Santos um markvörslu Hannesar: Nani veit ekki enn hvernig hann varði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. júní 2016 21:31 Santos á blaðamannafundi. vísir/getty Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgals, segir að hans menn geti sjálfum sér um kennt fyrir að vinna ekki Ísland í kvöld. „Ísland kom okkur ekki á óvart en við vorum í vandræðum fyrstu tíu mínúturnar. Sérstaklega í markspyrnum þeirra og við áttum í vandræðum með að stjórna leiknum,“ sagði Santos á blaðamannafundi í kvöld. „Þeir eru hættulegir í löngum spyrnum og eiga framherja [Kolbein] sem reynir að skalla boltann. Leikmenn berjast svo um seinni boltann. En þegar við stöðvuðum þetta þá náðum við að stjórna leiknum.“ „Við þurftum að vera grimmari í að sækja á milli línanna. Við spiluðum stundum vel og stundum ekki. Það var okkur að kenna að vera ekki í betri stöðu eftir fyrri hálfleikinn.“ Santos lagði áherslu á við sína menn í hálfleik að vera grimmari í sínum aðgerðum en Birkir kom þeim svo í opna skjöldu með marki sínu. „Við hefðum getað varist fyrirgjöfinni betur. En við náðum að berjast til baka. Við fengum færi og góð færi þar að auki. Það er okkur að kenna að við skoruðum ekki.“ „Við hefðum átt að vera rólegri síðustu tíu mínúturnar. Við vorum fullákafir. Við reyndum að skora því við vildum vinna. Vonbrigðin eru mikil en markmið okkar er enn það sama. Næsti leikur er á laugardaginn og hann viljum við vinna.“ Portúgal mætir þá Austurríki í afar þýðingamiklum leik enda tapaði Austurríki fyrir Ungverjalandi í dag. „Þetta verður leikur sem mun hafa mikil áhrif. Það bjuggust allir við sigrum Portúgals og Austurríkis í dag. En það er ekki það sem gerðist og ég var búinn að segja að þetta væri flókinn riðill.“ Hannes átti frábæra markvörslu frá Nani snemma í leiknum sem Hannes Þór Halldórsson varði. „Nani veit ekki enn hvernig markvörður Íslands fór að því að verja frá honum.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Beit andstæðing á HM Sport Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjá meira
Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgals, segir að hans menn geti sjálfum sér um kennt fyrir að vinna ekki Ísland í kvöld. „Ísland kom okkur ekki á óvart en við vorum í vandræðum fyrstu tíu mínúturnar. Sérstaklega í markspyrnum þeirra og við áttum í vandræðum með að stjórna leiknum,“ sagði Santos á blaðamannafundi í kvöld. „Þeir eru hættulegir í löngum spyrnum og eiga framherja [Kolbein] sem reynir að skalla boltann. Leikmenn berjast svo um seinni boltann. En þegar við stöðvuðum þetta þá náðum við að stjórna leiknum.“ „Við þurftum að vera grimmari í að sækja á milli línanna. Við spiluðum stundum vel og stundum ekki. Það var okkur að kenna að vera ekki í betri stöðu eftir fyrri hálfleikinn.“ Santos lagði áherslu á við sína menn í hálfleik að vera grimmari í sínum aðgerðum en Birkir kom þeim svo í opna skjöldu með marki sínu. „Við hefðum getað varist fyrirgjöfinni betur. En við náðum að berjast til baka. Við fengum færi og góð færi þar að auki. Það er okkur að kenna að við skoruðum ekki.“ „Við hefðum átt að vera rólegri síðustu tíu mínúturnar. Við vorum fullákafir. Við reyndum að skora því við vildum vinna. Vonbrigðin eru mikil en markmið okkar er enn það sama. Næsti leikur er á laugardaginn og hann viljum við vinna.“ Portúgal mætir þá Austurríki í afar þýðingamiklum leik enda tapaði Austurríki fyrir Ungverjalandi í dag. „Þetta verður leikur sem mun hafa mikil áhrif. Það bjuggust allir við sigrum Portúgals og Austurríkis í dag. En það er ekki það sem gerðist og ég var búinn að segja að þetta væri flókinn riðill.“ Hannes átti frábæra markvörslu frá Nani snemma í leiknum sem Hannes Þór Halldórsson varði. „Nani veit ekki enn hvernig markvörður Íslands fór að því að verja frá honum.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Beit andstæðing á HM Sport Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjá meira
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30