Hannes Þór átti von á góðum degi: „Á eftir að horfa á vörsluna nokkrum sinnum í rútunni“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2016 22:33 Hannes Þór grípur vel inn í einu sinni sem oftar í kvöld. Vísir/Vilhelm Hannes Þór Halldórsson var að margra mati, þar á meðal íþróttafréttamanna Vísis, maður leiksins í Saint-Étienne í kvöld. Leikstjórinn varði og varði þar á meðal einu sinni á undraverðan hátt frá Nani af stuttu færi í fyrri hálfleiknum. „Við áttum náttúrulega bara að vinna þetta,“ sagði Hannes Þór og hló, vitanlega ánægður með kvöld. „Okkur líður auðvitað mjög vel. Þetta var auðvitað eitt besta lið í heimi og fyrsti leikurinn okkar á stórmóti. Við bara áttum þetta skilið. Við ununm fyrir þessu, vörðumst frábærlega sem liðsheild,“ sagði Hannes Þór. „Svo náttúrulega þessi tilfinning að spila fyrsta leik á stórmóti fyrir ísland, vera með 7-8 þúsund manns á bak við okkur, stórfjölskylduna og alla vinina,“ sagði Hannes greinilega í skýjunum. Hannes var spurður út í vörsluna í fyrri hálfleiknum frá Nani. Þá varði hann skalla Portúgalans af stuttu færi með fótunum. Nani skilur enn ekki hvernig hann skoraði ekki. „Hún verður tekin nokkrum sinnum í rútunni á leiðinni heim,“ sagði Hannes Þór hlæjandi. Auðvitað var varslan engin heppni, þetta voru viðbrögð. „Að sjálfsögðu, ég þurfti að hreyfa fótinn til að verða fyrir honum. Við æfum þetta mikið daginn fyrir leik, krossa, skot og skalla af stuttu færi,“ sagði Hannes. „Mér leið vel í gær og grunaði að þetta gæti orðið góður dagur.“ Veganestið er gott í keppninni. „Þetta var sterkur puktur, frábær fyrir sjálfstraustið, þetta verður jafn riðill, óvænt úrslit í dag. Lykilleikurinn verður á móti Ungverjum. Við verðum að vinna næsta leik. Ef við gerum það gætum við verið í góðri stöðu.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson var að margra mati, þar á meðal íþróttafréttamanna Vísis, maður leiksins í Saint-Étienne í kvöld. Leikstjórinn varði og varði þar á meðal einu sinni á undraverðan hátt frá Nani af stuttu færi í fyrri hálfleiknum. „Við áttum náttúrulega bara að vinna þetta,“ sagði Hannes Þór og hló, vitanlega ánægður með kvöld. „Okkur líður auðvitað mjög vel. Þetta var auðvitað eitt besta lið í heimi og fyrsti leikurinn okkar á stórmóti. Við bara áttum þetta skilið. Við ununm fyrir þessu, vörðumst frábærlega sem liðsheild,“ sagði Hannes Þór. „Svo náttúrulega þessi tilfinning að spila fyrsta leik á stórmóti fyrir ísland, vera með 7-8 þúsund manns á bak við okkur, stórfjölskylduna og alla vinina,“ sagði Hannes greinilega í skýjunum. Hannes var spurður út í vörsluna í fyrri hálfleiknum frá Nani. Þá varði hann skalla Portúgalans af stuttu færi með fótunum. Nani skilur enn ekki hvernig hann skoraði ekki. „Hún verður tekin nokkrum sinnum í rútunni á leiðinni heim,“ sagði Hannes Þór hlæjandi. Auðvitað var varslan engin heppni, þetta voru viðbrögð. „Að sjálfsögðu, ég þurfti að hreyfa fótinn til að verða fyrir honum. Við æfum þetta mikið daginn fyrir leik, krossa, skot og skalla af stuttu færi,“ sagði Hannes. „Mér leið vel í gær og grunaði að þetta gæti orðið góður dagur.“ Veganestið er gott í keppninni. „Þetta var sterkur puktur, frábær fyrir sjálfstraustið, þetta verður jafn riðill, óvænt úrslit í dag. Lykilleikurinn verður á móti Ungverjum. Við verðum að vinna næsta leik. Ef við gerum það gætum við verið í góðri stöðu.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira