Ætti að haldast þurr yfir leiknum á Arnarhóli í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júní 2016 10:20 Frá EM-torginu á Ingólfstorgi í liðinni viku en EM-torgið verður EM-hóllinn í dag þar sem leikur Íslands og Englands verður sýndur á risaskjá við Arnarhól. Vísir/EYþór „Þegar leikurinn byrjar verður þurrt og 10-12 stiga hiti með hægviðri en það gætu komið dropar í lok leiksins,“ segir Björn Sævar Einarsson vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands aðspurður hvernig veðrið verður á Arnarhóli meðan leikur Íslands og Englands fer fram í kvöld í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu karla. Komið verður risaskjá við hólinn í dag þar sem leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu. Þá er ekki spáð miklum vindi, rétt um þremur metrum á sekúndu eða svo. Veðrið ætti því ekki að stoppa neinn í því að horfa á leikinn á Arnarhóli í dag en um stærsta leik íslenska landsliðsins er að ræða. Það má því búast við mikilli stemningu en leikir Íslands á EM hafa hingað til verið sýndir á risaskjá á Ingólfstorgi. Mun fleirir komast hins vegar fyrir á Arnarhóli.Veðurspáin í dag og næstu daga er annars sem hér segir: Suðaustlæg eða breytileg átt, 3-10, skýjað að mestu og skúrir í flestum landshlutum. Úrkomuminna í nótt, en norðlæg og síðar breytileg átt 3-10 með rigningu í fyrramálið fyrir norðan. Hvassari norðanátt á Vestfjörðum og Snæfellsnesi. Allvíða skúrir sunnantil. Hægari A-læg átt annað kvöld og dálítil væta. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast NA-til í dag, en S-lands á morgun.Á miðvikudag: Austlæg átt, 3-10 og rigning SA-lands, en víða síðdegisskúrir annars staðar. Hiti 10 til 16 stig, hlýjast norðan- og vestanlands.Á fimmtudag: Norðaustlæg átt, 3-10. Skúrir, einkum síðdegis. Hiti 7 til 15 stig, svalast A-lands.Á föstudag: Norðan 5-13. Rigning norðaustan- og austanlands og hiti 5 til 10 gráður en annars bjartviðri og allt að 18 stiga hiti sunnanlands.Á laugardag: Norðan 5-10 og rigning með köflum norðantil en sums staðar skúrir sunnanlands. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast sunnanlands.Á sunnudag og mánudag: Hæg norðlæg átt, skýjað en úrkomulítið norðanlands en síðdegisskúrir sunnanlands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast sunnanlands. Veður Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
„Þegar leikurinn byrjar verður þurrt og 10-12 stiga hiti með hægviðri en það gætu komið dropar í lok leiksins,“ segir Björn Sævar Einarsson vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands aðspurður hvernig veðrið verður á Arnarhóli meðan leikur Íslands og Englands fer fram í kvöld í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu karla. Komið verður risaskjá við hólinn í dag þar sem leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu. Þá er ekki spáð miklum vindi, rétt um þremur metrum á sekúndu eða svo. Veðrið ætti því ekki að stoppa neinn í því að horfa á leikinn á Arnarhóli í dag en um stærsta leik íslenska landsliðsins er að ræða. Það má því búast við mikilli stemningu en leikir Íslands á EM hafa hingað til verið sýndir á risaskjá á Ingólfstorgi. Mun fleirir komast hins vegar fyrir á Arnarhóli.Veðurspáin í dag og næstu daga er annars sem hér segir: Suðaustlæg eða breytileg átt, 3-10, skýjað að mestu og skúrir í flestum landshlutum. Úrkomuminna í nótt, en norðlæg og síðar breytileg átt 3-10 með rigningu í fyrramálið fyrir norðan. Hvassari norðanátt á Vestfjörðum og Snæfellsnesi. Allvíða skúrir sunnantil. Hægari A-læg átt annað kvöld og dálítil væta. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast NA-til í dag, en S-lands á morgun.Á miðvikudag: Austlæg átt, 3-10 og rigning SA-lands, en víða síðdegisskúrir annars staðar. Hiti 10 til 16 stig, hlýjast norðan- og vestanlands.Á fimmtudag: Norðaustlæg átt, 3-10. Skúrir, einkum síðdegis. Hiti 7 til 15 stig, svalast A-lands.Á föstudag: Norðan 5-13. Rigning norðaustan- og austanlands og hiti 5 til 10 gráður en annars bjartviðri og allt að 18 stiga hiti sunnanlands.Á laugardag: Norðan 5-10 og rigning með köflum norðantil en sums staðar skúrir sunnanlands. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast sunnanlands.Á sunnudag og mánudag: Hæg norðlæg átt, skýjað en úrkomulítið norðanlands en síðdegisskúrir sunnanlands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast sunnanlands.
Veður Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira