David Cameron segir af sér Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 24. júní 2016 07:30 David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. vísir/afp David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsingu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. Cameron barðist fyrir áframhaldandi veru Breta í ESB og í ljósi niðurstöðunnar segist hann vera þeirrar skoðunar að annar forsætisráðherra þurfi að vera í brúnni þegar rætt verður við sambandið um næstu skref. Talið er líklegt að Boris Johnson, sem fór fyrir íhaldsmönnunum sem vildu fara úr ESB, taki við keflinu en það á þó eftir að koma í ljós. „Breska þjóðin hefur tekið ákvörðun um að fara í aðra átt. Í ljósi þess held ég að þjóðin þurfi ferska forystu til þess að taka hana í áttina sem hún vill fara,“ sagði Cameron. Hann muni gera allt í hans valdi til þess að koma á jafnvægi á næstu vikum og mánuðum, en að ekki sé rétt að hann sjálfur sitji við stjórnvölinn. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun. En ég trúi því að það sé þjóðinni fyrir bestu að koma á stöðugleika og að ný forysta taki við í kjölfarið. Það er engin þörf á nákvæmri tímasetningu í dag en ég tel að nýr forsætisráðherra ætti að taka við á flokksþingi Íhaldsflokksins í október,“ sagði Cameron og bætti við að hann hefði greint Elísabetu Englandsdrottningu frá ákvörðun sinni í morgun. Þá sagði Cameron breskan efnahag standa traustum fótum. „Ég vil fullvissa markaði um að breskur efnahagur er sterkur og ég vil einnig fullvissa Breta sem búa í aðildarríkjum Evrópusambandsins og evrópska ríkisborgara sem búsettir eru hér að það verða engar skyndilegar breytingar á aðstæðum ykkar,“ sagði Cameron. Nú þurfi að taka næstu skref sem séu að undirbúa viðræður við Evrópusambandið. „Stjórnvöld í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi þurfa að taka þátt til að ganga úr skugga um að hagsmuna allra hluta Bretlands verði gætt. En þetta krefst umfram allt sterkrar forystu.“ Cameron sagðist jafnframt virða ákvörðun bresku þjóðarinnar og hvatti aðra til að gera slíkt hið sama. Brexit Tengdar fréttir Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Hagfræðingur segir áhættuna af Brexit ekki hafa verið nægilega vel útskýrða Fréttamaður Stöðvar 2 er staddur í Bretlandi og ræddi við kjósendur sem margir hverjir kvíða niðurstöðunni í Brexit-atkvæðagreiðslunni. 23. júní 2016 20:59 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsingu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. Cameron barðist fyrir áframhaldandi veru Breta í ESB og í ljósi niðurstöðunnar segist hann vera þeirrar skoðunar að annar forsætisráðherra þurfi að vera í brúnni þegar rætt verður við sambandið um næstu skref. Talið er líklegt að Boris Johnson, sem fór fyrir íhaldsmönnunum sem vildu fara úr ESB, taki við keflinu en það á þó eftir að koma í ljós. „Breska þjóðin hefur tekið ákvörðun um að fara í aðra átt. Í ljósi þess held ég að þjóðin þurfi ferska forystu til þess að taka hana í áttina sem hún vill fara,“ sagði Cameron. Hann muni gera allt í hans valdi til þess að koma á jafnvægi á næstu vikum og mánuðum, en að ekki sé rétt að hann sjálfur sitji við stjórnvölinn. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun. En ég trúi því að það sé þjóðinni fyrir bestu að koma á stöðugleika og að ný forysta taki við í kjölfarið. Það er engin þörf á nákvæmri tímasetningu í dag en ég tel að nýr forsætisráðherra ætti að taka við á flokksþingi Íhaldsflokksins í október,“ sagði Cameron og bætti við að hann hefði greint Elísabetu Englandsdrottningu frá ákvörðun sinni í morgun. Þá sagði Cameron breskan efnahag standa traustum fótum. „Ég vil fullvissa markaði um að breskur efnahagur er sterkur og ég vil einnig fullvissa Breta sem búa í aðildarríkjum Evrópusambandsins og evrópska ríkisborgara sem búsettir eru hér að það verða engar skyndilegar breytingar á aðstæðum ykkar,“ sagði Cameron. Nú þurfi að taka næstu skref sem séu að undirbúa viðræður við Evrópusambandið. „Stjórnvöld í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi þurfa að taka þátt til að ganga úr skugga um að hagsmuna allra hluta Bretlands verði gætt. En þetta krefst umfram allt sterkrar forystu.“ Cameron sagðist jafnframt virða ákvörðun bresku þjóðarinnar og hvatti aðra til að gera slíkt hið sama.
Brexit Tengdar fréttir Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Hagfræðingur segir áhættuna af Brexit ekki hafa verið nægilega vel útskýrða Fréttamaður Stöðvar 2 er staddur í Bretlandi og ræddi við kjósendur sem margir hverjir kvíða niðurstöðunni í Brexit-atkvæðagreiðslunni. 23. júní 2016 20:59 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15
Hagfræðingur segir áhættuna af Brexit ekki hafa verið nægilega vel útskýrða Fréttamaður Stöðvar 2 er staddur í Bretlandi og ræddi við kjósendur sem margir hverjir kvíða niðurstöðunni í Brexit-atkvæðagreiðslunni. 23. júní 2016 20:59