Erlent

Prince dó úr of stórum skammti af ópíumlyfjum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Tónlistarmaðurinn Prince lést eftir að hafa innbyrt of stóran skammt af ópíumlyfjum. Rannsakendur reyna nú að komast að því hvort að hann hafi fengið lyfin hjá lækni. Hinn 57 ára gamli Prince fannst látinn á heimili sínu þann 21. apríl síðastliðinn.

Þetta kemur fram á vef AP fréttaveitunnar, sem hefur þetta eftir ónafngreindum heimildarmanni.

Innan við viku áður en hann lést þurfti óvænt að lenda flugvél sem hann var í vegna þess að Prince þurfti að komast undir læknishendur. Hann fannst meðvitundarlaus í flugvélinni. Samkvæmt Sky News brugðust sjúkraliðar við með því að gefa honum lyf gegn of stórum skammti ópíumlyfja.

Tveir læknar munu vera til rannsóknar vegna dauðsfalls tónlistarmannsins. Annar sagðist hafa hitt Prince nokkrum vikum áður og skrifað upp á lyf fyrir hann. Hinn læknirinn hitti Prince degi áður en hann lést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×