Heimir: Byrjunarliðið veikist ekkert Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júlí 2016 07:00 Strákarnir byrjuðu æfinguna í Annecy í gær á því að fara í skallatennis. Lars Lagerbäck fylgist með. vísir/vilhelm Leikmenn íslenska landsliðsins hófu í gær formlegan undirbúning sinn fyrir leikinn gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum Evrópumótsins á Stade de France á sunnudag. Strákarnir fengu frí í fyrradag og nýttu sumir tímann til að fara í golf en aðrir tóku því rólega í Annecy, þeim fallega bæ sem skartaði sínu allra fegursta í gær. Þjálfararnir voru fljótir að kippa leikmönnum niður á jörðina eftir sigurinn gegn Englandi en Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, hafði sérstaklega orð á því á blaðamannafundi í fyrradag að hann hefði þurft að minna leikmenn sérstaklega á að halda fullri einbeitingu og fagmennsku, eftir að sumir mættu of seint í kvöldmat. „Auðvitað tekur maður þetta til sín,“ sagði miðvörðurinn Kári Árnason um atvikið og félagi hans í vörninni, Ragnar Sigurðsson, tók í svipaðan streng. „Það hefur komið nokkrum sinnum fyrir að menn gleyma hinu eða þessu. Þá verður alvöru kall eins og hann að skamma okkur aðeins,“ sagði Ragnar, sem segir að yfirleitt hafi leikmönnum gengið vel að halda sig á jörðinni. „Við höfum bara verið nokkuð rólegir á leiðinni heim frá leikjum, þó svo að við séum í skýjunum með árangurinn. Mér finnst að okkur hafi tekist ágætlega að halda ró okkar yfir öllu saman.“Svipað og gegn Englandi Birkir Bjarnason var einnig í hópi þeirra leikmanna sem ræddu við fjölmiðla fyrir æfinguna í gær og reiknar hann, eins og allir í íslenska liðinu, með erfiðum leik á sunnudag. „Frakkarnir eru með gríðarlega sterka einstaklinga og við þurfum að vera með allt okkar á hreinu til að fá eitthvað úr leiknum,“ sagði Birkir. Kári segir að það hafi rétt svo verið byrjað að ræða við leikmenn um hvað hafi gengið vel gegn Englandi og hvað hafi farið illa. „Það var gott að hlaða batteríin í gær, spila golf og hafa það rólegt. Nú förum við að snúa okkur að Frökkunum og byrjum að ræða þá í kvöld [í gærkvöldi],“ segir Kári. Ragnar reiknar með svipuðum leik gegn Frakklandi og Englandi. „Bæði vegna þess að þetta eru svipuð fótboltalið og þá mun það ekki breytast að við erum taldir mun ólíklegri til að vinna leikinn og þurfum að sanna okkur aftur,“ sagði varnarmaðurinn sterki.Breytingar veikja ekki liðið Varnarmaðurinn Adil Rami og miðjumaðurinn N’Golo Kante verða báðir í leikbanni í leiknum gegn Íslandi eftir að þeir fengu sína aðra áminningu í mótinu í leik Frakka gegn Írlandi í 16-liða úrslitunum. „Miðað við þá leikmenn sem Frakkland á þá veikist liðið ekki neitt þrátt fyrir að það þurfi að fá aðra leikmenn í byrjunarliðið,“ sagði Heimir Hallgrímsson, en líklegast er að Samuel Umtiti og Eliaquim Mangala berjist um stöðu Rami í vörninni og þeir Moussa Sissoko og Yohan Cabaye um að koma inn á miðjuna. „Það koma bara öðruvísi gæði inn í liðið. Þetta er líklega besti leikmannahópurinn í mótinu ef við mælum það út frá gæðum einstaklinganna.“ Leikurinn fer fram á sunnudag en liðið heldur til Parísar á morgun. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Sjá meira
Leikmenn íslenska landsliðsins hófu í gær formlegan undirbúning sinn fyrir leikinn gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum Evrópumótsins á Stade de France á sunnudag. Strákarnir fengu frí í fyrradag og nýttu sumir tímann til að fara í golf en aðrir tóku því rólega í Annecy, þeim fallega bæ sem skartaði sínu allra fegursta í gær. Þjálfararnir voru fljótir að kippa leikmönnum niður á jörðina eftir sigurinn gegn Englandi en Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, hafði sérstaklega orð á því á blaðamannafundi í fyrradag að hann hefði þurft að minna leikmenn sérstaklega á að halda fullri einbeitingu og fagmennsku, eftir að sumir mættu of seint í kvöldmat. „Auðvitað tekur maður þetta til sín,“ sagði miðvörðurinn Kári Árnason um atvikið og félagi hans í vörninni, Ragnar Sigurðsson, tók í svipaðan streng. „Það hefur komið nokkrum sinnum fyrir að menn gleyma hinu eða þessu. Þá verður alvöru kall eins og hann að skamma okkur aðeins,“ sagði Ragnar, sem segir að yfirleitt hafi leikmönnum gengið vel að halda sig á jörðinni. „Við höfum bara verið nokkuð rólegir á leiðinni heim frá leikjum, þó svo að við séum í skýjunum með árangurinn. Mér finnst að okkur hafi tekist ágætlega að halda ró okkar yfir öllu saman.“Svipað og gegn Englandi Birkir Bjarnason var einnig í hópi þeirra leikmanna sem ræddu við fjölmiðla fyrir æfinguna í gær og reiknar hann, eins og allir í íslenska liðinu, með erfiðum leik á sunnudag. „Frakkarnir eru með gríðarlega sterka einstaklinga og við þurfum að vera með allt okkar á hreinu til að fá eitthvað úr leiknum,“ sagði Birkir. Kári segir að það hafi rétt svo verið byrjað að ræða við leikmenn um hvað hafi gengið vel gegn Englandi og hvað hafi farið illa. „Það var gott að hlaða batteríin í gær, spila golf og hafa það rólegt. Nú förum við að snúa okkur að Frökkunum og byrjum að ræða þá í kvöld [í gærkvöldi],“ segir Kári. Ragnar reiknar með svipuðum leik gegn Frakklandi og Englandi. „Bæði vegna þess að þetta eru svipuð fótboltalið og þá mun það ekki breytast að við erum taldir mun ólíklegri til að vinna leikinn og þurfum að sanna okkur aftur,“ sagði varnarmaðurinn sterki.Breytingar veikja ekki liðið Varnarmaðurinn Adil Rami og miðjumaðurinn N’Golo Kante verða báðir í leikbanni í leiknum gegn Íslandi eftir að þeir fengu sína aðra áminningu í mótinu í leik Frakka gegn Írlandi í 16-liða úrslitunum. „Miðað við þá leikmenn sem Frakkland á þá veikist liðið ekki neitt þrátt fyrir að það þurfi að fá aðra leikmenn í byrjunarliðið,“ sagði Heimir Hallgrímsson, en líklegast er að Samuel Umtiti og Eliaquim Mangala berjist um stöðu Rami í vörninni og þeir Moussa Sissoko og Yohan Cabaye um að koma inn á miðjuna. „Það koma bara öðruvísi gæði inn í liðið. Þetta er líklega besti leikmannahópurinn í mótinu ef við mælum það út frá gæðum einstaklinganna.“ Leikurinn fer fram á sunnudag en liðið heldur til Parísar á morgun.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Sjá meira