Fótbolti

Sara Björk sú nítjánda besta í Evrópu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara Björk er í 19. sæti yfir bestu knattspyrnukonur Evrópu.
Sara Björk er í 19. sæti yfir bestu knattspyrnukonur Evrópu. vísir/valli
Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Wolfsburg og íslenska landsliðsins, er í 19. sæti á lista UEFA yfir bestu knattspyrnukonur Evrópu tímabilið 2015-16.

Þjálfarar tólf bestu landsliða Evrópu og liðanna átta sem komust í 8-liða Meistaradeildar Evrópu tóku þátt í að tilefna 10 knattspyrnukonur sem koma til greina sem sú besta í Evrópu.

Sara Björk er jöfn fjórum öðrum leikmönnum í 19. sæti en alls fengu 39 knattspyrnukonur atkvæði í kjörinu.

Ásamt Söru eru Nilla Fischer (Wolfsburg og Svíþjóð), Isabell Herlovsen (Lilleström og Noregi), Irene Paredes (Athletic Club/PSG og Spánn) og Lotta Schelin (Lyon/Rosengård og Svíþjóð) í 19.-23. sæti.

Sara Björk, sem er 25 ára, varð sænskur meistari með Rosengård í fyrra en gekk í raðir þýska stórliðsins Wolfsburg í sumar. Þá hefur Sara Björk átt góðu gengi að fagna með íslenska landsliðinu sem er með fullt hús stiga í sínum riðli í undankeppni EM 2017.

Níu af 10 efstu konum í kjörinu koma frá Evrópumeisturum Lyon en listann má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×