Kári: Á skalanum 1-10 í svekkelsi er þetta 10 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2016 19:42 Kári Árnason átti flottan leik en það dugði því miður ekki til sigurs. vísir/vilhelm „Á skalanum 1-10 er þetta tíu. Þetta var grátlegt," sagði sársvekktur Kári Árnason, miðvörður íslenska liðsins, við Vísi eftir 1-1 jafnteflið gegn Ungverjalandi á EM í fótbolta í kvöld. Ísland komst yfir með marki Gylfa Þórs Sigurðssonar á 40. mínútu en Ungverjar jöfnuðu með sjálfsmarki Birkis Más Sævarssonar tveimur mínútum fyrir leiks. „Mér fannst við stýra þessum leik þó við hefðum ekki spilað okkar besta leik. Við vorum traustir í vörninni og þeir skapa engin dauðafæri eins og Portúgal gerði. Þetta er bara grátlegt,“ sagði Kári. „Við erum enn þá ósigraðir og erum vissulega stoltir af því en við áttum að vinna þennan leik. Kannski áttuðum við okkur ekki alveg á því hversu stórt þetta var í dag. Við gátum tekið fyrsta sætið í þessum riðli, en svona er þetta. Við förum bara upp á hestinn aftur og undirbúum okkur fyrir Austurríki. Þann leik þurfum við að vinna.“ Kári er alls ekki á því að íslenska liðið sé úr leik þrátt fyrir að erfitt verkefni er eftir gegn Austurríki þar sem strákarnir þurfa helst sigur. Þrjú stig í Saint-Denis eftir fjóra daga tryggja okkar mönnum sæti í 16 liða úrslitunum. „Við gátum stolið sigrinum á móti Portúgal á lokamínútunum og við hefðum getað stolið sigrinum aftur hérna á lokasekúndunum. Við erum ekki grafnir enn þá. Við erum vel inn í þessu móti. Planið hefur alltaf verið að komast upp úr riðlinum og það breytist ekkert,“ sagði Kári, en hvað gerðist í jöfnunarmarkinu? „Það er eins og við höngum ekki alveg með þeim. Þeir fara í veggspil við teiginn og við erum ágætlega staðsettir. Hefði maðurinn gefið á einhvern annan hefðum við neglt þessum bolta upp í stúku en hann nær að troða boltanum á milli mín og Hannesar. Birkir Már er meira að segja mjög vel staðsettur en boltinn skoppar bara illa fyrir hann.“ Miðvörðurinn öflugi sem átti góðan leik er stoltur af frammistöðu liðsins en það er samt enn ýmislegt sem okkar menn geta lagað og þurfa að gera það fyrir síðasta leikinn. „Við getum allir verið stoltir af varnarleiknum en við þurfum að bæta ýmislegt í sóknarleik og uppspili. En við verjumst eins og lið og sækjum eins og lið. Þetta snýst ekkert um varnarmenn eða sóknarmenn heldur er það allt liðið sem þarf að spila boltanum betur þannig við getum skapað okkur tækifæri með einhverju öðru en löngum sendingum,“ sagði Kári Árnason. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18 Alfreð: Kem ferskur inn í 16-liða úrslitin Alfreð Finnbogason segir að tilfinningin eftir viðureign Íslands og Ungverjalands hafi verið eins og eftir tapleik. 18. júní 2016 19:34 Ungverjar hentu logandi blysum í átt að íslensku strákunum | Myndir Ungversku stuðningsmennirnir voru til vandræða á leik Íslands og Ungverjalands á EM í fótbolta í Frakklandi í dag en það gekk mikið á á pöllunum á Stade Vélodrome leikvanginum í Marseille. 18. júní 2016 18:39 Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu Hannes Þór Halldórsson, markvörður Ísland, segir að það hafi farið rosalega ónotatilfinning um líkama hans þegar Ungverjar jöfnuðu metin undir lok leiksins í kvöld. 18. júní 2016 19:35 Captain Jean-Luc Picard styður íslenska liðið Það gladdi leikarann Sir Patrick Stewart að sjá Ungverjaland fagna jafntefli gegn Íslandi. 