Lars þjálfaði liðið sem skoraði síðast fjögur á Ísland í fyrri hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2016 20:18 Zlatan Ibrahimovic í baráttu við Hermann Hreiðarsson í leiknum á Laugardalsvellinum í október 2004. Vísir/AFP Íslenska fótboltalandsliðið gróf sig djúpa holu í fyrri hálfleik í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta með því að fá á sig fjögur mörk. Frakkar sýndu snilli sínum í sóknarleiknum og þeir Olivier Giroud, Paul Pogba, Dimitri Payet og Antoine Griezmann komu franska liðinu í 4-0 á fyrstu 45 mínútum leiksins. Þetta er í fyrsta sinn í tæp tólf ár sem íslenska landsliðið fær á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik en það hafði ekki gerst síðan 13. október 2004. Íslenska liðið tapaði þá 4-1 á móti Svíum á Laugardalsvellinum í undankeppni HM í Þýskalandi sem fór síðan fram sumarið 2006. Svíar komust í 4-0 í fyrri hálfleiknum í þessum leik með mörkum þeirra Henrik Larsson (2 mörk), Marcus Allbäck og Christian Wilhelmsson. Henrik Larsson skoraði fyrsta markið á 23. mínútu en fyrsta mark Frakka í dag skoraði Olivier Giroud strax á 12. mínútu. Paul Pogba var búinn að skora annað mark á 19. mínútu en í þessum Svíaleik fyrir tólf árum skoraði Marcus Allbäck á 25. mínútu. Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska liðsins í dag, kom heldur við sögu þegar íslenska landsliðið fékk síðast á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik. Lagerbäck var nefnilega þjálfari þessa sænska liðs sem fór svona illa með það íslenska í fyrri hálfleik í umræddum leik á Laugardalsvellinum í október 2004. Eiður Smári Guðjohnsen var fyrirliði íslenska liðsins í leiknum og skoraði eina mark síðari hálfleiks á 66. mínútu.#OJOALDATO - Es la peor derrota de Islandia al descanso en los últimos 12 años (desde un 0-4 contra Suecia el 13.10.2004 que terminó 1-4).— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 3, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikmaður FH ánægður með yfirburði Frakka gegn Íslandi Skotinn Steven Lennon, leikmaður FH, er að fá það óþvegið á Twitter frá reiðum Íslendingum. 3. júlí 2016 19:58 Fyrstir í sögu EM til að fá á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik Íslenska fótboltalandsliðið átti fá svör á móti frábæru frönsku liði í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 3. júlí 2016 20:02 Ísland slær met með sama byrjunarliðinu fimmta leikinn í röð Ísland verður með sama byrjunarliðið fimmta leikinn í röð í kvöld þegar liðið mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu. 3. júlí 2016 18:42 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 5-2 | Ævintýrinu lokið í Frakklandi Ísland tapaði 5-2 fyrir Frakklandi og er úr leik á Evrópumótinu í fótbolta. 3. júlí 2016 20:45 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið gróf sig djúpa holu í fyrri hálfleik í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta með því að fá á sig fjögur mörk. Frakkar sýndu snilli sínum í sóknarleiknum og þeir Olivier Giroud, Paul Pogba, Dimitri Payet og Antoine Griezmann komu franska liðinu í 4-0 á fyrstu 45 mínútum leiksins. Þetta er í fyrsta sinn í tæp tólf ár sem íslenska landsliðið fær á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik en það hafði ekki gerst síðan 13. október 2004. Íslenska liðið tapaði þá 4-1 á móti Svíum á Laugardalsvellinum í undankeppni HM í Þýskalandi sem fór síðan fram sumarið 2006. Svíar komust í 4-0 í fyrri hálfleiknum í þessum leik með mörkum þeirra Henrik Larsson (2 mörk), Marcus Allbäck og Christian Wilhelmsson. Henrik Larsson skoraði fyrsta markið á 23. mínútu en fyrsta mark Frakka í dag skoraði Olivier Giroud strax á 12. mínútu. Paul Pogba var búinn að skora annað mark á 19. mínútu en í þessum Svíaleik fyrir tólf árum skoraði Marcus Allbäck á 25. mínútu. Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska liðsins í dag, kom heldur við sögu þegar íslenska landsliðið fékk síðast á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik. Lagerbäck var nefnilega þjálfari þessa sænska liðs sem fór svona illa með það íslenska í fyrri hálfleik í umræddum leik á Laugardalsvellinum í október 2004. Eiður Smári Guðjohnsen var fyrirliði íslenska liðsins í leiknum og skoraði eina mark síðari hálfleiks á 66. mínútu.#OJOALDATO - Es la peor derrota de Islandia al descanso en los últimos 12 años (desde un 0-4 contra Suecia el 13.10.2004 que terminó 1-4).— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 3, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikmaður FH ánægður með yfirburði Frakka gegn Íslandi Skotinn Steven Lennon, leikmaður FH, er að fá það óþvegið á Twitter frá reiðum Íslendingum. 3. júlí 2016 19:58 Fyrstir í sögu EM til að fá á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik Íslenska fótboltalandsliðið átti fá svör á móti frábæru frönsku liði í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 3. júlí 2016 20:02 Ísland slær met með sama byrjunarliðinu fimmta leikinn í röð Ísland verður með sama byrjunarliðið fimmta leikinn í röð í kvöld þegar liðið mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu. 3. júlí 2016 18:42 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 5-2 | Ævintýrinu lokið í Frakklandi Ísland tapaði 5-2 fyrir Frakklandi og er úr leik á Evrópumótinu í fótbolta. 3. júlí 2016 20:45 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sjá meira
Leikmaður FH ánægður með yfirburði Frakka gegn Íslandi Skotinn Steven Lennon, leikmaður FH, er að fá það óþvegið á Twitter frá reiðum Íslendingum. 3. júlí 2016 19:58
Fyrstir í sögu EM til að fá á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik Íslenska fótboltalandsliðið átti fá svör á móti frábæru frönsku liði í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 3. júlí 2016 20:02
Ísland slær met með sama byrjunarliðinu fimmta leikinn í röð Ísland verður með sama byrjunarliðið fimmta leikinn í röð í kvöld þegar liðið mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu. 3. júlí 2016 18:42
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 5-2 | Ævintýrinu lokið í Frakklandi Ísland tapaði 5-2 fyrir Frakklandi og er úr leik á Evrópumótinu í fótbolta. 3. júlí 2016 20:45