Maradona: Ísland getur valdið frönsku vörninni usla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. júlí 2016 10:16 Maradona mun örugglega horfa á Ísland spila í dag. Vísir/Getty Argentínumaðurinn Diego Maradona, einn besti knattspyrnumaður heims frá upphafi, á von á erfiðum leik fyrir Ísland sem mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM í dag. Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitunum en Maradona segir að Frakkland sé mun sterkari andstæðingur en England. „Frakkar eru hungarðir á heimavelli,“ skrifaði Maradona í pistli sínum í Times of India í dag. „Við höfum séð lið eins og Brasilíu brotna undir þeirri pressu sem fylgir því að spila á heimavelli á stórmóti en Frakkar nýttu sér þá pressu til að koma til baka eftir að hafa lent undir gegn Írlandi í 16-liða úrslitunum.“ Hann segir að Frakkar hafi kraftmikla leikmenn á miðju sem hafi mikla hlaupagetu. „Ísland verður að hafa þétta vörn til að taka á móti áhlaupum Frakka snemma leiks. Maður verður að gera sínar áætlanir miðað við þau úrræði sem maður hefur. Ísland verst aftarlega og það er enginn glæpur.“ Maradona hefur þó áhyggjur af frönsku vörninni enda Raphael Varane ekki með á mótinu vegna meiðsla og þá verður annar miðvörður, Adil Rami, í banni í dag. „Ef að Ísland fær ekki mark á sig snemma í leiknum munum við fá alvöru leik því vörn heimamanna er ekki mjög traust.“ „Það gæti opnað svæði fyrir Ísland ef Frakkland mun sækja á mörgum mönnum og það myndi einnig henta leikáætlun Íslendinga að treysta á skyndisóknir.“ „Bakverðirnir Patrice Evra og Bacary Sagna eru ekki jafn beittir og þeir voru áður. Deschamps notar þá því kostir hans eru takmarkaðir. Það á enn eftir að láta reyna almennilega á frönsku vörnina.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Argentínumaðurinn Diego Maradona, einn besti knattspyrnumaður heims frá upphafi, á von á erfiðum leik fyrir Ísland sem mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM í dag. Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitunum en Maradona segir að Frakkland sé mun sterkari andstæðingur en England. „Frakkar eru hungarðir á heimavelli,“ skrifaði Maradona í pistli sínum í Times of India í dag. „Við höfum séð lið eins og Brasilíu brotna undir þeirri pressu sem fylgir því að spila á heimavelli á stórmóti en Frakkar nýttu sér þá pressu til að koma til baka eftir að hafa lent undir gegn Írlandi í 16-liða úrslitunum.“ Hann segir að Frakkar hafi kraftmikla leikmenn á miðju sem hafi mikla hlaupagetu. „Ísland verður að hafa þétta vörn til að taka á móti áhlaupum Frakka snemma leiks. Maður verður að gera sínar áætlanir miðað við þau úrræði sem maður hefur. Ísland verst aftarlega og það er enginn glæpur.“ Maradona hefur þó áhyggjur af frönsku vörninni enda Raphael Varane ekki með á mótinu vegna meiðsla og þá verður annar miðvörður, Adil Rami, í banni í dag. „Ef að Ísland fær ekki mark á sig snemma í leiknum munum við fá alvöru leik því vörn heimamanna er ekki mjög traust.“ „Það gæti opnað svæði fyrir Ísland ef Frakkland mun sækja á mörgum mönnum og það myndi einnig henta leikáætlun Íslendinga að treysta á skyndisóknir.“ „Bakverðirnir Patrice Evra og Bacary Sagna eru ekki jafn beittir og þeir voru áður. Deschamps notar þá því kostir hans eru takmarkaðir. Það á enn eftir að láta reyna almennilega á frönsku vörnina.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira