Fótbolti

Slegist um að komast upp í rúm til Þorgríms

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Emil, Þorgrímur og Birkir á góðri stund.
Emil, Þorgrímur og Birkir á góðri stund. Mynd/Þorgrímur Þráinsson
Ólíkt því sem strákarnir okkar eiga að venjast áttu þeir kost á því að vera í einstaklingsherbergjum á Les Trésoms hótelinu í Annecy. Venjulega eru þeir tveir og tveir saman í herbergi en núna höfðu þeir val.

„Við Kári (Árnason) ætluðum að vera tveir en það voru einhver mistök í bókuninni. Við enduðum í single sem er allt í lagi, en það er fínt að hafa partner til að spjalla á kvöldin og sofna,“ segir Theodór Elmar.

Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson, „Ítalarnir“ í hópnum, eru saman í herbergi eins og Birkir Már Sævarsson og Ögmundur Kristinsson. Þá eru Haukur Heiðar Hauksson og Ingvar Jónsson einnig saman í herbergi.


 

Þorgrímur Þráinsson passar upp á strákana sína í landsliðsliðnu. Hér er Eiður Smári í þann mund að þruma rauðri kúlu ofan í vasa.Vísir/Vilhelm
Þorgrímur Þráinsson mætti á svæðið í miðju viðtali og spurði blaðamaður hvort einhver væri búinn að skríða upp í til rithöfundarins. Mynd af Þorgrími með Emil Hallfreðssyni og Birki Bjarnasyni undir sæng að lesa bók vakti mikla athygli á sínum tíma. Þar virtist Þorgrímur vera að lesa úr sinni nýjustu bók en myndin reyndist uppsett.

„Ekki í þessari ferð. Það mun kannski gerast,“ segir Elmar hlæjandi og Þorgrímur skýt inn: „Það er slegist um það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×