Fótbolti

ESPN var í beinni frá Reykjavíkurhöfn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fjölmiðlar heimsins fylgjast nú flestir með velgengni íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi þar sem okkar menn mæta Frökkum í 8-liða úrslitum keppninnar á Stade de France í kvöld.

Marthy Smith, fréttamaður ESPN-sjónvarpsstöðvarinnar, er staddur á Íslandi og var í beinni útsendingu frá Reykjavíkurhöfn í gær þar sem hann sýndi áhorfendum Sports Center, aðalþáttar stöðvarinnar, Hörpu og Hallgrímskirkju.

Ljóst er að árangur íslenska landsliðsins hefur fært Íslandi gríðarmikla landkynningu en eins og sjá má í innslaginu er talað afar vel um land og þjóð.

Smith tekur líka víkingaklappið sem hefur vakið heimsathygli og lofaði viðtölum við íbúa Reykjavíkur og nýkjörinn forseta Íslands.

Sjáðu innslagið hjá fyrir neðan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×