Þjálfaðar rússneskar boltabullur stóðu fyrir óeirðum í Marseille Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. júní 2016 07:00 Englendingur með höfuðáverka í haldi lögreglu. Nordicphotos/AFP Hundrað og fimmtíu manna hópur vel þjálfaðra rússneskra fótboltabulla stóð fyrir óeirðunum í Marseille á sunnudaginn í kjölfar leiks Englands og Rússlands á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Alls slösuðust 35 manns í óeirðunum, þar af fjórir alvarlega. Um tuttugu voru handteknir en réttað verður yfir tíu þeirra á næstu dögum. Frá þessu greinir Brice Robin, saksóknari í borginni. „Þeir voru vel þjálfaðir til að beita ofsafengnu ofbeldi á miklum hraða,“ segir Robin. Á blaðamannafundi í gær sagði Robin hafa verið sérstaklega erfitt að handtaka rússnesku bullurnar þar sem þær væru vanar að komast hjá handtöku. Hann sagði bullurnar ekki fagmenn en einkar öfgafullar.Igor Lebedev, þingmaðurLögregluyfirvöld í Frakklandi greina nú myndir úr öryggismyndavélum til að bera kennsl á sem flesta sem áttu þátt í ofbeldinu. Gera þeir það í samstarfi við rússnesk og ensk lögregluyfirvöld. Tveir Englendingar voru í gær dregnir fyrir dómstóla fyrir sinn þátt í óeirðunum. Hinn tvítugi Alexander Booth var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að kasta flösku í lögreglumann og hinn 41 árs Ian Hepworth var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir sama athæfi. Báðum var þeim bannað að koma til Frakklands næstu tvö árin. Tveimur Rússum hefur einnig verið vísað úr landi. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hótaði Englendingum og Rússum brottrekstri úr mótinu ef athæfið endurtæki sig. Einnig hefur sambandið ákært rússneska knattspyrnusambandið og verður refsingin ákveðin í dag. Vitaly Mutko, íþróttamálaráðherra Rússa, telur UEFA hafa gert rétt. Frá því sagði hann í viðtali við rússneska miðilinn R-Sport í gær. Igor Lebedev, þingmaður minnihlutaflokksins LDPR, er hins vegar ósammála Mutko. „Ég skil ekki hvað er að því að fótboltaaðdáendur sláist. Þvert á móti. Vel gert strákar! Haldið þessu áfram,“ sagði hann á Twitter-síðu sinni í gær. Þá sagði hann óeirðirnar alfarið á ábyrgð lögreglu. Yfirvöld í Frakklandi hafa hvatt stjórnendur leikvanga sem keppt verður á á mótinu til þess að taka allt áfengi úr sölu á meðan á leik stendur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. júní. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Hundrað og fimmtíu manna hópur vel þjálfaðra rússneskra fótboltabulla stóð fyrir óeirðunum í Marseille á sunnudaginn í kjölfar leiks Englands og Rússlands á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Alls slösuðust 35 manns í óeirðunum, þar af fjórir alvarlega. Um tuttugu voru handteknir en réttað verður yfir tíu þeirra á næstu dögum. Frá þessu greinir Brice Robin, saksóknari í borginni. „Þeir voru vel þjálfaðir til að beita ofsafengnu ofbeldi á miklum hraða,“ segir Robin. Á blaðamannafundi í gær sagði Robin hafa verið sérstaklega erfitt að handtaka rússnesku bullurnar þar sem þær væru vanar að komast hjá handtöku. Hann sagði bullurnar ekki fagmenn en einkar öfgafullar.Igor Lebedev, þingmaðurLögregluyfirvöld í Frakklandi greina nú myndir úr öryggismyndavélum til að bera kennsl á sem flesta sem áttu þátt í ofbeldinu. Gera þeir það í samstarfi við rússnesk og ensk lögregluyfirvöld. Tveir Englendingar voru í gær dregnir fyrir dómstóla fyrir sinn þátt í óeirðunum. Hinn tvítugi Alexander Booth var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að kasta flösku í lögreglumann og hinn 41 árs Ian Hepworth var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir sama athæfi. Báðum var þeim bannað að koma til Frakklands næstu tvö árin. Tveimur Rússum hefur einnig verið vísað úr landi. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hótaði Englendingum og Rússum brottrekstri úr mótinu ef athæfið endurtæki sig. Einnig hefur sambandið ákært rússneska knattspyrnusambandið og verður refsingin ákveðin í dag. Vitaly Mutko, íþróttamálaráðherra Rússa, telur UEFA hafa gert rétt. Frá því sagði hann í viðtali við rússneska miðilinn R-Sport í gær. Igor Lebedev, þingmaður minnihlutaflokksins LDPR, er hins vegar ósammála Mutko. „Ég skil ekki hvað er að því að fótboltaaðdáendur sláist. Þvert á móti. Vel gert strákar! Haldið þessu áfram,“ sagði hann á Twitter-síðu sinni í gær. Þá sagði hann óeirðirnar alfarið á ábyrgð lögreglu. Yfirvöld í Frakklandi hafa hvatt stjórnendur leikvanga sem keppt verður á á mótinu til þess að taka allt áfengi úr sölu á meðan á leik stendur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. júní.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira