„Ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2016 15:09 Helgi Magnús Gunnarsson er vararíkissaksóknari en hann tjáði sig um mál hælisleitendanna í Laugarneskirkju á persónulegri Facebook-síðu sinni fyrir helgi. vísir „Í fyrsta lagi eru þetta launaðir starfsmenn ríkisins og þjóðkirkjan er ein af stofnunum samfélagsins og hefur ákveðið hlutverk. Við gerum þá kröfu til þeirra að þeir fylgi lögum en síðan er Útlendingastofnun búin að taka ákvörðun, sem eru þar tilbær yfirvöld um að meðferð mála þessara manna eigi að fara fram í Noregi í samræmi við lög og reglur en þessir menn vilja ekki una henni. Þeir eru hins vegar ólöglegir innfytjendur og réttlausir hér en þá tekur þjóðkirkjan sig til og ætlar að veita kirkjugrið,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við Vísi en færsla sem hann setti á persónulega Facebook-síðu sína fyrir helgi hefur vakið nokkra athygli. Um færsluna var fjallað á vef Stundarinnar í gær. Í færslunni gagnrýndi Helgi Magnús presta þjóðkirkjunnar fyrir að veita tveimur hælisleitendum kirkjugrið í Laugarneskirkju í liðinni viku en Agnes Sigurðardóttir biskup hefur meðal annars tjáð sig um málið og studdi aðgerðirnar í kirkjunni. Þá hefur Guðni Th. Jóhannesson verðandi forseti einnig tjáð sig um málið. Ekki til neitt í lögum sem heitir kirkjugrið Helgi Magnús spyr hvað kirkjugrið séu. „Það er ekki neitt sem er til í lögum sem heitir kirkjugrið en þetta hafði kannski einhvern status á miðöldum þegar kirkjan hafði sitt eigið lagakerfi. Nú er talað um eins og þetta sé einhver hluti af starfsemi þjóðkirkjunnar að veita kirkjugrið og ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna.“ Þá gagnrýnir Helgi Magnús einnig að fjölmiðlamenn hafi verið boðaðir í kirkjuna þar sem vitað var að lögreglumenn myndu koma til að handtaka mennina. Lögreglan hafi hins vegar aðeins verið að sinna skyldu sinni við að fylgja fyrirmælum stjórnvalda. „Þarna er rekin í þá myndavél. Mennirnir berjast á móti þannig að það verður að beita afli. Þetta lítur ekki vel út og er auðvitað ekki gott eða æskilegt. Það væri náttúrulega bara best að menn hlýddu fyrirmælum lögreglu en þetta er sett á svið af einhverjum prestum þjóðkirkjunnar sem hafa einhverjar skoðanir á ákvörðunum stjórnvalda.“ Finnst þjóðkirkjan vera komin algerlega út í móa Helgi Magnús segir að prestarnir megi að sjálfsögðu hafa sínar skoðanir: „En á þjóðkirkjan sem stofnun að standa í svona aðgerðum á einhverjum fráleitum lagalegum grundvelli? Það er það sem fer fyrir brjóstið á mér. Ég hef alltaf haldið upp á þjóðkirkjuna en mér finnst hún vera komin algerlega út í móa þarna.“ Aðspurður vill Helgi Magnús ekki meina að prestarnir hafi brotið lög en telur ástæðu til að skoða það hvort þeir séu að brjóta gegn starfsskyldum sínum. „Ég held að launaðir prestar þjóðkirkjunnar hafi þetta ekki á starfslýsingunni. Ég held þeir eigi að þjónusta söfnuðinn, halda messur, skíra, ferma og svo framvegis en ég held að þeir eigi ekki að reka einhverja útlendingastefnu.“ Helgi Magnús segir um pólitískt mál að ræða en ekki mannúðarmál þar sem það snúist um að einhverjir tilteknir aðilar vilji ekki að hælisleitendurnir verði sendir aftur til Noregs. Blaðamaður bendir honum þá á það að útlendingalöggjöfin í Noregi sé hörð og allar líkur séu á að mennirnir verði sendir aftur til Írak þaðan sem þeir flúðu. „Já, ég geri ráð fyrir því að ef þeir verða sendir aftur til Íraks þá sé það rétt niðurstaða. Ég treysti norskum stjórnvöldum betur til þess að meta það heldur en prestum þjóðkirkjunnar.“ Flóttamenn Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Lögregla mun þurfa að sækja hælisleitendur til altarsins Laugarneskirkja verður opin í nótt til að sýna tveimur íröskum hælisleitendum samstöðu. 27. júní 2016 17:34 Guðni Th: Þyngra en tárum taki að hælisleitendur leiti skjóls í kirkju og lögreglan dragi þá þaðan út Mikið hefur fjallað um tvo unga íraska hælisleitendur sem vísað var frá Íslandi aðfaranótt þriðjudags og til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 29. júní 2016 15:53 Vigdís Hauks um Guðna Th: „Nýkjörinn forseti fer ekki vel af stað í tilvonandi embætti“ Þingkona Framsóknarflokksins virðist ekki vera ánægð með nýkjörinn forseta. 2. júlí 2016 15:30 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
