Guðni Th: Þyngra en tárum taki að hælisleitendur leiti skjóls í kirkju og lögreglan dragi þá þaðan út Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2016 15:53 Guðni vonar að atvik eins og það sem varð í Laugarneskirkju aðfaranótt þriðjudags endurtaki sig ekki. vísir Mikið hefur fjallað um tvo unga íraska hælisleitendur sem vísað var frá Íslandi aðfaranótt þriðjudags og til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en lögregla sótti þá til altaris í Laugarneskirkju þar sem boðað hafði verið til nokkurs konar samverustundar til stuðnings þeim. Mennirnir tveir, Alí og Majed, voru sóttir af lögreglu klukkan fimm um morguninn í kirkjun en þá höfðu um þrjátíu manns beðið með þeim í kirkjunni í um klukkustund, hlýtt á tónlist og rætt saman. Myndir og myndbönd sem birst hafa í fjölmiðlum af því þegar mennirnir eru dregnir út úr kirkjunni eru sláandi enda hafa þær vakið mikla athygli, meðal annars í erlendum fjölmiðlum, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.Er þetta ekki í fyrsta sinn sem mál hælisleitenda hér á landi komast í heimsfréttirnar en Al Jazeera fjallaði til dæmis um mál nígeríska hælisleitandans Eze Okafor fyrr í mánuðinum. Blaðamanni Vísis lék forvitni á að vita hvort að nýkjörinn forseti Guðni Th. Jóhannesson vildi tjá sig um mál þeirra Alí og Majed, ekki kannski síst í ljósi þess að honum var tíðrætt um mannúðina í kosningabaráttu sinni til forseta. Guðni segir að honum finnist ekki við hæfi að nýkjörinn forseti tjái sig beinlínis um einstök atvik. „En auðvitað finnst manni þyngra en tárum taki að mál þróist á þann veg að hælisleitendur finni sér skjól í kirkju og laganna verðir dragi þá síðan þaðan út. Vonandi kemur þetta ekki aftur fyrir.“ Tengdar fréttir Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Mikið hefur fjallað um tvo unga íraska hælisleitendur sem vísað var frá Íslandi aðfaranótt þriðjudags og til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en lögregla sótti þá til altaris í Laugarneskirkju þar sem boðað hafði verið til nokkurs konar samverustundar til stuðnings þeim. Mennirnir tveir, Alí og Majed, voru sóttir af lögreglu klukkan fimm um morguninn í kirkjun en þá höfðu um þrjátíu manns beðið með þeim í kirkjunni í um klukkustund, hlýtt á tónlist og rætt saman. Myndir og myndbönd sem birst hafa í fjölmiðlum af því þegar mennirnir eru dregnir út úr kirkjunni eru sláandi enda hafa þær vakið mikla athygli, meðal annars í erlendum fjölmiðlum, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.Er þetta ekki í fyrsta sinn sem mál hælisleitenda hér á landi komast í heimsfréttirnar en Al Jazeera fjallaði til dæmis um mál nígeríska hælisleitandans Eze Okafor fyrr í mánuðinum. Blaðamanni Vísis lék forvitni á að vita hvort að nýkjörinn forseti Guðni Th. Jóhannesson vildi tjá sig um mál þeirra Alí og Majed, ekki kannski síst í ljósi þess að honum var tíðrætt um mannúðina í kosningabaráttu sinni til forseta. Guðni segir að honum finnist ekki við hæfi að nýkjörinn forseti tjái sig beinlínis um einstök atvik. „En auðvitað finnst manni þyngra en tárum taki að mál þróist á þann veg að hælisleitendur finni sér skjól í kirkju og laganna verðir dragi þá síðan þaðan út. Vonandi kemur þetta ekki aftur fyrir.“
Tengdar fréttir Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07