KSÍ ætlar sér að bjóða Tólfunni á Englandsleikinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2016 07:00 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að innhólfið hennar hafi fyllst af fyrirspurnum í gær þar sem óskað var eftir því að sambandið kæmi til móts við Tólfuna, stuðningssveit íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og biði því út. Tíðindi bárust í gær að forsprakkar sveitarinnar væru farnir heim frá Frakklandi af því að vasarnir væru orðnir tómir. „Já, við höfum heyrt af þessu og fengið nokkur tölvuskeyti um málið. Það hefur verið skorað á KSÍ að gera eitthvað í málnu og hjálpa einhverjum hluta Tólfunnar að koma út aftur,“ segir Klara. „Við erum að skoða hvort við getum stutt við það á einhvern hátt. Helst vildum við hafa alla aðdáendur og stuðningsmenn áfram því stuðningurinn sem hefur verið úr stúkunni hefur verið algjörlega ómetanlegur.“ Það eru þó takmörk fyrir því hvað KSÍ getur gert.Vilja stuðbolta til Nice „Við getum ekki flutt tíu þúsund manns hingað, þótt við séum að fá ágætlega út úr þessari keppni,“ sagði Klara en fram hefur komið að KSÍ hefur fengið tæplega 500 milljónir króna frá UEFA vegna árangurs Íslands á EM. Hluti fer í kostnað og stór hluti í bónusgreiðslur til leikmanna en annað fé, minnihlutinn, fer í knattspyrnuhreyfinguna. „En við erum að skoða hvort við getum boðið, í samvinnu við Tólfuna, einhverjum stuðboltum þaðan til Nice og hvort það sé framkvæmanlegt. Það er ekki víst núna. Ætlum að skoða hvort við getum gert eitthvað í því.“Tíu trommara hámark Nú sitja vafalítið margir Tólfumenn við lestur og vona að miðarnir verði þeirra. En hve mörgum getur KSÍ boðið út? „Það eru flöskuhálsar í þessu sem eru hreinlega miðamál. Það eru flugsæti og annað slíkt sem þarf að leysa. Það eru aldrei nema tíu trommarar eða eitthvað slíkt. Ég vona að engin byrji að pakka strax. En það væri gaman að fá einhverja sem geta leitt fjöldastöng í stúkunni.“ Klara segir að íslenskum stuðningsmönnum hafi verið hrósað út um allt Frakkland og sérstaklega nefnt hve hegðun þeirra sé góð. Þá nefndi hún hegðun Austurríkismanna sem ætti að hrósa sem tóku tapinu gegn Íslandi afar vel þótt landslið þeirra væri fallið úr keppni. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland á eina bestu frumraun í sögu EM Strákarnir okkar töpuðu ekki leik í riðlakeppninni og mæta Englandi á mánudaginn. 23. júní 2016 11:09 Bjargvætturinn úr Eyjum mætti til Annecy svo strákarnir okkar gætu kosið sér forseta "Þetta eru fyrirmyndarpiltar í alla staði og þetta fór mjög vel fram eftir kúnstnarinnar reglum,“ segir Martin Eyjólfsson. 23. júní 2016 23:17 Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að innhólfið hennar hafi fyllst af fyrirspurnum í gær þar sem óskað var eftir því að sambandið kæmi til móts við Tólfuna, stuðningssveit íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og biði því út. Tíðindi bárust í gær að forsprakkar sveitarinnar væru farnir heim frá Frakklandi af því að vasarnir væru orðnir tómir. „Já, við höfum heyrt af þessu og fengið nokkur tölvuskeyti um málið. Það hefur verið skorað á KSÍ að gera eitthvað í málnu og hjálpa einhverjum hluta Tólfunnar að koma út aftur,“ segir Klara. „Við erum að skoða hvort við getum stutt við það á einhvern hátt. Helst vildum við hafa alla aðdáendur og stuðningsmenn áfram því stuðningurinn sem hefur verið úr stúkunni hefur verið algjörlega ómetanlegur.“ Það eru þó takmörk fyrir því hvað KSÍ getur gert.Vilja stuðbolta til Nice „Við getum ekki flutt tíu þúsund manns hingað, þótt við séum að fá ágætlega út úr þessari keppni,“ sagði Klara en fram hefur komið að KSÍ hefur fengið tæplega 500 milljónir króna frá UEFA vegna árangurs Íslands á EM. Hluti fer í kostnað og stór hluti í bónusgreiðslur til leikmanna en annað fé, minnihlutinn, fer í knattspyrnuhreyfinguna. „En við erum að skoða hvort við getum boðið, í samvinnu við Tólfuna, einhverjum stuðboltum þaðan til Nice og hvort það sé framkvæmanlegt. Það er ekki víst núna. Ætlum að skoða hvort við getum gert eitthvað í því.“Tíu trommara hámark Nú sitja vafalítið margir Tólfumenn við lestur og vona að miðarnir verði þeirra. En hve mörgum getur KSÍ boðið út? „Það eru flöskuhálsar í þessu sem eru hreinlega miðamál. Það eru flugsæti og annað slíkt sem þarf að leysa. Það eru aldrei nema tíu trommarar eða eitthvað slíkt. Ég vona að engin byrji að pakka strax. En það væri gaman að fá einhverja sem geta leitt fjöldastöng í stúkunni.“ Klara segir að íslenskum stuðningsmönnum hafi verið hrósað út um allt Frakkland og sérstaklega nefnt hve hegðun þeirra sé góð. Þá nefndi hún hegðun Austurríkismanna sem ætti að hrósa sem tóku tapinu gegn Íslandi afar vel þótt landslið þeirra væri fallið úr keppni.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland á eina bestu frumraun í sögu EM Strákarnir okkar töpuðu ekki leik í riðlakeppninni og mæta Englandi á mánudaginn. 23. júní 2016 11:09 Bjargvætturinn úr Eyjum mætti til Annecy svo strákarnir okkar gætu kosið sér forseta "Þetta eru fyrirmyndarpiltar í alla staði og þetta fór mjög vel fram eftir kúnstnarinnar reglum,“ segir Martin Eyjólfsson. 23. júní 2016 23:17 Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira
Ísland á eina bestu frumraun í sögu EM Strákarnir okkar töpuðu ekki leik í riðlakeppninni og mæta Englandi á mánudaginn. 23. júní 2016 11:09
Bjargvætturinn úr Eyjum mætti til Annecy svo strákarnir okkar gætu kosið sér forseta "Þetta eru fyrirmyndarpiltar í alla staði og þetta fór mjög vel fram eftir kúnstnarinnar reglum,“ segir Martin Eyjólfsson. 23. júní 2016 23:17
Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55