Fótbolti

EM í dag: 70 milljóna króna stig í Saint-Étienne

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
EM í dag er daglegur þáttur fréttateymis 365 frá Evrópumótinu í fótbolta sem kemur inn á Vísi klukkan níu alla morgna frá og með deginum í dag.

Þar fara blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis yfir það helsta sem er að gerast á mótinu, hvað er að frétta af strákunum okkar og gefa Íslendingum heima smá innsýn inn í lífið á Evrópumótinu og borgunum sem strákarnir okkar heimsækja.

Í þessum fimmta þætti ræða þeir Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Tómas Þór Þórðarson um leikinn mikilvæga gegn Ungverjum í Marseille á laugardaginn, áhuga Cristiano Ronaldo á handbolta og verðmætasta stig sem íslenskt landslið hefur fengið í sögunni.

Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook , Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Íslendingarnir sagðir vera til fyrirmyndar

Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, var í skýjunum yfir hegðun stuðningsmanna íslenska liðsins á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne í fyrrakvöld. Veit ekki til að lögregla hafi þurft að hafa nokkur afskipti af Íslendingum.

Birkir er fyrirmynd annarra í liðinu

Birkir Bjarnason virðist hvergi njóta sín betur en á stóra sviðinu, eins og sást þegar hann skoraði fyrsta mark Íslands á EM í Frakklandi. Lars Lagerbäck segir mikinn mun á honum innan vallar og utan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×