18. júní 2016 19:33 Birkir: Veit ekki hvort allir hafi verið 100 prósent einbeittir Birkir Bjarnason var frábær gegn Ungverjalandi í kvöld en hann var sársvekktur með að fá bara eitt stig. 18. júní 2016 19:26 Gylfi hljóp meira en ellefu kílómetra annan leikinn í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði ekki bara mark íslenska liðsins í jafnteflinu á móti Ungverjum í EM í dag heldur var hann einnig sá leikmaður liðsins sem hljóp mest í leiknum. 18. júní 2016 22:00 Kolbeinn: Okkur líður eins og við höfum tapað leiknum Var valinn maður leiksins af Knattspyrnusambandi Evrópu og sat því fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik. 18. júní 2016 18:15 Emil: Ef þið viljið klína þessu marki á mig þá get ég alveg tekið það á mig Emil Hallfreðsson kom inná sem varamaður fyrir Aron Einar Gunnarsson og sofnaði á verðinum þegar Ungverjum tókst að jafna metin í lokin. Hann var svekktur í leikslok og allir okkar strákar. 18. júní 2016 19:07 Mest lesið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira
„Á skalanum 1-10 er þetta tíu. Þetta var grátlegt," sagði sársvekktur Kári Árnason, miðvörður íslenska liðsins, við Vísi eftir 1-1 jafnteflið gegn Ungverjalandi á EM í fótbolta í kvöld. Ísland komst yfir með marki Gylfa Þórs Sigurðssonar á 40. mínútu en Ungverjar jöfnuðu með sjálfsmarki Birkis Más Sævarssonar tveimur mínútum fyrir leiks. „Mér fannst við stýra þessum leik þó við hefðum ekki spilað okkar besta leik. Við vorum traustir í vörninni og þeir skapa engin dauðafæri eins og Portúgal gerði. Þetta er bara grátlegt,“ sagði Kári. „Við erum enn þá ósigraðir og erum vissulega stoltir af því en við áttum að vinna þennan leik. Kannski áttuðum við okkur ekki alveg á því hversu stórt þetta var í dag. Við gátum tekið fyrsta sætið í þessum riðli, en svona er þetta. Við förum bara upp á hestinn aftur og undirbúum okkur fyrir Austurríki. Þann leik þurfum við að vinna.“ Kári er alls ekki á því að íslenska liðið sé úr leik þrátt fyrir að erfitt verkefni er eftir gegn Austurríki þar sem strákarnir þurfa helst sigur. Þrjú stig í Saint-Denis eftir fjóra daga tryggja okkar mönnum sæti í 16 liða úrslitunum. „Við gátum stolið sigrinum á móti Portúgal á lokamínútunum og við hefðum getað stolið sigrinum aftur hérna á lokasekúndunum. Við erum ekki grafnir enn þá. Við erum vel inn í þessu móti. Planið hefur alltaf verið að komast upp úr riðlinum og það breytist ekkert,“ sagði Kári, en hvað gerðist í jöfnunarmarkinu? „Það er eins og við höngum ekki alveg með þeim. Þeir fara í veggspil við teiginn og við erum ágætlega staðsettir. Hefði maðurinn gefið á einhvern annan hefðum við neglt þessum bolta upp í stúku en hann nær að troða boltanum á milli mín og Hannesar. Birkir Már er meira að segja mjög vel staðsettur en boltinn skoppar bara illa fyrir hann.“ Miðvörðurinn öflugi sem átti góðan leik er stoltur af frammistöðu liðsins en það er samt enn ýmislegt sem okkar menn geta lagað og þurfa að gera það fyrir síðasta leikinn. „Við getum allir verið stoltir af varnarleiknum en við þurfum að bæta ýmislegt í sóknarleik og uppspili. En við verjumst eins og lið og sækjum eins og lið. Þetta snýst ekkert um varnarmenn eða sóknarmenn heldur er það allt liðið sem þarf að spila boltanum betur þannig við getum skapað okkur tækifæri með einhverju öðru en löngum sendingum,“ sagði Kári Árnason.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18 Alfreð: Kem ferskur inn í 16-liða úrslitin Alfreð Finnbogason segir að tilfinningin eftir viðureign Íslands og Ungverjalands hafi verið eins og eftir tapleik. 