Fólkið á Solstice: Hafa gefið saman fimmtíu pör yfir helgina Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. júní 2016 15:00 Kjartan Darri gefur þá Rögnvar og Valdimar saman á meðan Ólafur tryggir það að öll pappírsvinna sé rétt unnin. Vísir/Nanna „Við erum náttúrulega bara að dreifa kærleika hér. Bjóða fólki að vera með í kærleika,“ segir Kjartan Darri Kristjánsson, Solstice-prestur. Ólafur Ásgeirsson, Solstice-prestur, tekur undir orð kollega síns: „Já. Hér er mikill kærleikur.“ Félagarnir hafa staðið vaktina á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fer í Laugardalnum yfir helgina í sérstakri Solstice-kirkju sem er rauð á lit og líkist mjög hinni tignarlegu Hallgrímskirkju. Þeirra helsta iðja hefur verið að vígja í hjónaband þá sem þess óska.Secret-Solstice prestarnir vinna í nafni kærleikans.Vísir/Nanna„Þetta er á vegum hátíðarinnar, ekkert endilega trúartengt, bara kærleikstengt,“ útskýra prestarnir. Þegar blaðamaður kom aðvífandi var að hefjast einstaklega falleg athöfn þar sem tveir vinir, Rögnvar Grétarsson og Valdimar Halldórsson gengu í hjónaband. Þeir gengu saman inn kirkjugólfið í kvöldsólinni og hlýddu á kærleiksorð. Því næst var hin klassíska spurning borin upp, báðir sögðu já og í kjölfarið skrifuðu þeir undir hjónabandssvottorð. Það er því allt skjalfest og pottþétt hjá prestunum á Solstice.Vígslan endaði með kærleikskossi.Vísir/Nanna„Við erum búnir að gifta örugglega í kringum fimmtíu pör,“ segir Kjartan Darri. Engar hömlur eru á hverjir geta ákveðið að ganga í hjónaband hjá Solstice-prestunum. „Nei alls ekki. Hér eru allir velkomnir. Við giftum, þess vegna, fólk og síma, þú getur gifst símanum þínum, eða bjór,“ segir Ólafur. Það er engan dæmandi hug að finna hjá tvíeykinu. „Reyndar hefur fólk ekki viljað giftast innan fjölskyldunnar, það hafa komið hingað bræður og sýstur og ekki treyst sér í það. Enda stendur kannski gifting fyrir önnur tengsl,“ segir Kjartan Darri hugsandi. Það virðast vera einu mörkin? Þar dregur fólk línuna? „Já, það virðist vera.“Allt skjalfest og pottþétt.Vísir/NannaEn eftir hvaða bókstaf starfa Solstice-prestarnir?„Það er bara bókstafur kærleikans. Þó kærleikurinn verði nú ekki skráður í neina bók,“ útskýrir Kjartan Darri. „En ætli það sé ekki bara Mátturinn í núinu eftir Eckhart Tolle,“ spyr Ólafur og hlær. „Jú ef einhver bók. Þá hún,“ samþykkir kollegi hans. Blaðamaður finnur mikla ró hjá Solstice-prestunum í Solstice-kirkjunni, allt umlukið kærleika og hamingju. Prestarnir kveðja eftir viðtalið með því að taka einhvers konar blessunartákn sem hlýtur að teljast áður óséð og halda áfram að breiða út kærleika til allra þeirra sem vilja þiggja hann.Kærleikur.Vísir/Nanna Tengdar fréttir Tískan á Solstice Glamour x Secret Solstice 2016. 18. júní 2016 13:15 Stórkostlegir tónleikar Radiohead slógu í gegn: „Það er frábært að spila loksins á Íslandi“ Hin goðsagnakennda hljómsveit Radiohead spilaði vel og lengi í Laugardalshöll í gær. Mörg af helstu lögum hljómsveitarinnar fengu að heyrast. 18. júní 2016 10:30 Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Sjá meira
