KSÍ ætlar sér að bjóða Tólfunni á Englandsleikinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2016 07:00 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að innhólfið hennar hafi fyllst af fyrirspurnum í gær þar sem óskað var eftir því að sambandið kæmi til móts við Tólfuna, stuðningssveit íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og biði því út. Tíðindi bárust í gær að forsprakkar sveitarinnar væru farnir heim frá Frakklandi af því að vasarnir væru orðnir tómir. „Já, við höfum heyrt af þessu og fengið nokkur tölvuskeyti um málið. Það hefur verið skorað á KSÍ að gera eitthvað í málnu og hjálpa einhverjum hluta Tólfunnar að koma út aftur,“ segir Klara. „Við erum að skoða hvort við getum stutt við það á einhvern hátt. Helst vildum við hafa alla aðdáendur og stuðningsmenn áfram því stuðningurinn sem hefur verið úr stúkunni hefur verið algjörlega ómetanlegur.“ Það eru þó takmörk fyrir því hvað KSÍ getur gert.Vilja stuðbolta til Nice „Við getum ekki flutt tíu þúsund manns hingað, þótt við séum að fá ágætlega út úr þessari keppni,“ sagði Klara en fram hefur komið að KSÍ hefur fengið tæplega 500 milljónir króna frá UEFA vegna árangurs Íslands á EM. Hluti fer í kostnað og stór hluti í bónusgreiðslur til leikmanna en annað fé, minnihlutinn, fer í knattspyrnuhreyfinguna. „En við erum að skoða hvort við getum boðið, í samvinnu við Tólfuna, einhverjum stuðboltum þaðan til Nice og hvort það sé framkvæmanlegt. Það er ekki víst núna. Ætlum að skoða hvort við getum gert eitthvað í því.“Tíu trommara hámark Nú sitja vafalítið margir Tólfumenn við lestur og vona að miðarnir verði þeirra. En hve mörgum getur KSÍ boðið út? „Það eru flöskuhálsar í þessu sem eru hreinlega miðamál. Það eru flugsæti og annað slíkt sem þarf að leysa. Það eru aldrei nema tíu trommarar eða eitthvað slíkt. Ég vona að engin byrji að pakka strax. En það væri gaman að fá einhverja sem geta leitt fjöldastöng í stúkunni.“ Klara segir að íslenskum stuðningsmönnum hafi verið hrósað út um allt Frakkland og sérstaklega nefnt hve hegðun þeirra sé góð. Þá nefndi hún hegðun Austurríkismanna sem ætti að hrósa sem tóku tapinu gegn Íslandi afar vel þótt landslið þeirra væri fallið úr keppni. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland á eina bestu frumraun í sögu EM Strákarnir okkar töpuðu ekki leik í riðlakeppninni og mæta Englandi á mánudaginn. 23. júní 2016 11:09 Bjargvætturinn úr Eyjum mætti til Annecy svo strákarnir okkar gætu kosið sér forseta "Þetta eru fyrirmyndarpiltar í alla staði og þetta fór mjög vel fram eftir kúnstnarinnar reglum,“ segir Martin Eyjólfsson. 23. júní 2016 23:17 Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sjá meira
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að innhólfið hennar hafi fyllst af fyrirspurnum í gær þar sem óskað var eftir því að sambandið kæmi til móts við Tólfuna, stuðningssveit íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og biði því út. Tíðindi bárust í gær að forsprakkar sveitarinnar væru farnir heim frá Frakklandi af því að vasarnir væru orðnir tómir. „Já, við höfum heyrt af þessu og fengið nokkur tölvuskeyti um málið. Það hefur verið skorað á KSÍ að gera eitthvað í málnu og hjálpa einhverjum hluta Tólfunnar að koma út aftur,“ segir Klara. „Við erum að skoða hvort við getum stutt við það á einhvern hátt. Helst vildum við hafa alla aðdáendur og stuðningsmenn áfram því stuðningurinn sem hefur verið úr stúkunni hefur verið algjörlega ómetanlegur.“ Það eru þó takmörk fyrir því hvað KSÍ getur gert.Vilja stuðbolta til Nice „Við getum ekki flutt tíu þúsund manns hingað, þótt við séum að fá ágætlega út úr þessari keppni,“ sagði Klara en fram hefur komið að KSÍ hefur fengið tæplega 500 milljónir króna frá UEFA vegna árangurs Íslands á EM. Hluti fer í kostnað og stór hluti í bónusgreiðslur til leikmanna en annað fé, minnihlutinn, fer í knattspyrnuhreyfinguna. „En við erum að skoða hvort við getum boðið, í samvinnu við Tólfuna, einhverjum stuðboltum þaðan til Nice og hvort það sé framkvæmanlegt. Það er ekki víst núna. Ætlum að skoða hvort við getum gert eitthvað í því.“Tíu trommara hámark Nú sitja vafalítið margir Tólfumenn við lestur og vona að miðarnir verði þeirra. En hve mörgum getur KSÍ boðið út? „Það eru flöskuhálsar í þessu sem eru hreinlega miðamál. Það eru flugsæti og annað slíkt sem þarf að leysa. Það eru aldrei nema tíu trommarar eða eitthvað slíkt. Ég vona að engin byrji að pakka strax. En það væri gaman að fá einhverja sem geta leitt fjöldastöng í stúkunni.“ Klara segir að íslenskum stuðningsmönnum hafi verið hrósað út um allt Frakkland og sérstaklega nefnt hve hegðun þeirra sé góð. Þá nefndi hún hegðun Austurríkismanna sem ætti að hrósa sem tóku tapinu gegn Íslandi afar vel þótt landslið þeirra væri fallið úr keppni.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland á eina bestu frumraun í sögu EM Strákarnir okkar töpuðu ekki leik í riðlakeppninni og mæta Englandi á mánudaginn. 23. júní 2016 11:09 Bjargvætturinn úr Eyjum mætti til Annecy svo strákarnir okkar gætu kosið sér forseta "Þetta eru fyrirmyndarpiltar í alla staði og þetta fór mjög vel fram eftir kúnstnarinnar reglum,“ segir Martin Eyjólfsson. 23. júní 2016 23:17 Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sjá meira
Ísland á eina bestu frumraun í sögu EM Strákarnir okkar töpuðu ekki leik í riðlakeppninni og mæta Englandi á mánudaginn. 23. júní 2016 11:09
Bjargvætturinn úr Eyjum mætti til Annecy svo strákarnir okkar gætu kosið sér forseta "Þetta eru fyrirmyndarpiltar í alla staði og þetta fór mjög vel fram eftir kúnstnarinnar reglum,“ segir Martin Eyjólfsson. 23. júní 2016 23:17
Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55