Lestarkerfi í Frakklandi í lamasessi korteri fyrir EM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2016 13:58 Frá mótmælaaðgerðum í síðustu viku. Vísir/EPA Ótímabundnar verkfallsaðgerðir af hálfu lestarstarfsmanna í Frakklandi valda því að aðeins sextíu prósent hraðlesta og einhvers staðar á bilinu þriðjungur til helmingur af annarri lestarþjónustu ganga sem stendur. Verkalýðsfélög mótmæla breytingum á vinnutíma en verkfallið kemur á ólgutímum hjá verkamönnum í Frakklandi vegna fyrirhugaðra lagabreytinga. Verkfallsaðgerðirnar gætu haft áhrif á ferðalög þúsunda Íslendinga sem halda á næstu vikum til Frakklands þar sem Evrópumótið í knattspyrnu karla hefst þann 10. júní. Karlalandslið Íslands spilar í St. Etienne 14. júní, í Marseille 18. júní og loks í París 22. júní. Töluverðar fjarlægðir eru á milli borganna og því ljóst að aðgerðir lestarstarfsmanna og annarra verkamanna gæti haft áhrif á ferðalög EM-fara, íslenskra sem erlendra. Langar raðir hafa myndast á lestarstöðvum í Frakklandi.Vísir/EPA 35 klukkustunda vinnuvika Vinnuvikan í Frakklandi er 35 klukkustundir, starfsmenn eiga ekki að verja meiri tíma í vinnu en það samkvæmt lögum. Þá eiga allir rétt á 35 klukkustunda samfelldu fríi í vikunni, sem fellur oftast á helgi og ellefu klukkustunda hvíld á hverjum sólarhring. Til samanburðar er vinnuvikan 40 klukkustundir á Íslandi og hámarkslengd vinnuviku í Bretlandi er 48 klukkustundir. Meðalvinnutími Frakka reynist þó meiri en hann á að vera samkvæmt lögum. Þannig unnu Frakkar að meðaltali 37,5 klukkustundir á viku árið 2014 sem er meira en Bretar (36,1 klukkustund) og Þjóðverjar (35,3 klukkustundir) að því er segir í frétt BBC. Lögum samkvæmt ættu Frakkar að fá greidda yfirvinnu fyrir þann tíma sem þeir vinna umfram eða fá annars konar uppbót, svo sem í formi vaktafría. Það gildir ekki í Bretlandi og Þýskalandi. Francois Hollande Frakklandsforseti.Vísir/AFP Frumvarpið verður ekki stöðvað Breytingin sem verkamenn í Frakklandi eru ósáttir við snýr að því að vinnuveitendur geti beðið starfsmenn um að vinna allt að 46 klukkustunda vinnuviku og jafnvel 60 klukkustunda vinnuviku í undantekningartilfellum. Í staðinn fengju starfsmennirnir styttri vinnuvikur á móti þannig að útkoman yrði 35 klukkustunda löng meðalvika. Í tilfellum sumra verkamanna myndi það brjóta á reglunni um ellefu klukkustunda samfelldan hvíldartíma á hverjum sólarhring. Breytingarnar myndu líka auðvelda fyrirtækjum að segja upp starfsmönnum sem frönsk yfirvöld sjá sem jákvæðan hlut því það myndi auðvelda fyrirtækjum að ráða nýtt starfsfólk. Hafa margir áhyggjur af því að eldra fólk muni í auknum mæli missa vinnuna gangi breytingar í gegn. Verkamannalög í Frakklandi veita starfsmönnum umtalsverða vernd. Fyrirtækjum getur verið meinað að segja upp fólki ef fyrirtækið skilar hagnaði. Breytingarnar myndu gera fyrirtækjum, þar sem hagnaður hefur minnkað fjóra ársfjórðunga í röð, að reka fólk. Ný lög yrðu engu að síður vinsamlegri í garð verkamanna en í flestum öðrum Evrópulöndum. Atvinnuleysi í Frakklandi er um 10 prósent samanborið við um fimm prósent í nágannalöndunum Bretlandi og Þýskalandi. Francois Hollande Frakklandsforseti segir að lagafrumvarpið verði ekki dregið til baka þrátt fyrir mótmælaöldu undanfarna mánuði. Kom til átaka milli mótmælanda og lögreglu í síðustu viku. Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, gagnrýnir stefnu Hollande harðlega og segir hann hafa tekið ranglega á öllu því sem snertir fyrirhugaða löggjöf. Sjálfur sætir Sarkozy ákæru fyrir spillingu. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Europol: Mikil hryðjuverkaógn á EM í Frakklandi Yfirmaður Evrópulögreglunnar segir Evrópumótið í fótbolta augljóst skotmark íslamska ríkisins. 1. júní 2016 13:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Ótímabundnar verkfallsaðgerðir af hálfu lestarstarfsmanna í Frakklandi valda því að aðeins sextíu prósent hraðlesta og einhvers staðar á bilinu þriðjungur til helmingur af annarri lestarþjónustu ganga sem stendur. Verkalýðsfélög mótmæla breytingum á vinnutíma en verkfallið kemur á ólgutímum hjá verkamönnum í Frakklandi vegna fyrirhugaðra lagabreytinga. Verkfallsaðgerðirnar gætu haft áhrif á ferðalög þúsunda Íslendinga sem halda á næstu vikum til Frakklands þar sem Evrópumótið í knattspyrnu karla hefst þann 10. júní. Karlalandslið Íslands spilar í St. Etienne 14. júní, í Marseille 18. júní og loks í París 22. júní. Töluverðar fjarlægðir eru á milli borganna og því ljóst að aðgerðir lestarstarfsmanna og annarra verkamanna gæti haft áhrif á ferðalög EM-fara, íslenskra sem erlendra. Langar raðir hafa myndast á lestarstöðvum í Frakklandi.Vísir/EPA 35 klukkustunda vinnuvika Vinnuvikan í Frakklandi er 35 klukkustundir, starfsmenn eiga ekki að verja meiri tíma í vinnu en það samkvæmt lögum. Þá eiga allir rétt á 35 klukkustunda samfelldu fríi í vikunni, sem fellur oftast á helgi og ellefu klukkustunda hvíld á hverjum sólarhring. Til samanburðar er vinnuvikan 40 klukkustundir á Íslandi og hámarkslengd vinnuviku í Bretlandi er 48 klukkustundir. Meðalvinnutími Frakka reynist þó meiri en hann á að vera samkvæmt lögum. Þannig unnu Frakkar að meðaltali 37,5 klukkustundir á viku árið 2014 sem er meira en Bretar (36,1 klukkustund) og Þjóðverjar (35,3 klukkustundir) að því er segir í frétt BBC. Lögum samkvæmt ættu Frakkar að fá greidda yfirvinnu fyrir þann tíma sem þeir vinna umfram eða fá annars konar uppbót, svo sem í formi vaktafría. Það gildir ekki í Bretlandi og Þýskalandi. Francois Hollande Frakklandsforseti.Vísir/AFP Frumvarpið verður ekki stöðvað Breytingin sem verkamenn í Frakklandi eru ósáttir við snýr að því að vinnuveitendur geti beðið starfsmenn um að vinna allt að 46 klukkustunda vinnuviku og jafnvel 60 klukkustunda vinnuviku í undantekningartilfellum. Í staðinn fengju starfsmennirnir styttri vinnuvikur á móti þannig að útkoman yrði 35 klukkustunda löng meðalvika. Í tilfellum sumra verkamanna myndi það brjóta á reglunni um ellefu klukkustunda samfelldan hvíldartíma á hverjum sólarhring. Breytingarnar myndu líka auðvelda fyrirtækjum að segja upp starfsmönnum sem frönsk yfirvöld sjá sem jákvæðan hlut því það myndi auðvelda fyrirtækjum að ráða nýtt starfsfólk. Hafa margir áhyggjur af því að eldra fólk muni í auknum mæli missa vinnuna gangi breytingar í gegn. Verkamannalög í Frakklandi veita starfsmönnum umtalsverða vernd. Fyrirtækjum getur verið meinað að segja upp fólki ef fyrirtækið skilar hagnaði. Breytingarnar myndu gera fyrirtækjum, þar sem hagnaður hefur minnkað fjóra ársfjórðunga í röð, að reka fólk. Ný lög yrðu engu að síður vinsamlegri í garð verkamanna en í flestum öðrum Evrópulöndum. Atvinnuleysi í Frakklandi er um 10 prósent samanborið við um fimm prósent í nágannalöndunum Bretlandi og Þýskalandi. Francois Hollande Frakklandsforseti segir að lagafrumvarpið verði ekki dregið til baka þrátt fyrir mótmælaöldu undanfarna mánuði. Kom til átaka milli mótmælanda og lögreglu í síðustu viku. Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, gagnrýnir stefnu Hollande harðlega og segir hann hafa tekið ranglega á öllu því sem snertir fyrirhugaða löggjöf. Sjálfur sætir Sarkozy ákæru fyrir spillingu.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Europol: Mikil hryðjuverkaógn á EM í Frakklandi Yfirmaður Evrópulögreglunnar segir Evrópumótið í fótbolta augljóst skotmark íslamska ríkisins. 1. júní 2016 13:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Europol: Mikil hryðjuverkaógn á EM í Frakklandi Yfirmaður Evrópulögreglunnar segir Evrópumótið í fótbolta augljóst skotmark íslamska ríkisins. 1. júní 2016 13:00