Ólöf Nordal hissa á skorti á kynjablöndun á EM Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2016 15:48 Það kom innanríkisráðherra fullkomlega á óvart að einungis karlkyns lögreglumenn skyldu sendir til Frakklands. Vísir/Vilhelm Það kom Ólöfu Nordal innanríkisráðherra „fullkomlega á óvart“ að einungis karlkyns lögreglumenn skyldu sendir á Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi sem hefst innan tíðar. Hennar skilningur hafi verið sá að jafnt hafi verið leitað eftir körlum sem konum. Þetta kom fram í máli Ólafar á Alþingi er hún svaraði fyrirspurn Brynhildar Pétursdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar. „Það var skilningur minn að verið væri að leita jafnt að körlum sem konum og ég held að það hafi verið hugsunin. Ég hafði ekki hugmyndaflug í það sjálf að niðurstaðan gæti orðið þessi þannig að það kom mér fullkomlega á óvart,“ sagði Ólöf á þingi í dag sem ætlar að koma skoðun sinni á framfæri við ríkislögreglustjóra. Líkt og komið hefur fram mun ríkislögreglustjóri senda átta lögreglumenn á Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi. Eiga þeir að vera frönskum lögregluyfirvöldum innan handar. Í hópnum eru eingöngu karlar. Kurr er meðal lögreglukvenna vegna þeirrar ákvörðunar að senda bara karla til Frakklands en samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra gáfu lögreglukonur ekki kost á sér í verkefnið. Embætti ríkislögreglustjóra segist ekki hafa fengið beiðni frá frönskum yfirvöldum um að átta manna hópur lögregluþjóna sem sendur yrði til Frakklands í sumar yrði kynjablandaður. Alþingi EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Átta íslenskir lögreglumenn standa vaktina á EM í Frakklandi Ríkisstjórn Íslands setur allt að 20 milljónir króna í verkefnið. 24. maí 2016 15:25 Lögreglukonur ósáttar við ójöfnuð á EM Engin lögreglukona verður í hópi átta íslenskra lögregluþjóna á Evrópumeistaramótinu í fótbolta í Frakklandi. Konum hjá Ríkislögreglustjóra var boðið en engin sá sér fært að fara. Fyrrverandi lögreglukona segir þetta letjandi sk 2. júní 2016 07:00 Ríkislögreglustjóri kannast ekki við beiðni um kynjablöndun Einungisi karlar verða sendir til Frakklands til aðstoðar lögreglu þar vegna Evrópumótsins. 1. júní 2016 22:44 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Það kom Ólöfu Nordal innanríkisráðherra „fullkomlega á óvart“ að einungis karlkyns lögreglumenn skyldu sendir á Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi sem hefst innan tíðar. Hennar skilningur hafi verið sá að jafnt hafi verið leitað eftir körlum sem konum. Þetta kom fram í máli Ólafar á Alþingi er hún svaraði fyrirspurn Brynhildar Pétursdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar. „Það var skilningur minn að verið væri að leita jafnt að körlum sem konum og ég held að það hafi verið hugsunin. Ég hafði ekki hugmyndaflug í það sjálf að niðurstaðan gæti orðið þessi þannig að það kom mér fullkomlega á óvart,“ sagði Ólöf á þingi í dag sem ætlar að koma skoðun sinni á framfæri við ríkislögreglustjóra. Líkt og komið hefur fram mun ríkislögreglustjóri senda átta lögreglumenn á Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi. Eiga þeir að vera frönskum lögregluyfirvöldum innan handar. Í hópnum eru eingöngu karlar. Kurr er meðal lögreglukvenna vegna þeirrar ákvörðunar að senda bara karla til Frakklands en samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra gáfu lögreglukonur ekki kost á sér í verkefnið. Embætti ríkislögreglustjóra segist ekki hafa fengið beiðni frá frönskum yfirvöldum um að átta manna hópur lögregluþjóna sem sendur yrði til Frakklands í sumar yrði kynjablandaður.
Alþingi EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Átta íslenskir lögreglumenn standa vaktina á EM í Frakklandi Ríkisstjórn Íslands setur allt að 20 milljónir króna í verkefnið. 24. maí 2016 15:25 Lögreglukonur ósáttar við ójöfnuð á EM Engin lögreglukona verður í hópi átta íslenskra lögregluþjóna á Evrópumeistaramótinu í fótbolta í Frakklandi. Konum hjá Ríkislögreglustjóra var boðið en engin sá sér fært að fara. Fyrrverandi lögreglukona segir þetta letjandi sk 2. júní 2016 07:00 Ríkislögreglustjóri kannast ekki við beiðni um kynjablöndun Einungisi karlar verða sendir til Frakklands til aðstoðar lögreglu þar vegna Evrópumótsins. 1. júní 2016 22:44 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Átta íslenskir lögreglumenn standa vaktina á EM í Frakklandi Ríkisstjórn Íslands setur allt að 20 milljónir króna í verkefnið. 24. maí 2016 15:25
Lögreglukonur ósáttar við ójöfnuð á EM Engin lögreglukona verður í hópi átta íslenskra lögregluþjóna á Evrópumeistaramótinu í fótbolta í Frakklandi. Konum hjá Ríkislögreglustjóra var boðið en engin sá sér fært að fara. Fyrrverandi lögreglukona segir þetta letjandi sk 2. júní 2016 07:00
Ríkislögreglustjóri kannast ekki við beiðni um kynjablöndun Einungisi karlar verða sendir til Frakklands til aðstoðar lögreglu þar vegna Evrópumótsins. 1. júní 2016 22:44