Útganga Breta áfall fyrir heimsbyggðina að mati formanns Viðreisnar Bjarki Ármannsson skrifar 24. júní 2016 13:09 Viðreisn hefur lagt mikla áherslu á að aðildarviðræður Íslands við sambandið verði kláraðar en Benedikt segist ekki eiga von á því að málflutningur stuðningsmanna Evrópusambandsaðildar breytist mjög við útgöngu Breta. Vísir/Stefán „Maður getur ekki kvartað undan svona árangri,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Flokkurinn var stofnaður fyrir akkúrat mánuði í dag en mælist í nýrri könnun Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands með 9,7 prósenta fylgi, örlítið meira en Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin. „Ég hugsa að það sé fyrst og fremst vegna þess að mönnum finnst við hafa stefnu sem gengur upp,“ segir Benedikt, aðspurður hverju hann þakkar gott gengi Viðreisnar. „Þetta er þessi almenna frjálslyndisstefna. Menn eigi að stjórna sér sem mest sjálfir, en þó þannig að við erum ekki að skilja fólk eftir.“ Benedikt hefur í dag, líkt og margir aðrir, fylgst náið með nýjustu tíðindum frá Bretlandi, þar sem naumur meirihluti samþykkti í gær að yfirgefa Evrópusambandið. Viðreisn hefur lagt mikla áherslu á að aðildarviðræður Íslands við sambandið verði kláraðar en Benedikt segist ekki eiga von á því að málflutningur stuðningsmanna Evrópusambandsaðildar breytist mjög við útgöngu Breta.Sjá einnig: Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? „Auðvitað verða allir að fylgjast með því hvað gerist, hvaða áhrif þetta hefur á þróunina,“ segir hann. „En við sáum hvað gerðist þegar menn héldu að Bretarnir yrðu inni, þá ruku allir markaðir upp og pundið styrktist og menn höfðu mikla trú á Bretlandi. Þegar þeir fara út, gerist akkúrat öfugt. Það segir að minnsta kosti efnahagslega að menn telja að það sé betra að vera í þessu sambandi en utan þess. Þó auðvitað sé það meira en efnahagsbandalag.“ Benedikt segir útgöngu Breta áfall fyrir heimsbyggðina og mikla óvissu ríkja í stjórnmálum heimsins í kjölfarið. Hann segir ólíka nálgun Breta og Íslendinga varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild athyglisverða. „Cameron lofaði því að svona kosningar yrðu haldnar. Honum hugnaðist kannski ekki endilega að það gæti farið á verri veg, en hann stóð við það. Á Íslandi lofa menn kosningum og standa ekki við það. Viðbrögð Cameron við niðurstöðunni eru kannski líka umhugsunarefni, hann stendur og fellur með þessari atkvæðagreiðslu þó hann hafi ekki lagt sjálfan sig að veði fyrirfram. Þetta eru óvenjuleg viðbrögð, að minnsta kosti miðað við Ísland.“ Brexit Tengdar fréttir Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33 Lilja Dögg: Bretar að yfirgefa Evrópusambandið en alls ekki að yfirgefa Evrópu Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að efnahagsleg tenging Breta við Evrópu og Ísland verði ekki frábrugðin því sem hún er í dag. 24. júní 2016 11:20 Viðreisn orðin stærri en Samfylking Sjálfstæðisflokkurinn dalar en Píratar eru enn stærstir. 24. júní 2016 09:49 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
„Maður getur ekki kvartað undan svona árangri,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Flokkurinn var stofnaður fyrir akkúrat mánuði í dag en mælist í nýrri könnun Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands með 9,7 prósenta fylgi, örlítið meira en Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin. „Ég hugsa að það sé fyrst og fremst vegna þess að mönnum finnst við hafa stefnu sem gengur upp,“ segir Benedikt, aðspurður hverju hann þakkar gott gengi Viðreisnar. „Þetta er þessi almenna frjálslyndisstefna. Menn eigi að stjórna sér sem mest sjálfir, en þó þannig að við erum ekki að skilja fólk eftir.“ Benedikt hefur í dag, líkt og margir aðrir, fylgst náið með nýjustu tíðindum frá Bretlandi, þar sem naumur meirihluti samþykkti í gær að yfirgefa Evrópusambandið. Viðreisn hefur lagt mikla áherslu á að aðildarviðræður Íslands við sambandið verði kláraðar en Benedikt segist ekki eiga von á því að málflutningur stuðningsmanna Evrópusambandsaðildar breytist mjög við útgöngu Breta.Sjá einnig: Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? „Auðvitað verða allir að fylgjast með því hvað gerist, hvaða áhrif þetta hefur á þróunina,“ segir hann. „En við sáum hvað gerðist þegar menn héldu að Bretarnir yrðu inni, þá ruku allir markaðir upp og pundið styrktist og menn höfðu mikla trú á Bretlandi. Þegar þeir fara út, gerist akkúrat öfugt. Það segir að minnsta kosti efnahagslega að menn telja að það sé betra að vera í þessu sambandi en utan þess. Þó auðvitað sé það meira en efnahagsbandalag.“ Benedikt segir útgöngu Breta áfall fyrir heimsbyggðina og mikla óvissu ríkja í stjórnmálum heimsins í kjölfarið. Hann segir ólíka nálgun Breta og Íslendinga varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild athyglisverða. „Cameron lofaði því að svona kosningar yrðu haldnar. Honum hugnaðist kannski ekki endilega að það gæti farið á verri veg, en hann stóð við það. Á Íslandi lofa menn kosningum og standa ekki við það. Viðbrögð Cameron við niðurstöðunni eru kannski líka umhugsunarefni, hann stendur og fellur með þessari atkvæðagreiðslu þó hann hafi ekki lagt sjálfan sig að veði fyrirfram. Þetta eru óvenjuleg viðbrögð, að minnsta kosti miðað við Ísland.“
Brexit Tengdar fréttir Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33 Lilja Dögg: Bretar að yfirgefa Evrópusambandið en alls ekki að yfirgefa Evrópu Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að efnahagsleg tenging Breta við Evrópu og Ísland verði ekki frábrugðin því sem hún er í dag. 24. júní 2016 11:20 Viðreisn orðin stærri en Samfylking Sjálfstæðisflokkurinn dalar en Píratar eru enn stærstir. 24. júní 2016 09:49 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33
Lilja Dögg: Bretar að yfirgefa Evrópusambandið en alls ekki að yfirgefa Evrópu Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að efnahagsleg tenging Breta við Evrópu og Ísland verði ekki frábrugðin því sem hún er í dag. 24. júní 2016 11:20
Viðreisn orðin stærri en Samfylking Sjálfstæðisflokkurinn dalar en Píratar eru enn stærstir. 24. júní 2016 09:49