„Við erum náttúrulega bara að dreifa kærleika hér. Bjóða fólki að vera með í kærleika,“ segir Kjartan Darri Kristjánsson, Solstice-prestur. Ólafur Ásgeirsson, Solstice-prestur, tekur undir orð kollega síns: „Já. Hér er mikill kærleikur.“ Félagarnir hafa staðið vaktina á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fer í Laugardalnum yfir helgina í sérstakri Solstice-kirkju sem er rauð á lit og líkist mjög hinni tignarlegu Hallgrímskirkju. Þeirra helsta iðja hefur verið að vígja í hjónaband þá sem þess óska.Secret-Solstice prestarnir vinna í nafni kærleikans.Vísir/Nanna„Þetta er á vegum hátíðarinnar, ekkert endilega trúartengt, bara kærleikstengt,“ útskýra prestarnir. Þegar blaðamaður kom aðvífandi var að hefjast einstaklega falleg athöfn þar sem tveir vinir, Rögnvar Grétarsson og Valdimar Halldórsson gengu í hjónaband. Þeir gengu saman inn kirkjugólfið í kvöldsólinni og hlýddu á kærleiksorð. Því næst var hin klassíska spurning borin upp, báðir sögðu já og í kjölfarið skrifuðu þeir undir hjónabandssvottorð. Það er því allt skjalfest og pottþétt hjá prestunum á Solstice.Vígslan endaði með kærleikskossi.Vísir/Nanna„Við erum búnir að gifta örugglega í kringum fimmtíu pör,“ segir Kjartan Darri. Engar hömlur eru á hverjir geta ákveðið að ganga í hjónaband hjá Solstice-prestunum. „Nei alls ekki. Hér eru allir velkomnir. Við giftum, þess vegna, fólk og síma, þú getur gifst símanum þínum, eða bjór,“ segir Ólafur. Það er engan dæmandi hug að finna hjá tvíeykinu. „Reyndar hefur fólk ekki viljað giftast innan fjölskyldunnar, það hafa komið hingað bræður og sýstur og ekki treyst sér í það. Enda stendur kannski gifting fyrir önnur tengsl,“ segir Kjartan Darri hugsandi. Það virðast vera einu mörkin? Þar dregur fólk línuna? „Já, það virðist vera.“Allt skjalfest og pottþétt.Vísir/NannaEn eftir hvaða bókstaf starfa Solstice-prestarnir?„Það er bara bókstafur kærleikans. Þó kærleikurinn verði nú ekki skráður í neina bók,“ útskýrir Kjartan Darri. „En ætli það sé ekki bara Mátturinn í núinu eftir Eckhart Tolle,“ spyr Ólafur og hlær. „Jú ef einhver bók. Þá hún,“ samþykkir kollegi hans. Blaðamaður finnur mikla ró hjá Solstice-prestunum í Solstice-kirkjunni, allt umlukið kærleika og hamingju. Prestarnir kveðja eftir viðtalið með því að taka einhvers konar blessunartákn sem hlýtur að teljast áður óséð og halda áfram að breiða út kærleika til allra þeirra sem vilja þiggja hann.Kærleikur.Vísir/Nanna
Tengdar fréttir Tískan á Solstice Glamour x Secret Solstice 2016. 18. júní 2016 13:15 Stórkostlegir tónleikar Radiohead slógu í gegn: „Það er frábært að spila loksins á Íslandi“ Hin goðsagnakennda hljómsveit Radiohead spilaði vel og lengi í Laugardalshöll í gær. Mörg af helstu lögum hljómsveitarinnar fengu að heyrast. 18. júní 2016 10:30 Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Sjá meira
Stórkostlegir tónleikar Radiohead slógu í gegn: „Það er frábært að spila loksins á Íslandi“ Hin goðsagnakennda hljómsveit Radiohead spilaði vel og lengi í Laugardalshöll í gær. Mörg af helstu lögum hljómsveitarinnar fengu að heyrast. 18. júní 2016 10:30