Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við í gær Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. júlí 2016 10:14 Binali Yildrim, forsætisráðherra Tyrklands, þakkaði þjóðinni. Vísir/Getty Binali Yildrim, forsætisráðherra Tyrklands, ávarpaði þjóð sína í morgun. Hann sagði að núverandi stjórnvöld hefðu náð fullri stjórn á ástandinu og að enn væri verið að handtaka grunaða. Nú þegar hafa yfir fimmtán hundruð verið handteknir. Yildrim segir að þeim sem stóðu að tilraun til valdaráns í landinu í gærkvöldi verði refsað. Um 190 eru látnir, þar af 104 uppreisnarmenn.Sjá hér: Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Dauðarefsingin hefur ekki verið lögleg í Tyrklandi síðan árið 2002 en nú hafa umræður um að innleiða dauðarefsingu aftur í lög til þess að geta tekið af lífi þá sem stóðu að tilrauninni gert vart við sig. Fjölmargir hafa birt tíst á Twitter með myllumerkinu #Idamistiyorum eða #égvildauðarefsinguna.#Idamistiyorum Tweets Yildrim forsætisráðherra sagði valdaránstilraunina svartan blett á lýðræðissögu Tyrklands. Hann fagnaði þó borgurum landsins sem þustu út á göturnar til stuðnings sitjandi forseta. Fólk þusti út á götur eftir að Erdogan ávarpaði þjóð sína í gegnum Facetime.vísir/gettyRecep Tayyip Erdogan, núverandi forseti landsins og jafnframt sá fyrsti sem er lýðræðislega kjörinn, ávarpaði þjóð sína í nótt í gegnum snjallsíma en hann var í fríi á Marmaris þegar aðgerðir uppreisnarmanna hófust. Hann fordæmdi aðgerðirnar og hvatti þjóðina til þess að fjölmenna á götum úti og stöðva uppreisnina. Yildrim sagði þjóðina hafa brugðist hetjulega við bóninni til stuðnings lýðræðinu. Hann hvatti fólk til þess að halda út á göturnar að nýju í dag og kvöld. „Allir ættu að skilja það nú að enginn getur krukkað í vilja fólksins þökk sé þessum borgurum. Það verður aldrei hægt að yfirbuga styrk og vilja fólksins okkar,“ sagði forsætisráðherrann og bætti við að þjóðin hefði sýnt mikinn styrk. Tyrkneska þingið mun hittast í dag til þess að ræða uppreisnina. Tengdar fréttir „Herinn er eitt sterkasta aflið í Tyrklandi“ Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í Vísi erfitt að fullyrða hvað væri að gerast í Tyrklandi enda atburðarásin enn að skýrast. 16. júlí 2016 00:03 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 1563 starfsmenn hersins handteknir í Tyrklandi 190 létust samtals í átökunum í gær og nótt eftir að tilraun var gerð til valdaráns í Tyrklandi. 16. júlí 2016 09:35 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Binali Yildrim, forsætisráðherra Tyrklands, ávarpaði þjóð sína í morgun. Hann sagði að núverandi stjórnvöld hefðu náð fullri stjórn á ástandinu og að enn væri verið að handtaka grunaða. Nú þegar hafa yfir fimmtán hundruð verið handteknir. Yildrim segir að þeim sem stóðu að tilraun til valdaráns í landinu í gærkvöldi verði refsað. Um 190 eru látnir, þar af 104 uppreisnarmenn.Sjá hér: Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Dauðarefsingin hefur ekki verið lögleg í Tyrklandi síðan árið 2002 en nú hafa umræður um að innleiða dauðarefsingu aftur í lög til þess að geta tekið af lífi þá sem stóðu að tilrauninni gert vart við sig. Fjölmargir hafa birt tíst á Twitter með myllumerkinu #Idamistiyorum eða #égvildauðarefsinguna.#Idamistiyorum Tweets Yildrim forsætisráðherra sagði valdaránstilraunina svartan blett á lýðræðissögu Tyrklands. Hann fagnaði þó borgurum landsins sem þustu út á göturnar til stuðnings sitjandi forseta. Fólk þusti út á götur eftir að Erdogan ávarpaði þjóð sína í gegnum Facetime.vísir/gettyRecep Tayyip Erdogan, núverandi forseti landsins og jafnframt sá fyrsti sem er lýðræðislega kjörinn, ávarpaði þjóð sína í nótt í gegnum snjallsíma en hann var í fríi á Marmaris þegar aðgerðir uppreisnarmanna hófust. Hann fordæmdi aðgerðirnar og hvatti þjóðina til þess að fjölmenna á götum úti og stöðva uppreisnina. Yildrim sagði þjóðina hafa brugðist hetjulega við bóninni til stuðnings lýðræðinu. Hann hvatti fólk til þess að halda út á göturnar að nýju í dag og kvöld. „Allir ættu að skilja það nú að enginn getur krukkað í vilja fólksins þökk sé þessum borgurum. Það verður aldrei hægt að yfirbuga styrk og vilja fólksins okkar,“ sagði forsætisráðherrann og bætti við að þjóðin hefði sýnt mikinn styrk. Tyrkneska þingið mun hittast í dag til þess að ræða uppreisnina.
Tengdar fréttir „Herinn er eitt sterkasta aflið í Tyrklandi“ Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í Vísi erfitt að fullyrða hvað væri að gerast í Tyrklandi enda atburðarásin enn að skýrast. 16. júlí 2016 00:03 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 1563 starfsmenn hersins handteknir í Tyrklandi 190 létust samtals í átökunum í gær og nótt eftir að tilraun var gerð til valdaráns í Tyrklandi. 16. júlí 2016 09:35 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
„Herinn er eitt sterkasta aflið í Tyrklandi“ Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í Vísi erfitt að fullyrða hvað væri að gerast í Tyrklandi enda atburðarásin enn að skýrast. 16. júlí 2016 00:03
Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32
1563 starfsmenn hersins handteknir í Tyrklandi 190 létust samtals í átökunum í gær og nótt eftir að tilraun var gerð til valdaráns í Tyrklandi. 16. júlí 2016 09:35