Lars þráspurður um leikaraskap: „Ég er ekki sérfræðingur í leiklist“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2016 14:08 "Ég hef lengi sagt að ég sé ekki aðdáandi leikskapar,“ sagði Lars. Það væri hans skoðun að það ætti að vera hægt að setja menn í bann fyrir leikaraskap. Vísir/Vilhelm Portúgalskur blaðamaður spurði Lars Lagerbäck á blaðamannafundi í dag út í hver væri mesti leikarinn sem kæmi við sögu á leik Íslands og Portúgal á EM á morgun. „Það eru kannski margir, það verður að koma í ljós,“ sagði Lars. „Ég er ekki sérfræðingur í leiklist.“ Lagerbäck hefur áður tjáð sig um leikaraskap og minntist sérstaklega á Portúgalann Pepe í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á dögunum. Þá var Lars í teymi sérfræðinga í beinni útsendingu í sjónvarpi í Svíþjóð. Lars var aftur spurður út í leikaraskap á blaðamannafundinum í dag og útskýrði þá betur skoðun sína. „Ég hef lengi sagt að ég sé ekki aðdáandi leikskapar,“ sagði Lars. Það væri hans skoðun að það ætti að vera hægt að setja menn í bann fyrir leikaraskap. „Sérstaklega ef þú færð smá högg en reynir að láta lita út eins og um stórslys sé að ræða,“ sagði Lars. Það yrði góð breyting fyrir fótboltann að geta refsað mönnum sem hegði sér svo. „Ég minntist ekkert sérstaklega á portúgalska leikmenn. Þetta er úti um allt í alþjóðafótbolta,“ sagði Lars og útskýrði aðkomu sína að leik Real Madrid og Atletico Madrid í Mílanó á dögunum. „Það sáu væntanlega allir hér inni þann leik,“ sagði Lars og minntist á Pepe. „Ég er bara að benda á staðreyndir og þetta eru bara almennar pælingar mínar um leikaraskap.“ Þá bætti sá sænski við að leikirnir á EM væru ekki margir og fáránlegt ef menn fengju gul spjöld vegna þess að andstæðingar þeirra væru með leikaraskap.Fundinn í heild má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13 Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21 Aron Einar: Verðum að passa okkur að ofpeppast ekki "Við erum með þaulreyndan þjálfara sem hefur upplifað þetta margoft og hann miðlar sinni reynslu,“ segir landsliðsfyrirliðinn. 13. júní 2016 13:53 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Portúgalskur blaðamaður spurði Lars Lagerbäck á blaðamannafundi í dag út í hver væri mesti leikarinn sem kæmi við sögu á leik Íslands og Portúgal á EM á morgun. „Það eru kannski margir, það verður að koma í ljós,“ sagði Lars. „Ég er ekki sérfræðingur í leiklist.“ Lagerbäck hefur áður tjáð sig um leikaraskap og minntist sérstaklega á Portúgalann Pepe í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á dögunum. Þá var Lars í teymi sérfræðinga í beinni útsendingu í sjónvarpi í Svíþjóð. Lars var aftur spurður út í leikaraskap á blaðamannafundinum í dag og útskýrði þá betur skoðun sína. „Ég hef lengi sagt að ég sé ekki aðdáandi leikskapar,“ sagði Lars. Það væri hans skoðun að það ætti að vera hægt að setja menn í bann fyrir leikaraskap. „Sérstaklega ef þú færð smá högg en reynir að láta lita út eins og um stórslys sé að ræða,“ sagði Lars. Það yrði góð breyting fyrir fótboltann að geta refsað mönnum sem hegði sér svo. „Ég minntist ekkert sérstaklega á portúgalska leikmenn. Þetta er úti um allt í alþjóðafótbolta,“ sagði Lars og útskýrði aðkomu sína að leik Real Madrid og Atletico Madrid í Mílanó á dögunum. „Það sáu væntanlega allir hér inni þann leik,“ sagði Lars og minntist á Pepe. „Ég er bara að benda á staðreyndir og þetta eru bara almennar pælingar mínar um leikaraskap.“ Þá bætti sá sænski við að leikirnir á EM væru ekki margir og fáránlegt ef menn fengju gul spjöld vegna þess að andstæðingar þeirra væru með leikaraskap.Fundinn í heild má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13 Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21 Aron Einar: Verðum að passa okkur að ofpeppast ekki "Við erum með þaulreyndan þjálfara sem hefur upplifað þetta margoft og hann miðlar sinni reynslu,“ segir landsliðsfyrirliðinn. 13. júní 2016 13:53 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13
Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21
Aron Einar: Verðum að passa okkur að ofpeppast ekki "Við erum með þaulreyndan þjálfara sem hefur upplifað þetta margoft og hann miðlar sinni reynslu,“ segir landsliðsfyrirliðinn. 13. júní 2016 13:53
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn