Hefur efasemdir um að flugvallarfrumvarp standist stjórnarskrá Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 10. júní 2016 18:30 Prófessor í stjórnskipunarrétti hefur efasemdir um að boðað frumvarp þingmanns Framsóknarflokksins um að umdeildri flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði ekki lokað, standist stjórnarskrá. Það sé varasamt af Alþingi að bregðast við dómi Hæstaréttar með því að setja lög sem fella réttaráhrif dómsins úr gildi. Innanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri enginn vafi á því að stjórnvöld muni fara eftir dómi Hæstaréttar um að loka norðaustur- suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar fyrir 29. september næstkomandi. „Á morgun mun ég hitta Isavia og við hér í ráðuneytinu til að fara yfir praktísk atriði varðandi þetta mál en það er ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Ólöf Nordal, innanríkisráðherra.Boðar flugvallarfrumvarp í haust Það eru þó ekki allir á því að svo sé. Höskuldur Þórhallson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann muni í ágúst leggja fram frumvarp á Alþingi þess efnis að flugvöllurinn í Vatnsmýri verði þar áfram í óbreyttu ástandi þar til annað verður ákveðið af Alþingi. Verði það frumvarp að lögum verður flugbrautinni umdeildu því ekki lokað þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar. „Sú hugmynd, ég hef bara heyrt þessu lýst sem hugmynd, að bregðast við dómi með því að setja löggjöf sem að beinlínis fellir réttaráhrif dómsins úr gildi og fellir niðurstöðuna úr gildi með sértækum hætti, ég myndi telja að það væri frekar varasöm leið bara út frá reglunni um verkaskiptingu handhafa ríkisvaldsins samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands.Eru fordæmi fyrir því að Alþingi hafi sett sértæk lög með þessum hætti? „Ég þekki ekki fordæmi fyrir því, sérstaklega þegar sveitarfélag er annars vegar sem að er sérstaklega mikilvægt útaf sérstakri stöðu og sjálfstjórn sveitarfélaga í tilteknum málum, að þá þekki ég engin slík fordæmi,“ segir Björg.Efasemdir um að frumvarpið standist stjórnarskrá Björg segir að alþingismenn þurfi að íhuga slíkt frumvarp mjög gaumgæfilega. „Og fara vel ofan í það hvort að þarna er mögulega farið í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar í 2. gr. en eins og málið er lagt upp að þá hef ég ákveðnar efasemdir um að þetta standist áskilnað stjórnarskrárinnar,“ segir Björg. Verði slíkt frumvarp að lögum þá geta dómstólar skorið úr um það hvort að Alþingi hafi farið í bága við 2. gr. stjórnarskrárinnar. „Þannig að við höfum dæmi um að dómstólar geti fengið til úrskurðar hvort að lögin samrýmist stjórnarskrá eða ekki. Ef slík lög verða sett að þá er ekkert ólíklegt að leitað yrði viðurkenningar dómstóla á því að þau væru andstæð þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar,“ segir Björg Thorarensen. Tengdar fréttir Ólöf Nordal um dóm Hæstaréttar: „Þá er þetta mál úr sögunni“ Hæstiréttur segir að loka þurfi neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ráðherra segir ágreining hafa verið slíkan í málinu að nauðsynlegt var að fá niðurstöðu æðsta dómstóls landsins. 9. júní 2016 15:59 Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15 Höskuldur leggur fram frumvarp sem mun halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd Segir niðurstöðu Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar vonbrigði. Leggur frumvarpið fram í ágúst. 9. júní 2016 16:47 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Prófessor í stjórnskipunarrétti hefur efasemdir um að boðað frumvarp þingmanns Framsóknarflokksins um að umdeildri flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði ekki lokað, standist stjórnarskrá. Það sé varasamt af Alþingi að bregðast við dómi Hæstaréttar með því að setja lög sem fella réttaráhrif dómsins úr gildi. Innanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri enginn vafi á því að stjórnvöld muni fara eftir dómi Hæstaréttar um að loka norðaustur- suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar fyrir 29. september næstkomandi. „Á morgun mun ég hitta Isavia og við hér í ráðuneytinu til að fara yfir praktísk atriði varðandi þetta mál en það er ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Ólöf Nordal, innanríkisráðherra.Boðar flugvallarfrumvarp í haust Það eru þó ekki allir á því að svo sé. Höskuldur Þórhallson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann muni í ágúst leggja fram frumvarp á Alþingi þess efnis að flugvöllurinn í Vatnsmýri verði þar áfram í óbreyttu ástandi þar til annað verður ákveðið af Alþingi. Verði það frumvarp að lögum verður flugbrautinni umdeildu því ekki lokað þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar. „Sú hugmynd, ég hef bara heyrt þessu lýst sem hugmynd, að bregðast við dómi með því að setja löggjöf sem að beinlínis fellir réttaráhrif dómsins úr gildi og fellir niðurstöðuna úr gildi með sértækum hætti, ég myndi telja að það væri frekar varasöm leið bara út frá reglunni um verkaskiptingu handhafa ríkisvaldsins samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands.Eru fordæmi fyrir því að Alþingi hafi sett sértæk lög með þessum hætti? „Ég þekki ekki fordæmi fyrir því, sérstaklega þegar sveitarfélag er annars vegar sem að er sérstaklega mikilvægt útaf sérstakri stöðu og sjálfstjórn sveitarfélaga í tilteknum málum, að þá þekki ég engin slík fordæmi,“ segir Björg.Efasemdir um að frumvarpið standist stjórnarskrá Björg segir að alþingismenn þurfi að íhuga slíkt frumvarp mjög gaumgæfilega. „Og fara vel ofan í það hvort að þarna er mögulega farið í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar í 2. gr. en eins og málið er lagt upp að þá hef ég ákveðnar efasemdir um að þetta standist áskilnað stjórnarskrárinnar,“ segir Björg. Verði slíkt frumvarp að lögum þá geta dómstólar skorið úr um það hvort að Alþingi hafi farið í bága við 2. gr. stjórnarskrárinnar. „Þannig að við höfum dæmi um að dómstólar geti fengið til úrskurðar hvort að lögin samrýmist stjórnarskrá eða ekki. Ef slík lög verða sett að þá er ekkert ólíklegt að leitað yrði viðurkenningar dómstóla á því að þau væru andstæð þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar,“ segir Björg Thorarensen.
Tengdar fréttir Ólöf Nordal um dóm Hæstaréttar: „Þá er þetta mál úr sögunni“ Hæstiréttur segir að loka þurfi neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ráðherra segir ágreining hafa verið slíkan í málinu að nauðsynlegt var að fá niðurstöðu æðsta dómstóls landsins. 9. júní 2016 15:59 Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15 Höskuldur leggur fram frumvarp sem mun halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd Segir niðurstöðu Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar vonbrigði. Leggur frumvarpið fram í ágúst. 9. júní 2016 16:47 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Ólöf Nordal um dóm Hæstaréttar: „Þá er þetta mál úr sögunni“ Hæstiréttur segir að loka þurfi neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ráðherra segir ágreining hafa verið slíkan í málinu að nauðsynlegt var að fá niðurstöðu æðsta dómstóls landsins. 9. júní 2016 15:59
Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15
Höskuldur leggur fram frumvarp sem mun halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd Segir niðurstöðu Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar vonbrigði. Leggur frumvarpið fram í ágúst. 9. júní 2016 16:47