er svona lykillinn að þessu en jafnmikilvægir eru okkar góðu erlendu samstarfsaðilar,“ segir Magnús Tumi, sem er fyrsti höfundur. Og það er kannski ágætt að ímynda sér að við stöndum á barmi Almannagjár þegar við reynum að átta okkur á því hvað sigdalurinn er stór sem myndaðist þegar botninn í Bárðarbungu seig fyrir tveimur árum.Ferðamenn horfa yfir sigdalinn Þingvelli. Sigið í Bárðarbungu er tvöfalt dýpra.visir/pjetur„Ef við tökum stærðina þá er svæðið sem seig meira en einn metra, - það er 110 ferkílómetrar, sem er næstum því eitt og hálft Þingvallavatn að flatarmáli. Mesta sig var 65 metrar. Þetta er svona skálarlögun á þessu þannig að mesta sigið er nálægt miðju. Það eru 65 metrar. Það er svona tvöfalt sigið á Þingvöllum, hæðin frá brún Almannagjár niður að Þingvöllum, - niður að Þingvallavatni, - eða aðeins minna en hæð Hallgrímskirkju,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson. Meðal fjölmiðla sem fjallað hafa um rannsóknina í dag er The New York Times.Skýringarmynd úr Science sem sýnir hvernig kvikan þrýstist úr öskju Bárðarbungu og fann sér uppgöngu í Holuhrauni. Tengdar fréttir Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Sérfræðingar Veðurstofu segja líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. 6. janúar 2016 19:30 Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Aldrei í sögunni hefur vísindamönnum tekist að fylgjast jafn vel með öskjusigi eins og í Bárðarbungu fyrir tveimur árum. Það orsakaði Holuhraunsgosið, stærsta eldgos Evrópu frá Skaftáreldum. Vísindaritið Science birtir í dag ítarlega grein um atburðinn þar sem íslenskir vísindamenn eru aðalhöfundar. Landsmenn muna eflaust flestir enn vel eftir myndunum sem birtust í sjónvarpsfréttunum árið 2014 af logandi gígaröðinni, sem á sex mánuðum sendi frá sér meira hraun upp á yfirborð en menn höfðu orðið vitni að á Íslandi allt frá tímum Skaftárelda. Þetta var mun stærra gos en Katla 1918 og Hekla 1947.Eldsprungan í Holuhrauni á fyrstu dögum eldgossins í september 2014. Kvikan flæddi úr öskju Bárðarbungu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir vísindamennina var hins vegar enn meira spennandi að fylgjast með því sem var að gerast undir jökulhettu Bárðarbungu en samtímis því sem kvikan flæddi þaðan út seig askjan um 65 metra. „Öskjusig fylgja öllum stærstu gosum sem verða. Á síðustu hundrað árum hafa orðið sjö öskjusig í heiminum og þetta er það fyrsta sem tókst að mæla mjög nákvæmlega alveg frá upphafi og til enda,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Afraksturinn birtist í dag í ítarlegri grein bandaríska vísindaritsins Science en höfundar hennar eru 48 vísindamenn frá fjórtán stofnunum í níu löndum.Skýringarmyndir úr grein vísindaritsins Science.„Náið samstarf Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er svona lykillinn að þessu en jafnmikilvægir eru okkar góðu erlendu samstarfsaðilar,“ segir Magnús Tumi, sem er fyrsti höfundur. Og það er kannski ágætt að ímynda sér að við stöndum á barmi Almannagjár þegar við reynum að átta okkur á því hvað sigdalurinn er stór sem myndaðist þegar botninn í Bárðarbungu seig fyrir tveimur árum.Ferðamenn horfa yfir sigdalinn Þingvelli. Sigið í Bárðarbungu er tvöfalt dýpra.visir/pjetur„Ef við tökum stærðina þá er svæðið sem seig meira en einn metra, - það er 110 ferkílómetrar, sem er næstum því eitt og hálft Þingvallavatn að flatarmáli. Mesta sig var 65 metrar. Þetta er svona skálarlögun á þessu þannig að mesta sigið er nálægt miðju. Það eru 65 metrar. Það er svona tvöfalt sigið á Þingvöllum, hæðin frá brún Almannagjár niður að Þingvöllum, - niður að Þingvallavatni, - eða aðeins minna en hæð Hallgrímskirkju,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson. Meðal fjölmiðla sem fjallað hafa um rannsóknina í dag er The New York Times.Skýringarmynd úr Science sem sýnir hvernig kvikan þrýstist úr öskju Bárðarbungu og fann sér uppgöngu í Holuhrauni.
Tengdar fréttir Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Sérfræðingar Veðurstofu segja líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. 6. janúar 2016 19:30 Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Sérfræðingar Veðurstofu segja líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. 6. janúar 2016 19:30
Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45