Bárðarbunga fyrsta öskjusig sem mældist nákvæmlega Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júlí 2016 19:45 Aldrei í sögunni hefur vísindamönnum tekist að fylgjast jafn vel með öskjusigi eins og í Bárðarbungu fyrir tveimur árum. Það orsakaði Holuhraunsgosið, stærsta eldgos Evrópu frá Skaftáreldum. Vísindaritið Science birtir í dag ítarlega grein um atburðinn þar sem íslenskir vísindamenn eru aðalhöfundar. Landsmenn muna eflaust flestir enn vel eftir myndunum sem birtust í sjónvarpsfréttunum árið 2014 af logandi gígaröðinni, sem á sex mánuðum sendi frá sér meira hraun upp á yfirborð en menn höfðu orðið vitni að á Íslandi allt frá tímum Skaftárelda. Þetta var mun stærra gos en Katla 1918 og Hekla 1947.Eldsprungan í Holuhrauni á fyrstu dögum eldgossins í september 2014. Kvikan flæddi úr öskju Bárðarbungu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir vísindamennina var hins vegar enn meira spennandi að fylgjast með því sem var að gerast undir jökulhettu Bárðarbungu en samtímis því sem kvikan flæddi þaðan út seig askjan um 65 metra. „Öskjusig fylgja öllum stærstu gosum sem verða. Á síðustu hundrað árum hafa orðið sjö öskjusig í heiminum og þetta er það fyrsta sem tókst að mæla mjög nákvæmlega alveg frá upphafi og til enda,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Afraksturinn birtist í dag í ítarlegri grein bandaríska vísindaritsins Science en höfundar hennar eru 48 vísindamenn frá fjórtán stofnunum í níu löndum.Skýringarmyndir úr grein vísindaritsins Science.„Náið samstarf Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er svona lykillinn að þessu en jafnmikilvægir eru okkar góðu erlendu samstarfsaðilar,“ segir Magnús Tumi, sem er fyrsti höfundur. Og það er kannski ágætt að ímynda sér að við stöndum á barmi Almannagjár þegar við reynum að átta okkur á því hvað sigdalurinn er stór sem myndaðist þegar botninn í Bárðarbungu seig fyrir tveimur árum.Ferðamenn horfa yfir sigdalinn Þingvelli. Sigið í Bárðarbungu er tvöfalt dýpra.visir/pjetur„Ef við tökum stærðina þá er svæðið sem seig meira en einn metra, - það er 110 ferkílómetrar, sem er næstum því eitt og hálft Þingvallavatn að flatarmáli. Mesta sig var 65 metrar. Þetta er svona skálarlögun á þessu þannig að mesta sigið er nálægt miðju. Það eru 65 metrar. Það er svona tvöfalt sigið á Þingvöllum, hæðin frá brún Almannagjár niður að Þingvöllum, - niður að Þingvallavatni, - eða aðeins minna en hæð Hallgrímskirkju,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson. Meðal fjölmiðla sem fjallað hafa um rannsóknina í dag er The New York Times.Skýringarmynd úr Science sem sýnir hvernig kvikan þrýstist úr öskju Bárðarbungu og fann sér uppgöngu í Holuhrauni. Tengdar fréttir Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Sérfræðingar Veðurstofu segja líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. 6. janúar 2016 19:30 Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Aldrei í sögunni hefur vísindamönnum tekist að fylgjast jafn vel með öskjusigi eins og í Bárðarbungu fyrir tveimur árum. Það orsakaði Holuhraunsgosið, stærsta eldgos Evrópu frá Skaftáreldum. Vísindaritið Science birtir í dag ítarlega grein um atburðinn þar sem íslenskir vísindamenn eru aðalhöfundar. Landsmenn muna eflaust flestir enn vel eftir myndunum sem birtust í sjónvarpsfréttunum árið 2014 af logandi gígaröðinni, sem á sex mánuðum sendi frá sér meira hraun upp á yfirborð en menn höfðu orðið vitni að á Íslandi allt frá tímum Skaftárelda. Þetta var mun stærra gos en Katla 1918 og Hekla 1947.Eldsprungan í Holuhrauni á fyrstu dögum eldgossins í september 2014. Kvikan flæddi úr öskju Bárðarbungu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir vísindamennina var hins vegar enn meira spennandi að fylgjast með því sem var að gerast undir jökulhettu Bárðarbungu en samtímis því sem kvikan flæddi þaðan út seig askjan um 65 metra. „Öskjusig fylgja öllum stærstu gosum sem verða. Á síðustu hundrað árum hafa orðið sjö öskjusig í heiminum og þetta er það fyrsta sem tókst að mæla mjög nákvæmlega alveg frá upphafi og til enda,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Afraksturinn birtist í dag í ítarlegri grein bandaríska vísindaritsins Science en höfundar hennar eru 48 vísindamenn frá fjórtán stofnunum í níu löndum.Skýringarmyndir úr grein vísindaritsins Science.„Náið samstarf Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er svona lykillinn að þessu en jafnmikilvægir eru okkar góðu erlendu samstarfsaðilar,“ segir Magnús Tumi, sem er fyrsti höfundur. Og það er kannski ágætt að ímynda sér að við stöndum á barmi Almannagjár þegar við reynum að átta okkur á því hvað sigdalurinn er stór sem myndaðist þegar botninn í Bárðarbungu seig fyrir tveimur árum.Ferðamenn horfa yfir sigdalinn Þingvelli. Sigið í Bárðarbungu er tvöfalt dýpra.visir/pjetur„Ef við tökum stærðina þá er svæðið sem seig meira en einn metra, - það er 110 ferkílómetrar, sem er næstum því eitt og hálft Þingvallavatn að flatarmáli. Mesta sig var 65 metrar. Þetta er svona skálarlögun á þessu þannig að mesta sigið er nálægt miðju. Það eru 65 metrar. Það er svona tvöfalt sigið á Þingvöllum, hæðin frá brún Almannagjár niður að Þingvöllum, - niður að Þingvallavatni, - eða aðeins minna en hæð Hallgrímskirkju,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson. Meðal fjölmiðla sem fjallað hafa um rannsóknina í dag er The New York Times.Skýringarmynd úr Science sem sýnir hvernig kvikan þrýstist úr öskju Bárðarbungu og fann sér uppgöngu í Holuhrauni.
Tengdar fréttir Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Sérfræðingar Veðurstofu segja líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. 6. janúar 2016 19:30 Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Sérfræðingar Veðurstofu segja líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. 6. janúar 2016 19:30
Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45