Fótbolti

Captain Jean-Luc Picard styður íslenska liðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Patrick Stewart, einnig þekktur sem Captain Jean-Luc Picard, styður strákana okkar.
Patrick Stewart, einnig þekktur sem Captain Jean-Luc Picard, styður strákana okkar. Vísir/Getty
Ísland hefur vakið heimsathygli með frammistöðu sinni á EM í Frakklandi. Svo mikið er víst.

Sir Patrick Stewart, breski leikarinn sem er þekktastur fyrir að leika Jean-Luc Picard í Star Trek og Professor X í X-Men-myndunum sagði á Twitter-síðu sinni eftir leik Íslands í Ungverjalands í kvöld að hann haldi nú með Íslandi.

Eins og sjá má á færslunni hér fyrir ofan mun Ísland eiga stuðning Stewart að minnsta kosti fram á mánudag, er England mætir Slóvakíu.

Stewart er gríðarlega vinsæll hjá ótrúlega stórum hóps áhugamanna um þáttaraðrnar og kvikmyndirnar sem bera nafn Star Trek og hefur Twitter-færsla hans fengið sterk viðbrögð á skömmum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×