Erlent

Bíll sprengdur fyrir utan Stade de France

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sprengjuleitarhundar slaka á eftir leit á vellinum.
Sprengjuleitarhundar slaka á eftir leit á vellinum. vísir/tom
Grunsamleg bifreið var sprengd fyrir utan Stade de France klukkan 17.32 að staðartíma en frá þessu greinir Paul Hayward, blaðamaður á Telegraph.

Mikill viðbúnaður lögreglunnar í Frakklandi og hersins er á og við Stade de France þar sem strákarnir okkar mæta gestgjöfunum í átta liða úrslitum EM 2016 í fótbolta klukkan 21.00 að staðartíma.

Bifreiðin var skilin eftir ómönnuð og var því tekin sú ákvörðun að sprengja hana.

Öryggisgæslan á vellinum er gríðarleg en á svipuðum tíma og bíllinn var sprengdur fór fram sprengjuleit á vellinum sjálfum þar sem leitað var í hverju einasta sæti á þessum 80.000 manna velli.

Hér að neðan má sjá myndband af fólki á leið á völlinn sem heyra spenginguna í fjarska.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×