Hannes Þór átti von á góðum degi: „Á eftir að horfa á vörsluna nokkrum sinnum í rútunni“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2016 22:33 Hannes Þór grípur vel inn í einu sinni sem oftar í kvöld. Vísir/Vilhelm Hannes Þór Halldórsson var að margra mati, þar á meðal íþróttafréttamanna Vísis, maður leiksins í Saint-Étienne í kvöld. Leikstjórinn varði og varði þar á meðal einu sinni á undraverðan hátt frá Nani af stuttu færi í fyrri hálfleiknum. „Við áttum náttúrulega bara að vinna þetta,“ sagði Hannes Þór og hló, vitanlega ánægður með kvöld. „Okkur líður auðvitað mjög vel. Þetta var auðvitað eitt besta lið í heimi og fyrsti leikurinn okkar á stórmóti. Við bara áttum þetta skilið. Við ununm fyrir þessu, vörðumst frábærlega sem liðsheild,“ sagði Hannes Þór. „Svo náttúrulega þessi tilfinning að spila fyrsta leik á stórmóti fyrir ísland, vera með 7-8 þúsund manns á bak við okkur, stórfjölskylduna og alla vinina,“ sagði Hannes greinilega í skýjunum. Hannes var spurður út í vörsluna í fyrri hálfleiknum frá Nani. Þá varði hann skalla Portúgalans af stuttu færi með fótunum. Nani skilur enn ekki hvernig hann skoraði ekki. „Hún verður tekin nokkrum sinnum í rútunni á leiðinni heim,“ sagði Hannes Þór hlæjandi. Auðvitað var varslan engin heppni, þetta voru viðbrögð. „Að sjálfsögðu, ég þurfti að hreyfa fótinn til að verða fyrir honum. Við æfum þetta mikið daginn fyrir leik, krossa, skot og skalla af stuttu færi,“ sagði Hannes. „Mér leið vel í gær og grunaði að þetta gæti orðið góður dagur.“ Veganestið er gott í keppninni. „Þetta var sterkur puktur, frábær fyrir sjálfstraustið, þetta verður jafn riðill, óvænt úrslit í dag. Lykilleikurinn verður á móti Ungverjum. Við verðum að vinna næsta leik. Ef við gerum það gætum við verið í góðri stöðu.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson var að margra mati, þar á meðal íþróttafréttamanna Vísis, maður leiksins í Saint-Étienne í kvöld. Leikstjórinn varði og varði þar á meðal einu sinni á undraverðan hátt frá Nani af stuttu færi í fyrri hálfleiknum. „Við áttum náttúrulega bara að vinna þetta,“ sagði Hannes Þór og hló, vitanlega ánægður með kvöld. „Okkur líður auðvitað mjög vel. Þetta var auðvitað eitt besta lið í heimi og fyrsti leikurinn okkar á stórmóti. Við bara áttum þetta skilið. Við ununm fyrir þessu, vörðumst frábærlega sem liðsheild,“ sagði Hannes Þór. „Svo náttúrulega þessi tilfinning að spila fyrsta leik á stórmóti fyrir ísland, vera með 7-8 þúsund manns á bak við okkur, stórfjölskylduna og alla vinina,“ sagði Hannes greinilega í skýjunum. Hannes var spurður út í vörsluna í fyrri hálfleiknum frá Nani. Þá varði hann skalla Portúgalans af stuttu færi með fótunum. Nani skilur enn ekki hvernig hann skoraði ekki. „Hún verður tekin nokkrum sinnum í rútunni á leiðinni heim,“ sagði Hannes Þór hlæjandi. Auðvitað var varslan engin heppni, þetta voru viðbrögð. „Að sjálfsögðu, ég þurfti að hreyfa fótinn til að verða fyrir honum. Við æfum þetta mikið daginn fyrir leik, krossa, skot og skalla af stuttu færi,“ sagði Hannes. „Mér leið vel í gær og grunaði að þetta gæti orðið góður dagur.“ Veganestið er gott í keppninni. „Þetta var sterkur puktur, frábær fyrir sjálfstraustið, þetta verður jafn riðill, óvænt úrslit í dag. Lykilleikurinn verður á móti Ungverjum. Við verðum að vinna næsta leik. Ef við gerum það gætum við verið í góðri stöðu.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Sjá meira