Lars: Strákarnir svindla ekki en þurfa samt að vera aðeins kaldari Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. júní 2016 13:43 Lars Lagerbäck var brattur á æfingu dagsins þrátt fyrir úrslit gærkvöldsins. vísir/vilhelm Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, var stoltur af varnarleik strákanna okkar í 1-1 jafnteflinu gegn Ungverjalandi í gær en var að sjálfsögðu svekktur með úrslitin þar sem okkar menn komust yfir. Íslenska liðið varðist nánast frá fyrstu mínútu og sérstaklega í seinni hálfleiknum þegar liðið var með forskotið eftir vítaspyrnumark Gylfa Þórs Sigurðssonar. Liðið bakkaði þá alltof mikið en það er ekki ný saga.Sjá einnig:Lars: Verð að hrósa Íslendingum fyrir að sýna Eiði Smára þessa virðingu „Fyrri hálfleikurinn var nokkuð góður. Við hefðum átt að vera meira með boltanum í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik vorum við of varkárir og gerðum mistök. Strákarnir ætla sér ekki að gera þetta en þetta kemur sjálfkrafa. Þegar þeir komast yfir vilja þeir passa upp á forskotið,“ sagði Lars við Vísi á æfingasvæði íslenska liðsins.Björgin Stefán Pétursson og hinir 8.999 Íslendingarnir á Stade Vélodrome voru svekktir í leikslok.vísir/vilhelmSkrítnir hlutir Svíinn var ósáttur við hvernig strákarnir fóru með föst leikatriði í seinni hálfleiknum og sérstaklega undir lokin. Þeir gáfu sér ekki nógu mikinn tíma til að stilla upp en klukkan var auðvitað líka besti vinur strákanna verandi marki yfir. „Við töluðum líka sérstaklega um föstu leikatriðin. Þegar við vorum 1-0 yfir og lítið eftir fórum við að gera mjög skrítna hluti í föstum leikatriðum eins og að senda boltann þegar enginn var tilbúinn. Við verðum að vera aðeins kaldari í þessum stöðum til að drepa leikinn,“ sagði Lars. „Ég virði samt leikmennina okkar því það er ekkert rugl eða svindl í gangi. Þeir eru ekkert að dýfa sér heldur spila með góðu viðhorfi og sýna öllum virðingu. Menn verða samt að gefa sér smá tíma eins og þegar við ætlum að taka langt innkast. Þá verðum við að bíða í tíu sekúndur og verða aðeins kaldari,“ sagði Lars Lagerbäck.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Æfing landsliðsins í Annecy blásin af Aðeins fimm af leikmönnunum sem byrjuðu ekki í gær vildu komast í hreyfingu þannig að ákveðið var að sleppa æfingunni í dag. 19. júní 2016 13:29 Leikaðferð Íslands útskýrð | Myndband Blaðamaður The Telegraph rýnir í 4-4-2 leikaðferð íslenska liðsins sem það hefur spilað síðan Lars Lagerbäck tók við. 19. júní 2016 14:30 Lars: Verð að hrósa Íslendingum fyrir að sýna Eiði Smára þessa virðingu Eiður Smári Guðjohnsen fékk ótrúlegar móttökur þegar hann kom inn á gegn Ungverjalandi í gær. 19. júní 2016 13:25 Stig er stig og þetta var sjötíu milljóna króna virði Hver leikmaður fær í sinn hlut í kringum tvær milljónir króna fyrir jafnteflið. 19. júní 2016 16:00 Austurríki verður að vinna Ísland til að komast áfram Jafntefli mun ekki duga Austurríki til að komast úr botnsæti F-riðils á EM í Frakklandi. 19. júní 2016 15:30 Eiður Smári: Íslenskir stuðningsmenn komnir á hærra plan Eiður Smári Guðjohnsen segist vera endalaust þakklátur fyrir stuðninginn sem hann og allt íslenska landsliðið fær á EM í Frakklandi. 19. júní 2016 12:51 Hjörvar fer yfir slakan árangur Lars á stórmótum Sumarmessan var venju samkvæmt á dagskrá á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 19. júní 2016 14:00 Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, var stoltur af varnarleik strákanna okkar í 1-1 jafnteflinu gegn Ungverjalandi í gær en var að sjálfsögðu svekktur með úrslitin þar sem okkar menn komust yfir. Íslenska liðið varðist nánast frá fyrstu mínútu og sérstaklega í seinni hálfleiknum þegar liðið var með forskotið eftir vítaspyrnumark Gylfa Þórs Sigurðssonar. Liðið bakkaði þá alltof mikið en það er ekki ný saga.Sjá einnig:Lars: Verð að hrósa Íslendingum fyrir að sýna Eiði Smára þessa virðingu „Fyrri hálfleikurinn var nokkuð góður. Við hefðum átt að vera meira með boltanum í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik vorum við of varkárir og gerðum mistök. Strákarnir ætla sér ekki að gera þetta en þetta kemur sjálfkrafa. Þegar þeir komast yfir vilja þeir passa upp á forskotið,“ sagði Lars við Vísi á æfingasvæði íslenska liðsins.Björgin Stefán Pétursson og hinir 8.999 Íslendingarnir á Stade Vélodrome voru svekktir í leikslok.vísir/vilhelmSkrítnir hlutir Svíinn var ósáttur við hvernig strákarnir fóru með föst leikatriði í seinni hálfleiknum og sérstaklega undir lokin. Þeir gáfu sér ekki nógu mikinn tíma til að stilla upp en klukkan var auðvitað líka besti vinur strákanna verandi marki yfir. „Við töluðum líka sérstaklega um föstu leikatriðin. Þegar við vorum 1-0 yfir og lítið eftir fórum við að gera mjög skrítna hluti í föstum leikatriðum eins og að senda boltann þegar enginn var tilbúinn. Við verðum að vera aðeins kaldari í þessum stöðum til að drepa leikinn,“ sagði Lars. „Ég virði samt leikmennina okkar því það er ekkert rugl eða svindl í gangi. Þeir eru ekkert að dýfa sér heldur spila með góðu viðhorfi og sýna öllum virðingu. Menn verða samt að gefa sér smá tíma eins og þegar við ætlum að taka langt innkast. Þá verðum við að bíða í tíu sekúndur og verða aðeins kaldari,“ sagði Lars Lagerbäck.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Æfing landsliðsins í Annecy blásin af Aðeins fimm af leikmönnunum sem byrjuðu ekki í gær vildu komast í hreyfingu þannig að ákveðið var að sleppa æfingunni í dag. 19. júní 2016 13:29 Leikaðferð Íslands útskýrð | Myndband Blaðamaður The Telegraph rýnir í 4-4-2 leikaðferð íslenska liðsins sem það hefur spilað síðan Lars Lagerbäck tók við. 19. júní 2016 14:30 Lars: Verð að hrósa Íslendingum fyrir að sýna Eiði Smára þessa virðingu Eiður Smári Guðjohnsen fékk ótrúlegar móttökur þegar hann kom inn á gegn Ungverjalandi í gær. 19. júní 2016 13:25 Stig er stig og þetta var sjötíu milljóna króna virði Hver leikmaður fær í sinn hlut í kringum tvær milljónir króna fyrir jafnteflið. 19. júní 2016 16:00 Austurríki verður að vinna Ísland til að komast áfram Jafntefli mun ekki duga Austurríki til að komast úr botnsæti F-riðils á EM í Frakklandi. 19. júní 2016 15:30 Eiður Smári: Íslenskir stuðningsmenn komnir á hærra plan Eiður Smári Guðjohnsen segist vera endalaust þakklátur fyrir stuðninginn sem hann og allt íslenska landsliðið fær á EM í Frakklandi. 19. júní 2016 12:51 Hjörvar fer yfir slakan árangur Lars á stórmótum Sumarmessan var venju samkvæmt á dagskrá á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 19. júní 2016 14:00 Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Sjá meira
Æfing landsliðsins í Annecy blásin af Aðeins fimm af leikmönnunum sem byrjuðu ekki í gær vildu komast í hreyfingu þannig að ákveðið var að sleppa æfingunni í dag. 19. júní 2016 13:29
Leikaðferð Íslands útskýrð | Myndband Blaðamaður The Telegraph rýnir í 4-4-2 leikaðferð íslenska liðsins sem það hefur spilað síðan Lars Lagerbäck tók við. 19. júní 2016 14:30
Lars: Verð að hrósa Íslendingum fyrir að sýna Eiði Smára þessa virðingu Eiður Smári Guðjohnsen fékk ótrúlegar móttökur þegar hann kom inn á gegn Ungverjalandi í gær. 19. júní 2016 13:25
Stig er stig og þetta var sjötíu milljóna króna virði Hver leikmaður fær í sinn hlut í kringum tvær milljónir króna fyrir jafnteflið. 19. júní 2016 16:00
Austurríki verður að vinna Ísland til að komast áfram Jafntefli mun ekki duga Austurríki til að komast úr botnsæti F-riðils á EM í Frakklandi. 19. júní 2016 15:30
Eiður Smári: Íslenskir stuðningsmenn komnir á hærra plan Eiður Smári Guðjohnsen segist vera endalaust þakklátur fyrir stuðninginn sem hann og allt íslenska landsliðið fær á EM í Frakklandi. 19. júní 2016 12:51
Hjörvar fer yfir slakan árangur Lars á stórmótum Sumarmessan var venju samkvæmt á dagskrá á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 19. júní 2016 14:00