Útganga Breta áfall fyrir heimsbyggðina að mati formanns Viðreisnar Bjarki Ármannsson skrifar 24. júní 2016 13:09 Viðreisn hefur lagt mikla áherslu á að aðildarviðræður Íslands við sambandið verði kláraðar en Benedikt segist ekki eiga von á því að málflutningur stuðningsmanna Evrópusambandsaðildar breytist mjög við útgöngu Breta. Vísir/Stefán „Maður getur ekki kvartað undan svona árangri,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Flokkurinn var stofnaður fyrir akkúrat mánuði í dag en mælist í nýrri könnun Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands með 9,7 prósenta fylgi, örlítið meira en Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin. „Ég hugsa að það sé fyrst og fremst vegna þess að mönnum finnst við hafa stefnu sem gengur upp,“ segir Benedikt, aðspurður hverju hann þakkar gott gengi Viðreisnar. „Þetta er þessi almenna frjálslyndisstefna. Menn eigi að stjórna sér sem mest sjálfir, en þó þannig að við erum ekki að skilja fólk eftir.“ Benedikt hefur í dag, líkt og margir aðrir, fylgst náið með nýjustu tíðindum frá Bretlandi, þar sem naumur meirihluti samþykkti í gær að yfirgefa Evrópusambandið. Viðreisn hefur lagt mikla áherslu á að aðildarviðræður Íslands við sambandið verði kláraðar en Benedikt segist ekki eiga von á því að málflutningur stuðningsmanna Evrópusambandsaðildar breytist mjög við útgöngu Breta.Sjá einnig: Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? „Auðvitað verða allir að fylgjast með því hvað gerist, hvaða áhrif þetta hefur á þróunina,“ segir hann. „En við sáum hvað gerðist þegar menn héldu að Bretarnir yrðu inni, þá ruku allir markaðir upp og pundið styrktist og menn höfðu mikla trú á Bretlandi. Þegar þeir fara út, gerist akkúrat öfugt. Það segir að minnsta kosti efnahagslega að menn telja að það sé betra að vera í þessu sambandi en utan þess. Þó auðvitað sé það meira en efnahagsbandalag.“ Benedikt segir útgöngu Breta áfall fyrir heimsbyggðina og mikla óvissu ríkja í stjórnmálum heimsins í kjölfarið. Hann segir ólíka nálgun Breta og Íslendinga varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild athyglisverða. „Cameron lofaði því að svona kosningar yrðu haldnar. Honum hugnaðist kannski ekki endilega að það gæti farið á verri veg, en hann stóð við það. Á Íslandi lofa menn kosningum og standa ekki við það. Viðbrögð Cameron við niðurstöðunni eru kannski líka umhugsunarefni, hann stendur og fellur með þessari atkvæðagreiðslu þó hann hafi ekki lagt sjálfan sig að veði fyrirfram. Þetta eru óvenjuleg viðbrögð, að minnsta kosti miðað við Ísland.“ Brexit Tengdar fréttir Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33 Lilja Dögg: Bretar að yfirgefa Evrópusambandið en alls ekki að yfirgefa Evrópu Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að efnahagsleg tenging Breta við Evrópu og Ísland verði ekki frábrugðin því sem hún er í dag. 24. júní 2016 11:20 Viðreisn orðin stærri en Samfylking Sjálfstæðisflokkurinn dalar en Píratar eru enn stærstir. 24. júní 2016 09:49 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
„Maður getur ekki kvartað undan svona árangri,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Flokkurinn var stofnaður fyrir akkúrat mánuði í dag en mælist í nýrri könnun Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands með 9,7 prósenta fylgi, örlítið meira en Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin. „Ég hugsa að það sé fyrst og fremst vegna þess að mönnum finnst við hafa stefnu sem gengur upp,“ segir Benedikt, aðspurður hverju hann þakkar gott gengi Viðreisnar. „Þetta er þessi almenna frjálslyndisstefna. Menn eigi að stjórna sér sem mest sjálfir, en þó þannig að við erum ekki að skilja fólk eftir.“ Benedikt hefur í dag, líkt og margir aðrir, fylgst náið með nýjustu tíðindum frá Bretlandi, þar sem naumur meirihluti samþykkti í gær að yfirgefa Evrópusambandið. Viðreisn hefur lagt mikla áherslu á að aðildarviðræður Íslands við sambandið verði kláraðar en Benedikt segist ekki eiga von á því að málflutningur stuðningsmanna Evrópusambandsaðildar breytist mjög við útgöngu Breta.Sjá einnig: Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? „Auðvitað verða allir að fylgjast með því hvað gerist, hvaða áhrif þetta hefur á þróunina,“ segir hann. „En við sáum hvað gerðist þegar menn héldu að Bretarnir yrðu inni, þá ruku allir markaðir upp og pundið styrktist og menn höfðu mikla trú á Bretlandi. Þegar þeir fara út, gerist akkúrat öfugt. Það segir að minnsta kosti efnahagslega að menn telja að það sé betra að vera í þessu sambandi en utan þess. Þó auðvitað sé það meira en efnahagsbandalag.“ Benedikt segir útgöngu Breta áfall fyrir heimsbyggðina og mikla óvissu ríkja í stjórnmálum heimsins í kjölfarið. Hann segir ólíka nálgun Breta og Íslendinga varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild athyglisverða. „Cameron lofaði því að svona kosningar yrðu haldnar. Honum hugnaðist kannski ekki endilega að það gæti farið á verri veg, en hann stóð við það. Á Íslandi lofa menn kosningum og standa ekki við það. Viðbrögð Cameron við niðurstöðunni eru kannski líka umhugsunarefni, hann stendur og fellur með þessari atkvæðagreiðslu þó hann hafi ekki lagt sjálfan sig að veði fyrirfram. Þetta eru óvenjuleg viðbrögð, að minnsta kosti miðað við Ísland.“
Brexit Tengdar fréttir Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33 Lilja Dögg: Bretar að yfirgefa Evrópusambandið en alls ekki að yfirgefa Evrópu Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að efnahagsleg tenging Breta við Evrópu og Ísland verði ekki frábrugðin því sem hún er í dag. 24. júní 2016 11:20 Viðreisn orðin stærri en Samfylking Sjálfstæðisflokkurinn dalar en Píratar eru enn stærstir. 24. júní 2016 09:49 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33
Lilja Dögg: Bretar að yfirgefa Evrópusambandið en alls ekki að yfirgefa Evrópu Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að efnahagsleg tenging Breta við Evrópu og Ísland verði ekki frábrugðin því sem hún er í dag. 24. júní 2016 11:20
Viðreisn orðin stærri en Samfylking Sjálfstæðisflokkurinn dalar en Píratar eru enn stærstir. 24. júní 2016 09:49