Willum Þór endurskrifaði söguna strax í öðrum leik með KR-liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2016 11:00 Kennie Chopart skoraði tvö mörk í gær og Willum Þór Þórsson var örugglega mjög sáttur með Danann. Vísir/Eyþór KR-ingar tryggðu sér áfram í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar með sögulegum hætti í gær. KR vann þá 6-0 sigur á norður-írska félaginu Glenavon á Mourneview Park í Lurgan en KR hafði "bara" unnið heimaleikinn 2-1. Þetat voru einmitt tveir fyrstu leikir Willums Þórs Þórssonar með liðið. KR vann þar með 8-1 samanlagt og mætir Grasshopper frá Sviss í næstu umferð. Fyrri leikurinn er á heimavelli Grasshopper í næstu viku. KR-ingar slógu tvö met með þessum stórsigri í gærkvöldi. Þetta var ekki aðeins stærsti útisigur íslensks liðs í Evrópukeppni heldur einnig stærsti sigurinn í Evrópukeppni. Fyrir þennan sex marka sigur KR-inga í gærkvöldi hafði íslensku liði ekki tekist að vinna Evrópuleik með meira en fjögurra marka mun. Níu liðum hafði tekist að vinna með fjögurra marka mun í Evrópukeppni og þar á meðal var KR. Hin voru ÍA (2), Stjarnan (2), Breiðablik, Þór Akureyri, FH og Keflavík. Stærsti sigur KR í Evrópukeppni fyrir leikinn í gærkvöldi var 5-1 sigur liðsins á færeyska liðinu ÍF frá Fuglafirði 30. júní 2011. Sá sigur vannst á KR-vellinum en KR hafði unnið fyrri leikinn 3-1 á útivelli. Einn KR-ingur náði að skora í þessum báðum metsigrum KR-liðsins í Evrópu. Óskar Örn Hauksson skoraði fimmta og síðasta markið á móti ÍF Fuglafirði 2011 og hann gerði einnig fimmta markið á móti Glenavon í gær. Þrjú félög áttu metið yfir stærsta útisigra í Evrópukeppni en það eru Keflavík (4-0 sigur á Etzella frá Lúxemborg árið 2005), FH (5-1 sigur á Grevenmacher frá Lúxemborg árið 2008) og Stjarnan (4-0 sigur á Bangor City frá Wales árið 2014). Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Sjá meira
KR-ingar tryggðu sér áfram í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar með sögulegum hætti í gær. KR vann þá 6-0 sigur á norður-írska félaginu Glenavon á Mourneview Park í Lurgan en KR hafði "bara" unnið heimaleikinn 2-1. Þetat voru einmitt tveir fyrstu leikir Willums Þórs Þórssonar með liðið. KR vann þar með 8-1 samanlagt og mætir Grasshopper frá Sviss í næstu umferð. Fyrri leikurinn er á heimavelli Grasshopper í næstu viku. KR-ingar slógu tvö met með þessum stórsigri í gærkvöldi. Þetta var ekki aðeins stærsti útisigur íslensks liðs í Evrópukeppni heldur einnig stærsti sigurinn í Evrópukeppni. Fyrir þennan sex marka sigur KR-inga í gærkvöldi hafði íslensku liði ekki tekist að vinna Evrópuleik með meira en fjögurra marka mun. Níu liðum hafði tekist að vinna með fjögurra marka mun í Evrópukeppni og þar á meðal var KR. Hin voru ÍA (2), Stjarnan (2), Breiðablik, Þór Akureyri, FH og Keflavík. Stærsti sigur KR í Evrópukeppni fyrir leikinn í gærkvöldi var 5-1 sigur liðsins á færeyska liðinu ÍF frá Fuglafirði 30. júní 2011. Sá sigur vannst á KR-vellinum en KR hafði unnið fyrri leikinn 3-1 á útivelli. Einn KR-ingur náði að skora í þessum báðum metsigrum KR-liðsins í Evrópu. Óskar Örn Hauksson skoraði fimmta og síðasta markið á móti ÍF Fuglafirði 2011 og hann gerði einnig fimmta markið á móti Glenavon í gær. Þrjú félög áttu metið yfir stærsta útisigra í Evrópukeppni en það eru Keflavík (4-0 sigur á Etzella frá Lúxemborg árið 2005), FH (5-1 sigur á Grevenmacher frá Lúxemborg árið 2008) og Stjarnan (4-0 sigur á Bangor City frá Wales árið 2014).
Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti