Fótbolti

Þrefaldur Evrópudeildarmeistari tekur við PSG

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emery náði eftirtektarverðum árangri með Sevilla.
Emery náði eftirtektarverðum árangri með Sevilla. vísir/epa
Franska stórliðið Paris Saint-Germain er búið að finna eftirmann Laurent Blanc. Sá heitir Unai Emery, 44 ára Spánverji sem hefur stýrt Sevilla undanfarin ár.

Emery skrifaði undir tveggja ára samning við PSG en þetta moldríka félag hefur unnið franska meistaratitilinn undanfarin fjögur ár.

Blanc vann þrjá af þessum fjórum Frakklandsmeistaratitlum en honum tókst aldrei að koma PSG lengra en í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.

Emery tók við Sevilla í ársbyrjun 2013 en undir hans stjórn vann liðið Evrópudeildina í þrígang. Þá komst Sevilla í úrslit spænsku bikarkeppninnar í vor þar sem Andalúsíuliðið tapaði fyrir Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×