Sálfræðingur hjá Leicester við Ísland: Hættið að láta ykkur dreyma Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2016 17:29 Íslendingar fagna marki gegn Englandi á EM. Vísir/Getty Fréttastofa AP er með áhugavert viðtal við Ken Way, svokallaðan frammistöðusálfræðing [e. performance psychologist], um frammistöðu Íslands á EM í Frakklandi og margumræddan samanburð okkar manna við nýkrýnda Englandsmeistara Leicester, þar sem Way starfar. „Ekki láta ykkur dreyma. Því um leið og það gerist þá farið þið að velta fyrir ykkur afleiðingum úrslitanna,“ voru ráðleggingar Way til íslenska landsliðsins. Kannski að starfslið íslenska landsliðsins ætti að leggja við hlustir enda afrek Leicester eitt það magnaðasta í sögu knattspyrnunnar. „Ef maður lætur leiða sig í gönur með pælingar um að ef við vinnum þennan leik, þá komumst við í undanúrslit, svo í úrslit og verðum svo meistarar - þá mun það draga úr manni orku og einbeitingu.“Sjá einnig: Heimir: Við viljum enda eins og Leicester Ísland mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á Stade de France á sunnudagskvöld. Þó svo að Frakkar séu mun sigurstranglegri aðilinn, sérstaklega á heimavelli, eru fáir sem afskrifa íslenska liðið.Leicester varð Englandsmeistari í vor.vísir/gettyLiðsandi íslenska liðsins líkur Leicester „Maður sér víkingaviðhorf Íslendinganna. Wes Morgan [fyriliði Leicester] talaði um það í fyrra að þeir væru bræðrasveit sem væri reiðubúin að deyja hverjir fyrir aðra á vellinum. Það er liðsandi [í íslenska liðinu] sem er mjög líkur okkar.“ „Það leit út fyrir að íslenska liðið væri að skemmta sér [í leiknum gegn Englandi], allt liðið,“ sagði Way og sagði að upplifun hans af enska liðinu væri allt önnur. „Viðbrögð þeirra snerust ekki aðeins um að tapa leiknum heldur hvaða þýðingu tapið hefði heima og hvernig gagnrýni þeir myndu fá á sig,“ sagði Way. Hann segir einnig að leikmenn íslenska liðsins ættu að gleyma öllum vangaveltum um að frammistaða þeirra á EM gætu opnað á nýja möguleika fyrir þá. „Ekki hugsa með ykkur að þið gætuð nú komist á samning hjá Leicester, Real Madrid eða Chelsea,“ sagði hann.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Við viljum enda eins og Leicester Heimir Hallgrímsson segir að hann vilji að EM-ævintýri íslenska landsliðsins fái sama farsæla endi og saga Leicester í ensku úrvalsdeildinni í vetur. 29. júní 2016 09:40 Blaðamaður Sunday Times: Englendingar tengja Ísland við Leicester Hefur tilfinningu fyrir því að Ísland og England muni eigast við í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi. 22. júní 2016 11:30 Arnór Ingvi telur að Ísland geti „tekið Leicester“ á EM Hetjan frá París hefur fulla trú á íslenska liðinu á Evrópumótinu en strákarnir mæta næst Englandi. 24. júní 2016 09:29 Liverpool, Tottenham og Leicester sögð vilja fá Ragga Sig Ragnar Sigurðsson gæti spilað í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en hann er eftirsóttur eftir frammistöðuna á EM. 29. júní 2016 08:33 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Fréttastofa AP er með áhugavert viðtal við Ken Way, svokallaðan frammistöðusálfræðing [e. performance psychologist], um frammistöðu Íslands á EM í Frakklandi og margumræddan samanburð okkar manna við nýkrýnda Englandsmeistara Leicester, þar sem Way starfar. „Ekki láta ykkur dreyma. Því um leið og það gerist þá farið þið að velta fyrir ykkur afleiðingum úrslitanna,“ voru ráðleggingar Way til íslenska landsliðsins. Kannski að starfslið íslenska landsliðsins ætti að leggja við hlustir enda afrek Leicester eitt það magnaðasta í sögu knattspyrnunnar. „Ef maður lætur leiða sig í gönur með pælingar um að ef við vinnum þennan leik, þá komumst við í undanúrslit, svo í úrslit og verðum svo meistarar - þá mun það draga úr manni orku og einbeitingu.“Sjá einnig: Heimir: Við viljum enda eins og Leicester Ísland mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á Stade de France á sunnudagskvöld. Þó svo að Frakkar séu mun sigurstranglegri aðilinn, sérstaklega á heimavelli, eru fáir sem afskrifa íslenska liðið.Leicester varð Englandsmeistari í vor.vísir/gettyLiðsandi íslenska liðsins líkur Leicester „Maður sér víkingaviðhorf Íslendinganna. Wes Morgan [fyriliði Leicester] talaði um það í fyrra að þeir væru bræðrasveit sem væri reiðubúin að deyja hverjir fyrir aðra á vellinum. Það er liðsandi [í íslenska liðinu] sem er mjög líkur okkar.“ „Það leit út fyrir að íslenska liðið væri að skemmta sér [í leiknum gegn Englandi], allt liðið,“ sagði Way og sagði að upplifun hans af enska liðinu væri allt önnur. „Viðbrögð þeirra snerust ekki aðeins um að tapa leiknum heldur hvaða þýðingu tapið hefði heima og hvernig gagnrýni þeir myndu fá á sig,“ sagði Way. Hann segir einnig að leikmenn íslenska liðsins ættu að gleyma öllum vangaveltum um að frammistaða þeirra á EM gætu opnað á nýja möguleika fyrir þá. „Ekki hugsa með ykkur að þið gætuð nú komist á samning hjá Leicester, Real Madrid eða Chelsea,“ sagði hann.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Við viljum enda eins og Leicester Heimir Hallgrímsson segir að hann vilji að EM-ævintýri íslenska landsliðsins fái sama farsæla endi og saga Leicester í ensku úrvalsdeildinni í vetur. 29. júní 2016 09:40 Blaðamaður Sunday Times: Englendingar tengja Ísland við Leicester Hefur tilfinningu fyrir því að Ísland og England muni eigast við í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi. 22. júní 2016 11:30 Arnór Ingvi telur að Ísland geti „tekið Leicester“ á EM Hetjan frá París hefur fulla trú á íslenska liðinu á Evrópumótinu en strákarnir mæta næst Englandi. 24. júní 2016 09:29 Liverpool, Tottenham og Leicester sögð vilja fá Ragga Sig Ragnar Sigurðsson gæti spilað í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en hann er eftirsóttur eftir frammistöðuna á EM. 29. júní 2016 08:33 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Heimir: Við viljum enda eins og Leicester Heimir Hallgrímsson segir að hann vilji að EM-ævintýri íslenska landsliðsins fái sama farsæla endi og saga Leicester í ensku úrvalsdeildinni í vetur. 29. júní 2016 09:40
Blaðamaður Sunday Times: Englendingar tengja Ísland við Leicester Hefur tilfinningu fyrir því að Ísland og England muni eigast við í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi. 22. júní 2016 11:30
Arnór Ingvi telur að Ísland geti „tekið Leicester“ á EM Hetjan frá París hefur fulla trú á íslenska liðinu á Evrópumótinu en strákarnir mæta næst Englandi. 24. júní 2016 09:29
Liverpool, Tottenham og Leicester sögð vilja fá Ragga Sig Ragnar Sigurðsson gæti spilað í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en hann er eftirsóttur eftir frammistöðuna á EM. 29. júní 2016 08:33
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn