Fótbolti

Alfreð: Þrír sigrar í viðbót og við vinnum mótið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alfreð Finnbogason á æfingu íslenska liðsins.
Alfreð Finnbogason á æfingu íslenska liðsins. vísir/epa
Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, segist varla enn trúa því að strákarnir okkar hafi lagt England að velli í 16 liða úrslitum Evrópumótsins.

Ísland mætir gestgjöfum Frakklands á Stade de France annað í kvöld í átta liða úrslitum sem voru sigurlaunin fyrir að senda þá ensku heim.

„Ég ef oft pælt í því hvort leikurinn gegn Englandi hafi farið fram í alvöru,“ segir Alfreð í viðtali við spænska íþróttablaðið Marca.

Flestir búast við öruggum sigri Frakka gegn íslenska liðinu en Frakkarnir eru frábærlega mannaðir og á heimavelli en þeir hafa tvisvar sinnum áður unnið stórmót á heimavelli. Eðlilega hefur Alfreð þó tröllatrú á íslenska liðinu.

„Þrír sigrar í viðbót og við vinnum mótið. Ef við vinnum Frakkland eigum við séns. Hin liðin eru sigurstranglegri en það er erfitt að skora á móti okkur og það er gulls ígildi,“ segir Alfreð Finnbogason.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×