Fótbolti

Kári ekki með gegn Liechtenstein

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kári verður fjarri góðu gamni á morgun.
Kári verður fjarri góðu gamni á morgun. vísir/anton
Miðvörðurinn Kári Árnason getur ekki tekið þátt í vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein annað kvöld vegna veikinda.

 

Þetta kom fram í máli Heimis Hallgrímssonar, landsliðsþjálfara, á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í morgun.

„Staðan á hópnum er góð,“ Heimir. „Eini maðurinn sem mun ekki spila þennan leik er Kári Árnason. Hann er með smá flensu. Annars eru allir á réttu róli. Sjúkrateymið okkar er að vinna frábært starf og þeir sem hafa spilað langt tímabil eru að frískast með hverjum deginum.

„Við erum að hugsa um ákveðna leikmenn, þeir þurfa spiltíma og að komast í leikform. Það sást í leiknum gegn Noregi að menn voru kannski ekki í sínu besta standi.“

Birkir Bjarnason hefur ekki tekið þátt í æfingum síðustu tvo daga en að sögn Heimis verður hann með í leiknum á morgun. Óvíst er þó hversu mikið hann mun spila.

Leikur Íslands og Liechtenstein hefst klukkan 19:30 annað kvöld. Þetta er síðasti vináttulandsleikur íslenska liðsins áður en það heldur til Frakklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×