„Í fyrsta lagi eru þetta launaðir starfsmenn ríkisins og þjóðkirkjan er ein af stofnunum samfélagsins og hefur ákveðið hlutverk. Við gerum þá kröfu til þeirra að þeir fylgi lögum en síðan er Útlendingastofnun búin að taka ákvörðun, sem eru þar tilbær yfirvöld um að meðferð mála þessara manna eigi að fara fram í Noregi í samræmi við lög og reglur en þessir menn vilja ekki una henni. Þeir eru hins vegar ólöglegir innfytjendur og réttlausir hér en þá tekur þjóðkirkjan sig til og ætlar að veita kirkjugrið,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við Vísi en færsla sem hann setti á persónulega Facebook-síðu sína fyrir helgi hefur vakið nokkra athygli. Um færsluna var fjallað á vef Stundarinnar í gær. Í færslunni gagnrýndi Helgi Magnús presta þjóðkirkjunnar fyrir að veita tveimur hælisleitendum kirkjugrið í Laugarneskirkju í liðinni viku en Agnes Sigurðardóttir biskup hefur meðal annars tjáð sig um málið og studdi aðgerðirnar í kirkjunni. Þá hefur Guðni Th. Jóhannesson verðandi forseti einnig tjáð sig um málið. Ekki til neitt í lögum sem heitir kirkjugrið Helgi Magnús spyr hvað kirkjugrið séu. „Það er ekki neitt sem er til í lögum sem heitir kirkjugrið en þetta hafði kannski einhvern status á miðöldum þegar kirkjan hafði sitt eigið lagakerfi. Nú er talað um eins og þetta sé einhver hluti af starfsemi þjóðkirkjunnar að veita kirkjugrið og ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna.“ Þá gagnrýnir Helgi Magnús einnig að fjölmiðlamenn hafi verið boðaðir í kirkjuna þar sem vitað var að lögreglumenn myndu koma til að handtaka mennina. Lögreglan hafi hins vegar aðeins verið að sinna skyldu sinni við að fylgja fyrirmælum stjórnvalda. „Þarna er rekin í þá myndavél. Mennirnir berjast á móti þannig að það verður að beita afli. Þetta lítur ekki vel út og er auðvitað ekki gott eða æskilegt. Það væri náttúrulega bara best að menn hlýddu fyrirmælum lögreglu en þetta er sett á svið af einhverjum prestum þjóðkirkjunnar sem hafa einhverjar skoðanir á ákvörðunum stjórnvalda.“ Finnst þjóðkirkjan vera komin algerlega út í móa Helgi Magnús segir að prestarnir megi að sjálfsögðu hafa sínar skoðanir: „En á þjóðkirkjan sem stofnun að standa í svona aðgerðum á einhverjum fráleitum lagalegum grundvelli? Það er það sem fer fyrir brjóstið á mér. Ég hef alltaf haldið upp á þjóðkirkjuna en mér finnst hún vera komin algerlega út í móa þarna.“ Aðspurður vill Helgi Magnús ekki meina að prestarnir hafi brotið lög en telur ástæðu til að skoða það hvort þeir séu að brjóta gegn starfsskyldum sínum. „Ég held að launaðir prestar þjóðkirkjunnar hafi þetta ekki á starfslýsingunni. Ég held þeir eigi að þjónusta söfnuðinn, halda messur, skíra, ferma og svo framvegis en ég held að þeir eigi ekki að reka einhverja útlendingastefnu.“ Helgi Magnús segir um pólitískt mál að ræða en ekki mannúðarmál þar sem það snúist um að einhverjir tilteknir aðilar vilji ekki að hælisleitendurnir verði sendir aftur til Noregs. Blaðamaður bendir honum þá á það að útlendingalöggjöfin í Noregi sé hörð og allar líkur séu á að mennirnir verði sendir aftur til Írak þaðan sem þeir flúðu. „Já, ég geri ráð fyrir því að ef þeir verða sendir aftur til Íraks þá sé það rétt niðurstaða. Ég treysti norskum stjórnvöldum betur til þess að meta það heldur en prestum þjóðkirkjunnar.“
Flóttamenn Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Lögregla mun þurfa að sækja hælisleitendur til altarsins Laugarneskirkja verður opin í nótt til að sýna tveimur íröskum hælisleitendum samstöðu. 27. júní 2016 17:34 Guðni Th: Þyngra en tárum taki að hælisleitendur leiti skjóls í kirkju og lögreglan dragi þá þaðan út Mikið hefur fjallað um tvo unga íraska hælisleitendur sem vísað var frá Íslandi aðfaranótt þriðjudags og til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 29. júní 2016 15:53 Vigdís Hauks um Guðna Th: „Nýkjörinn forseti fer ekki vel af stað í tilvonandi embætti“ Þingkona Framsóknarflokksins virðist ekki vera ánægð með nýkjörinn forseta. 2. júlí 2016 15:30 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Lögregla mun þurfa að sækja hælisleitendur til altarsins Laugarneskirkja verður opin í nótt til að sýna tveimur íröskum hælisleitendum samstöðu. 27. júní 2016 17:34
Guðni Th: Þyngra en tárum taki að hælisleitendur leiti skjóls í kirkju og lögreglan dragi þá þaðan út Mikið hefur fjallað um tvo unga íraska hælisleitendur sem vísað var frá Íslandi aðfaranótt þriðjudags og til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 29. júní 2016 15:53
Vigdís Hauks um Guðna Th: „Nýkjörinn forseti fer ekki vel af stað í tilvonandi embætti“ Þingkona Framsóknarflokksins virðist ekki vera ánægð með nýkjörinn forseta. 2. júlí 2016 15:30