Ragnar: Ekki fallegasti sigurinn en skítt með það | Draumur að rætast Tómas Þór Þórðarsson frá París skrifar 22. júní 2016 19:34 Ragnar hafði góðar gætur á austurrísku leikmönnunum í dag. Vísir/Vilhelm „Ég veit ekki alveg hvernig mér líður núna en þegar Arnór skoraði sigurmarkið þá trylltist maður hreint út sagt,“ sagði Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins, aðspurður út í tilfinningarnar eftir 2-1 sigur Íslands á Austurríki í lokaleik F-riðilsins í kvöld en Ragnar var ekkert að skafa af því hvort sigurinn hefði verið verðskuldaður. „Maður hugsaði að þetta væri nú ekki fallegur sigur en skítt með það. Við erum komnir áfram og maður tapaði sér af gleði,“ sagði Ragnar sem stóð vakt sína í vörninni í dag með prýði líkt og í fyrstu tveimur leikjum mótsins. Íslenska liðið byrjaði leikinn af krafti og hélt boltanum mun betur á upphafsmínútum leiksins en í síðustu leikjum. „Það þurfti ekkert að berja neina trú í okkur, þeir leyfðu okkur að spila út frá Hannesi og þá kom þetta af sjálfu sér. Eftir að við skorum förum við strax að reyna að verja forskotið og eftir á var það kannski lélegt að reyna ekki að ná öðru marki.“ Ragnar hrósaði einnig áhorfendunum í dag en íslensku leikmennirnir sungu með áhorfendum sigurlög eftir leikinn. „Þetta var einfaldlega geðbilun. Það var frábært að sjá hversu margir mættu í dag og allir í bláu og tilbúnir til að syngja. Ég held að fólk viti núna hvað það þýðir að hafa svona stuðning á vellinum og það var ótrúlega gaman að geta deilt þessu með þeim undir lokin.“ Ragnar viðurkenndi að það væri draumur að rætast með því að mæta Englandi í 16-liða úrslitunum. „Mig hefur alltaf dreymt um að spila á móti Englandi eða í ensku deildinni og loksins fæ ég tækifæri til að sýna mig gegn þeim. Við getum notið þessa leiks því öll pressan verður á þeim. Í dag hugsuðum við svolítið út í þetta stig sem við þurftum en við förum inn í þetta með nýtt hugarfar.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Sjá meira
„Ég veit ekki alveg hvernig mér líður núna en þegar Arnór skoraði sigurmarkið þá trylltist maður hreint út sagt,“ sagði Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins, aðspurður út í tilfinningarnar eftir 2-1 sigur Íslands á Austurríki í lokaleik F-riðilsins í kvöld en Ragnar var ekkert að skafa af því hvort sigurinn hefði verið verðskuldaður. „Maður hugsaði að þetta væri nú ekki fallegur sigur en skítt með það. Við erum komnir áfram og maður tapaði sér af gleði,“ sagði Ragnar sem stóð vakt sína í vörninni í dag með prýði líkt og í fyrstu tveimur leikjum mótsins. Íslenska liðið byrjaði leikinn af krafti og hélt boltanum mun betur á upphafsmínútum leiksins en í síðustu leikjum. „Það þurfti ekkert að berja neina trú í okkur, þeir leyfðu okkur að spila út frá Hannesi og þá kom þetta af sjálfu sér. Eftir að við skorum förum við strax að reyna að verja forskotið og eftir á var það kannski lélegt að reyna ekki að ná öðru marki.“ Ragnar hrósaði einnig áhorfendunum í dag en íslensku leikmennirnir sungu með áhorfendum sigurlög eftir leikinn. „Þetta var einfaldlega geðbilun. Það var frábært að sjá hversu margir mættu í dag og allir í bláu og tilbúnir til að syngja. Ég held að fólk viti núna hvað það þýðir að hafa svona stuðning á vellinum og það var ótrúlega gaman að geta deilt þessu með þeim undir lokin.“ Ragnar viðurkenndi að það væri draumur að rætast með því að mæta Englandi í 16-liða úrslitunum. „Mig hefur alltaf dreymt um að spila á móti Englandi eða í ensku deildinni og loksins fæ ég tækifæri til að sýna mig gegn þeim. Við getum notið þessa leiks því öll pressan verður á þeim. Í dag hugsuðum við svolítið út í þetta stig sem við þurftum en við förum inn í þetta með nýtt hugarfar.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Sjá meira
Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45