Hannes Þór átti von á góðum degi: „Á eftir að horfa á vörsluna nokkrum sinnum í rútunni“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2016 22:33 Hannes Þór grípur vel inn í einu sinni sem oftar í kvöld. Vísir/Vilhelm Hannes Þór Halldórsson var að margra mati, þar á meðal íþróttafréttamanna Vísis, maður leiksins í Saint-Étienne í kvöld. Leikstjórinn varði og varði þar á meðal einu sinni á undraverðan hátt frá Nani af stuttu færi í fyrri hálfleiknum. „Við áttum náttúrulega bara að vinna þetta,“ sagði Hannes Þór og hló, vitanlega ánægður með kvöld. „Okkur líður auðvitað mjög vel. Þetta var auðvitað eitt besta lið í heimi og fyrsti leikurinn okkar á stórmóti. Við bara áttum þetta skilið. Við ununm fyrir þessu, vörðumst frábærlega sem liðsheild,“ sagði Hannes Þór. „Svo náttúrulega þessi tilfinning að spila fyrsta leik á stórmóti fyrir ísland, vera með 7-8 þúsund manns á bak við okkur, stórfjölskylduna og alla vinina,“ sagði Hannes greinilega í skýjunum. Hannes var spurður út í vörsluna í fyrri hálfleiknum frá Nani. Þá varði hann skalla Portúgalans af stuttu færi með fótunum. Nani skilur enn ekki hvernig hann skoraði ekki. „Hún verður tekin nokkrum sinnum í rútunni á leiðinni heim,“ sagði Hannes Þór hlæjandi. Auðvitað var varslan engin heppni, þetta voru viðbrögð. „Að sjálfsögðu, ég þurfti að hreyfa fótinn til að verða fyrir honum. Við æfum þetta mikið daginn fyrir leik, krossa, skot og skalla af stuttu færi,“ sagði Hannes. „Mér leið vel í gær og grunaði að þetta gæti orðið góður dagur.“ Veganestið er gott í keppninni. „Þetta var sterkur puktur, frábær fyrir sjálfstraustið, þetta verður jafn riðill, óvænt úrslit í dag. Lykilleikurinn verður á móti Ungverjum. Við verðum að vinna næsta leik. Ef við gerum það gætum við verið í góðri stöðu.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson var að margra mati, þar á meðal íþróttafréttamanna Vísis, maður leiksins í Saint-Étienne í kvöld. Leikstjórinn varði og varði þar á meðal einu sinni á undraverðan hátt frá Nani af stuttu færi í fyrri hálfleiknum. „Við áttum náttúrulega bara að vinna þetta,“ sagði Hannes Þór og hló, vitanlega ánægður með kvöld. „Okkur líður auðvitað mjög vel. Þetta var auðvitað eitt besta lið í heimi og fyrsti leikurinn okkar á stórmóti. Við bara áttum þetta skilið. Við ununm fyrir þessu, vörðumst frábærlega sem liðsheild,“ sagði Hannes Þór. „Svo náttúrulega þessi tilfinning að spila fyrsta leik á stórmóti fyrir ísland, vera með 7-8 þúsund manns á bak við okkur, stórfjölskylduna og alla vinina,“ sagði Hannes greinilega í skýjunum. Hannes var spurður út í vörsluna í fyrri hálfleiknum frá Nani. Þá varði hann skalla Portúgalans af stuttu færi með fótunum. Nani skilur enn ekki hvernig hann skoraði ekki. „Hún verður tekin nokkrum sinnum í rútunni á leiðinni heim,“ sagði Hannes Þór hlæjandi. Auðvitað var varslan engin heppni, þetta voru viðbrögð. „Að sjálfsögðu, ég þurfti að hreyfa fótinn til að verða fyrir honum. Við æfum þetta mikið daginn fyrir leik, krossa, skot og skalla af stuttu færi,“ sagði Hannes. „Mér leið vel í gær og grunaði að þetta gæti orðið góður dagur.“ Veganestið er gott í keppninni. „Þetta var sterkur puktur, frábær fyrir sjálfstraustið, þetta verður jafn riðill, óvænt úrslit í dag. Lykilleikurinn verður á móti Ungverjum. Við verðum að vinna næsta leik. Ef við gerum það gætum við verið í góðri stöðu.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn