Fótbolti

Svona var stemningin við Rauðu mylluna | Myndband

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Íslendingar eru orðnir fastagestir við Rauðu Mylluna en þar hituðu þeir bæði og fögnuðu í kringum leikinn gegn Austurríki.
Íslendingar eru orðnir fastagestir við Rauðu Mylluna en þar hituðu þeir bæði og fögnuðu í kringum leikinn gegn Austurríki. Vísir/Vilhelm
Óðum styttist í stóru stundina þegar strákarnir okkar mæta þeim frönsku á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. Flautað verður til leiks í París klukkan 21 í kvöld að staðartíma, klukkan 19 að íslenskum tíma.

Reiknað er með ekki færri en átta þúsund Íslendingum á Stade de France í kvöld og stór hluti þeirra er mættur eða á leiðinni að Rauðu Myllunni, Moulin Rouge. Töluverður fjöldi var mættur á þriðja tímanum og sífellt fjölgar í hópnum.

Björn G. Sigurðsson og Kolbeinn Tumi Daðason voru við Rauðu Mylluna og tóku íslenska stuðningsmenn tali. Útsendingun má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×