Fótbolti

Jói Berg: „Ha? Fagna á morgun? Leikurinn er á laugardag“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hannes Þór Halldórsson og félagar fögnuðu vel og innilega eftir leikinn í gær.
Hannes Þór Halldórsson og félagar fögnuðu vel og innilega eftir leikinn í gær. vísir/getty
Erlendir blaðamenn spurðu strákana okkar, Jóhann Berg og Kára Árnason, hvort þeir myndu fagna á morgun í tilefni dagsins. Á morgun er þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, en strákarnir eru greinilega ekki að pæla í því.

„Ha, fagna á morgun? Leikurinn er á laugardag,“ sagði Jóhann Berg og uppskar hlátur á blaðamannafundinum.

Heimir Hallgrímsson brosti út að eyrum og sagði þetta til marks um hve einbeittir strákarnir eru.

„Þeir átta sig ekki einu sinni á því að það er þjóðhátíðardagur á morgun.“

 


Tengdar fréttir

EM dagbók: Portkonur með tískuvit?

Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×