Heimir: Menn voru bara að missa sig Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2016 12:45 Heimir Hallgrímsson stýrir æfingu í góða veðrinu í Annecy í dag. vísir/vilhelm „Auðvitað eru allir þreyttir og það er smá spennufall í hópnum en það er ekki annað hægt en að líða mjög vel núna,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, við Vísi eftir æfingu strákanna okkar í Annecy í dag. Ísland komst í 16 liða úrslit á EM 2016 í gærkvöldi þegar liðið lagði Austurríki, 2-1, með sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar í uppbótartíma. Ísland mætir næst Englandi á mánudagskvöldið í Nice. Við vorum að ná markmiðunum okkar. Fyrsta markmið var að komast upp úr riðlinum og við náðum því og erum enn þá taplausir í þessu móti. Það er bara létt yfir öllum. Auðvitað eru margir mjög þreyttir en andleg líðan er mjög góð,“ sagði Heimir. Um leið og Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið flautaði dómarinn leikinn af. Strákarnir og þjálfararnir fóru þá til þeirra 10.000 Íslendinga sem voru á leiknum og fögnuðu með þeim. Heimir átti erfitt með að lýsa því sem þarna fór fram í orðum. „Það yrði bara kjánalegt að lýsa einhverjum tilfinningum en menn voru bara að missa sig. Ekkert endilega bara vegna þess að við unnum leikinn eða komumst áfram heldur bara hvernig þetta var. Þetta var svo mikill rússíbani því það lá á okkur,“ sagði Heimir. Íslenska liðið bakkaði mjög aftarlega í seinni hálfleiknum þegar það var að verja forskotið og svo stöðuna 1-1. Varnarleikurinn var góður sem fyrr en þetta var aðeins of mikið að mati þjálfarans. „Við vorum komnir aðeins of aftarlega og fengum bardagann inn í teiginn okkar sem við viljum helst ekki. Það sem vantaði í gær var að við settum meiri pressu á manninn með boltann,“ sagði Heimir við Vísi. „Svo fór maður bara að horfa yfir liðið og sá að það var til of mikils ætlast að menn væru í sprettum fram og til baka. Það var steikjandi hiti og menn voru orðnir vatnslitlir og súrir. Kannski var það best í stöðunni að loka svæðunum og það er betra að gera það aftar á vellinum,“ sagði Heimir Hallgrímsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04 Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Wayne Rooney hitaði upp fyrir EM 2004 með því að skora tvö mörk á móti Íslandi. 23. júní 2016 11:30 Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45 Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20 Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56 Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira
„Auðvitað eru allir þreyttir og það er smá spennufall í hópnum en það er ekki annað hægt en að líða mjög vel núna,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, við Vísi eftir æfingu strákanna okkar í Annecy í dag. Ísland komst í 16 liða úrslit á EM 2016 í gærkvöldi þegar liðið lagði Austurríki, 2-1, með sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar í uppbótartíma. Ísland mætir næst Englandi á mánudagskvöldið í Nice. Við vorum að ná markmiðunum okkar. Fyrsta markmið var að komast upp úr riðlinum og við náðum því og erum enn þá taplausir í þessu móti. Það er bara létt yfir öllum. Auðvitað eru margir mjög þreyttir en andleg líðan er mjög góð,“ sagði Heimir. Um leið og Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið flautaði dómarinn leikinn af. Strákarnir og þjálfararnir fóru þá til þeirra 10.000 Íslendinga sem voru á leiknum og fögnuðu með þeim. Heimir átti erfitt með að lýsa því sem þarna fór fram í orðum. „Það yrði bara kjánalegt að lýsa einhverjum tilfinningum en menn voru bara að missa sig. Ekkert endilega bara vegna þess að við unnum leikinn eða komumst áfram heldur bara hvernig þetta var. Þetta var svo mikill rússíbani því það lá á okkur,“ sagði Heimir. Íslenska liðið bakkaði mjög aftarlega í seinni hálfleiknum þegar það var að verja forskotið og svo stöðuna 1-1. Varnarleikurinn var góður sem fyrr en þetta var aðeins of mikið að mati þjálfarans. „Við vorum komnir aðeins of aftarlega og fengum bardagann inn í teiginn okkar sem við viljum helst ekki. Það sem vantaði í gær var að við settum meiri pressu á manninn með boltann,“ sagði Heimir við Vísi. „Svo fór maður bara að horfa yfir liðið og sá að það var til of mikils ætlast að menn væru í sprettum fram og til baka. Það var steikjandi hiti og menn voru orðnir vatnslitlir og súrir. Kannski var það best í stöðunni að loka svæðunum og það er betra að gera það aftar á vellinum,“ sagði Heimir Hallgrímsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04 Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Wayne Rooney hitaði upp fyrir EM 2004 með því að skora tvö mörk á móti Íslandi. 23. júní 2016 11:30 Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45 Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20 Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56 Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira
Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04
Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Wayne Rooney hitaði upp fyrir EM 2004 með því að skora tvö mörk á móti Íslandi. 23. júní 2016 11:30
Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45
Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20
Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56
Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22