Griezmann skaut Frökkum áfram sem mæta annað hvort Íslandi eða Englandi | Sjáðu mörkin 26. júní 2016 14:45 Antoine Griezmann fagnar seinna marki sínu. Vísir/EPA Antoine Griezmann sá um að skjóta Frakklandi í átta liða úrslit EM, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Írlandi. Frakkar mæta annað hvort Íslandi eða Englandi í átta liða úrslitum keppninnar. Leikið var á Parc Olympique Lyonnais leikvanginum í Lyon og það voru ekki liðnar nema 59 sekúndur þegar Írar fengu víti. Paul Pogba féll þá Shane Long, en Robie Brady steig á punktinn og skoraði. Frakkarnir byrjuðu strax að þjarma að marki Íra, en tókst ekki að koma boltanum í netið í fyrri hálfleik og Írar leiddu því í hálfleik 1-0. Didier Deschamps tók N'Golo Kanté útaf í hálfleik og setti hinn sóknarþenkjandi Kingsley Coman inná. Frakkar ætluðu að blása til sóknar og það bar árangur. Á 57. mínútu jafnaði Antoine Griezmann með frábærum skalla eftir laglega fyrirgjöf Bacary Sagna, en þetta var annað mark Griezmann í keppninni. Griezmann var ekki hættur því fjórum mínútum síðar var hann aftur á ferðinni, en nú skoraði hann eftir undirbúning Arsenal-mannsins Oliver Giroud sem skallaði boltann fyrir fætur Griezmann. Ekki skánaði ástandið fyrir Írland þegar Shane Duffy fékk að líta beint rautt spjald á 66. mínútu þegar hann klippti niður títtnefndar Griezmann sem var að sleppa einn í gegn. Frakkar sigldu sigrinum svo í höfn án nokkura vandræða, en Írarnir ógnuðu lítið einum færri. Gestgjafarnir því komnir í átta liða úrslitin og mæta þar annað hvort okkur Íslendingum eða Englandi, en þau mætast á morgun.Hræðileg byrjun fyrir gestgjafana. Pogba fær á sig víti sem Brady skorar örugglega úr. 1-0 fyrir #IRL #EMÍsland https://t.co/yuzj5uEyGD— Síminn (@siminn) June 26, 2016 Griezmann jafnar og kemur svo Frökkum yfir: #FRA komið yfir! Griezmann með 2 mörk á örfáum mínútum! #EMÍsland https://t.co/7N0vGDQRma— Síminn (@siminn) June 26, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Antoine Griezmann sá um að skjóta Frakklandi í átta liða úrslit EM, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Írlandi. Frakkar mæta annað hvort Íslandi eða Englandi í átta liða úrslitum keppninnar. Leikið var á Parc Olympique Lyonnais leikvanginum í Lyon og það voru ekki liðnar nema 59 sekúndur þegar Írar fengu víti. Paul Pogba féll þá Shane Long, en Robie Brady steig á punktinn og skoraði. Frakkarnir byrjuðu strax að þjarma að marki Íra, en tókst ekki að koma boltanum í netið í fyrri hálfleik og Írar leiddu því í hálfleik 1-0. Didier Deschamps tók N'Golo Kanté útaf í hálfleik og setti hinn sóknarþenkjandi Kingsley Coman inná. Frakkar ætluðu að blása til sóknar og það bar árangur. Á 57. mínútu jafnaði Antoine Griezmann með frábærum skalla eftir laglega fyrirgjöf Bacary Sagna, en þetta var annað mark Griezmann í keppninni. Griezmann var ekki hættur því fjórum mínútum síðar var hann aftur á ferðinni, en nú skoraði hann eftir undirbúning Arsenal-mannsins Oliver Giroud sem skallaði boltann fyrir fætur Griezmann. Ekki skánaði ástandið fyrir Írland þegar Shane Duffy fékk að líta beint rautt spjald á 66. mínútu þegar hann klippti niður títtnefndar Griezmann sem var að sleppa einn í gegn. Frakkar sigldu sigrinum svo í höfn án nokkura vandræða, en Írarnir ógnuðu lítið einum færri. Gestgjafarnir því komnir í átta liða úrslitin og mæta þar annað hvort okkur Íslendingum eða Englandi, en þau mætast á morgun.Hræðileg byrjun fyrir gestgjafana. Pogba fær á sig víti sem Brady skorar örugglega úr. 1-0 fyrir #IRL #EMÍsland https://t.co/yuzj5uEyGD— Síminn (@siminn) June 26, 2016 Griezmann jafnar og kemur svo Frökkum yfir: #FRA komið yfir! Griezmann með 2 mörk á örfáum mínútum! #EMÍsland https://t.co/7N0vGDQRma— Síminn (@siminn) June 26, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira