Fótbolti

Grétar Rafn: Drífandi hugarfar skilar Íslandi langt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Grétar í leik með Bolton.
Grétar í leik með Bolton. vísir/getty
Grétar Rafn Steinsson, tæknilegur ráðgjafi Fleetwood Town og fyrrum landsliðsmaður Íslands, segir að drífandi hugarfar skili Íslendingum langt.

„Enskur fótbolti er hinn heilagi kaleikur fyrir Íslendingum - það er fótboltinn sem við fylgjum," sagði Grétar Rafn í samtali við PA Sport.

„Fyrir alla þessa ungu Íslendinga er enska liðið þeirra fyrirmyndir og allar þessar súperstjörnur."

„Þeir slógu út Rooney og félaga. Fyrir Ísland er það frábær áfangi og við erum rosalega stolt af því."

Þegar Grétar var spurður hvort liðið myndi fara áfram í kvöld var Grétar fljótur að svara:

„Ísland. Þetta er auðvelt svar. Þetta mun halda áfram. Ísland verður pressuminna með hverjum leiknum því þú vilt ekki vera liðið sem tapar fyrir ÍSlandi."

„Allt er hægt. 320 þúsund og við höfum búið til fólk sem er að gera rosalega góða hluti á Ólympíuleikunum í fjölmörgum greinum."

Grétar, sem starfar nú hjá Fleetwood á Englandi, segir að hugarfar ÍSlendinga sé frábært og það fleyti þessu fólki svona langt.

„Við höfum búið til topp íþróttafólk. Við höfum líklega bestu handboltamenn í heimi og við eigum sterkasta fólk í heimi."

„Þetta snýst um hugarfar. Íslendingar hafa drífandi hugarfar og það sýnir sig," sagði Grétar.

Allt viðtalið má lesa hér þar sem hann ræðir meira um Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×