Eggert: Við vinnum England í vító Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júní 2016 10:30 „Þetta er fullkominn dagur. Þetta er ævintýri og fyrir fótboltakall eins og mig sem hefur verið í fótboltanum allt mitt líf þá er þetta algjört ævintýri,“ sagði Eggert þegar Vísir hitti á hann við strandlengjuna við miðbæ Nice. Honum þykir vænt um það starf sem er unnið í KSÍ og segir að árangurinn nú sé afrakstur áratugavinnu. „Grasrótin hefur skilað sinni vinnu áratugum saman og klúbbarnir á Íslandi eru sífellt að skila af sér öflugum leikmönnum. Það er grunnurinn að því sem er að gerast í dag.“ Eggert var formaður KSÍ til margra ára og sat einnig í framkvæmdastjórn UEFA á sínum tíma. Hann þekkir því vel til í knattspyrnuhreyfingunni. „Ég hef verið kaffærður í skilaboðum, símtölum og SMS-um þar sem fólk segir „Bravó, Ísland!“. Þeir vilja að við höldum áfram og leggjum Englendinga að velli núna.“ Eggert var stjórnarformaður West Ham þegar félagið var í eigu Íslendinga og er því vel þekktur í Englandi frá þeim tíma. „Ég hef fengið mikið af símtölum frá enskum fréttamönnum og fór í viðtal í Sky þar sem ég sagði að Ísland væri búið að ná árangri sem væri betri en bjartsýnustu vonir stóðu til. Við færum því algjörlega áhyggjulausir í leikinn við England. Öll pressan er á þeim.“ „Formaður enska sambandsins lét meira að segja hafa eftir sér að til að þjálfarinn [Roy Hodgson] fengi nýjan samning þyrfti hann að fara í 8-liða úrslit. Það er enn aukin pressa á enska liðið og þjálfarann.“ „Fyrir mér er þetta galopinn leikur frá byrjun og ég held að við vinnum í vító. Það yrði ótrúlegt!“ Enski boltinn Tengdar fréttir Nú mega lömbin sparka England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti. 27. júní 2016 06:00 EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England? Ég stóð uppi í stúku á Allianz Riviera-vellinum, eða Hreiðrinu eins og við köllum það, og fylgdist með æfingu íslenska liðsins eftir blaðamannafundinn í Nice í gær. Menn voru bara að skokka í hringi eins og alltaf á þessum opnu fimmtán mínútum. 27. júní 2016 08:00 Lars: Ég vil vera hérna í eina til tvær vikur til viðbótar Eins og gegn Austurríki gæti leikurinn í kvöld verið sá síðasti hjá Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið. 27. júní 2016 11:00 Leikur Íslands og Englands stærri fjölmiðlaviðburður en Spánn - Ítalía Það verða um 3.000 Íslendingar á leiknum í Nice í kvöld þar sem strákarnir okkar mæta enska landsliðinu. 27. júní 2016 10:07 EM í dag: Nice í Nice Það er leikdagur. Ísland - England í 16-liða úrslitum EM og það á frönsku rivíerunni. 27. júní 2016 09:00 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
„Þetta er fullkominn dagur. Þetta er ævintýri og fyrir fótboltakall eins og mig sem hefur verið í fótboltanum allt mitt líf þá er þetta algjört ævintýri,“ sagði Eggert þegar Vísir hitti á hann við strandlengjuna við miðbæ Nice. Honum þykir vænt um það starf sem er unnið í KSÍ og segir að árangurinn nú sé afrakstur áratugavinnu. „Grasrótin hefur skilað sinni vinnu áratugum saman og klúbbarnir á Íslandi eru sífellt að skila af sér öflugum leikmönnum. Það er grunnurinn að því sem er að gerast í dag.“ Eggert var formaður KSÍ til margra ára og sat einnig í framkvæmdastjórn UEFA á sínum tíma. Hann þekkir því vel til í knattspyrnuhreyfingunni. „Ég hef verið kaffærður í skilaboðum, símtölum og SMS-um þar sem fólk segir „Bravó, Ísland!“. Þeir vilja að við höldum áfram og leggjum Englendinga að velli núna.“ Eggert var stjórnarformaður West Ham þegar félagið var í eigu Íslendinga og er því vel þekktur í Englandi frá þeim tíma. „Ég hef fengið mikið af símtölum frá enskum fréttamönnum og fór í viðtal í Sky þar sem ég sagði að Ísland væri búið að ná árangri sem væri betri en bjartsýnustu vonir stóðu til. Við færum því algjörlega áhyggjulausir í leikinn við England. Öll pressan er á þeim.“ „Formaður enska sambandsins lét meira að segja hafa eftir sér að til að þjálfarinn [Roy Hodgson] fengi nýjan samning þyrfti hann að fara í 8-liða úrslit. Það er enn aukin pressa á enska liðið og þjálfarann.“ „Fyrir mér er þetta galopinn leikur frá byrjun og ég held að við vinnum í vító. Það yrði ótrúlegt!“
Enski boltinn Tengdar fréttir Nú mega lömbin sparka England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti. 27. júní 2016 06:00 EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England? Ég stóð uppi í stúku á Allianz Riviera-vellinum, eða Hreiðrinu eins og við köllum það, og fylgdist með æfingu íslenska liðsins eftir blaðamannafundinn í Nice í gær. Menn voru bara að skokka í hringi eins og alltaf á þessum opnu fimmtán mínútum. 27. júní 2016 08:00 Lars: Ég vil vera hérna í eina til tvær vikur til viðbótar Eins og gegn Austurríki gæti leikurinn í kvöld verið sá síðasti hjá Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið. 27. júní 2016 11:00 Leikur Íslands og Englands stærri fjölmiðlaviðburður en Spánn - Ítalía Það verða um 3.000 Íslendingar á leiknum í Nice í kvöld þar sem strákarnir okkar mæta enska landsliðinu. 27. júní 2016 10:07 EM í dag: Nice í Nice Það er leikdagur. Ísland - England í 16-liða úrslitum EM og það á frönsku rivíerunni. 27. júní 2016 09:00 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Nú mega lömbin sparka England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti. 27. júní 2016 06:00
EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England? Ég stóð uppi í stúku á Allianz Riviera-vellinum, eða Hreiðrinu eins og við köllum það, og fylgdist með æfingu íslenska liðsins eftir blaðamannafundinn í Nice í gær. Menn voru bara að skokka í hringi eins og alltaf á þessum opnu fimmtán mínútum. 27. júní 2016 08:00
Lars: Ég vil vera hérna í eina til tvær vikur til viðbótar Eins og gegn Austurríki gæti leikurinn í kvöld verið sá síðasti hjá Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið. 27. júní 2016 11:00
Leikur Íslands og Englands stærri fjölmiðlaviðburður en Spánn - Ítalía Það verða um 3.000 Íslendingar á leiknum í Nice í kvöld þar sem strákarnir okkar mæta enska landsliðinu. 27. júní 2016 10:07
EM í dag: Nice í Nice Það er leikdagur. Ísland - England í 16-liða úrslitum EM og það á frönsku rivíerunni. 27. júní 2016 09:00