18. júní 2016 19:34 Ungverjar hentu logandi blysum í átt að íslensku strákunum | Myndir Ungversku stuðningsmennirnir voru til vandræða á leik Íslands og Ungverjalands á EM í fótbolta í Frakklandi í dag en það gekk mikið á á pöllunum á Stade Vélodrome leikvanginum í Marseille. 18. júní 2016 18:39 Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu Hannes Þór Halldórsson, markvörður Ísland, segir að það hafi farið rosalega ónotatilfinning um líkama hans þegar Ungverjar jöfnuðu metin undir lok leiksins í kvöld. 18. júní 2016 19:35 Captain Jean-Luc Picard styður íslenska liðið Það gladdi leikarann Sir Patrick Stewart að sjá Ungverjaland fagna jafntefli gegn Íslandi. 18. júní 2016 19:33 Birkir: Veit ekki hvort allir hafi verið 100 prósent einbeittir Birkir Bjarnason var frábær gegn Ungverjalandi í kvöld en hann var sársvekktur með að fá bara eitt stig. 18. júní 2016 19:26 Gylfi hljóp meira en ellefu kílómetra annan leikinn í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði ekki bara mark íslenska liðsins í jafnteflinu á móti Ungverjum í EM í dag heldur var hann einnig sá leikmaður liðsins sem hljóp mest í leiknum. 18. júní 2016 22:00 Kolbeinn: Okkur líður eins og við höfum tapað leiknum Var valinn maður leiksins af Knattspyrnusambandi Evrópu og sat því fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik. 18. júní 2016 18:15 Emil: Ef þið viljið klína þessu marki á mig þá get ég alveg tekið það á mig Emil Hallfreðsson kom inná sem varamaður fyrir Aron Einar Gunnarsson og sofnaði á verðinum þegar Ungverjum tókst að jafna metin í lokin. Hann var svekktur í leikslok og allir okkar strákar. 18. júní 2016 19:07 Mest lesið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira
Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18
Alfreð: Kem ferskur inn í 16-liða úrslitin Alfreð Finnbogason segir að tilfinningin eftir viðureign Íslands og Ungverjalands hafi verið eins og eftir tapleik. 18. júní 2016 19:34
Ungverjar hentu logandi blysum í átt að íslensku strákunum | Myndir Ungversku stuðningsmennirnir voru til vandræða á leik Íslands og Ungverjalands á EM í fótbolta í Frakklandi í dag en það gekk mikið á á pöllunum á Stade Vélodrome leikvanginum í Marseille. 18. júní 2016 18:39
Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu Hannes Þór Halldórsson, markvörður Ísland, segir að það hafi farið rosalega ónotatilfinning um líkama hans þegar Ungverjar jöfnuðu metin undir lok leiksins í kvöld. 18. júní 2016 19:35
Captain Jean-Luc Picard styður íslenska liðið Það gladdi leikarann Sir Patrick Stewart að sjá Ungverjaland fagna jafntefli gegn Íslandi. 18. júní 2016 19:33
Birkir: Veit ekki hvort allir hafi verið 100 prósent einbeittir Birkir Bjarnason var frábær gegn Ungverjalandi í kvöld en hann var sársvekktur með að fá bara eitt stig. 18. júní 2016 19:26
Gylfi hljóp meira en ellefu kílómetra annan leikinn í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði ekki bara mark íslenska liðsins í jafnteflinu á móti Ungverjum í EM í dag heldur var hann einnig sá leikmaður liðsins sem hljóp mest í leiknum. 18. júní 2016 22:00
Kolbeinn: Okkur líður eins og við höfum tapað leiknum Var valinn maður leiksins af Knattspyrnusambandi Evrópu og sat því fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik. 18. júní 2016 18:15
Emil: Ef þið viljið klína þessu marki á mig þá get ég alveg tekið það á mig Emil Hallfreðsson kom inná sem varamaður fyrir Aron Einar Gunnarsson og sofnaði á verðinum þegar Ungverjum tókst að jafna metin í lokin. Hann var svekktur í leikslok og allir okkar strákar. 18. júní 2016 19:07