Fótbolti

Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í dag | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Vísir var með beina lýsingu frá blaðamannafundi strákanna okkar í Annecy í Frakklandi þar sem þeir æfa og gista á meðan mótinu stendur.

Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, sat fyrir svörum á fundinum ásamt Alfreð Finnbogasyni og Birki Bjarnasyni en þeir voru spurðir spjörunum úr af íslenskum og erlendum fjölmiðlamönnum.

Fréttamenn frá Portúgal, Ungverjalandi, Austurríki, Danmörku og Bretlandi voru á fundinum og spurðu strákana okkar í þann hálftíma sem bauðst.

Hér að neðan má lesa beina lýsingu frá fundinum á Twitter. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá fundinn í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×