Innanríkisráðherra hefði ekki gripið inn í deiluna nema ríkar ástæður væru til Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 8. júní 2016 18:22 vísir/ernir Flugumferðarstjórar funda um þessar mundir um frumvarp Ólafar Nordal þar sem lagt er til að bann verði sett á aðgerðir þeirra í kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins. Deilan er orðin langvinn og hefur raskað flugsamgöngum hér á landi. Hún náði hámarki 6. apríl síðastliðinn þegar flugumferðarstjórar hófu yfirvinnubann. Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, situr á fundi og getur því ekki tjáð sig við fjölmiðla að svo stöddu. Þó ert gert ráð fyrir því að hann komi í beina útsendingu hjá Kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir. Í kvöld verður svo félagsfundur flugumferðarstjóra. Umhverfis- og samgöngunefnd fundar um þessar mundir og verður þingfundur boðaður þegar nefndin lýkur störfum. Gert var ráð fyrir um tveimur tímum í störf nefndarinnar og má því leiða líkum að því að þingfundur hefjist fyrir 20.00. Flugumferðarstjórar í flugturninum í Reykjavík. Yfirvinnubannið hefur haft áhrif á störf þar og í Keflavík. Fréttablaðið/Ernir„Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að grípa inn í þessa deilu,“ sagði Ólöf Nordal í samtali við Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Eins og fram hefur komið mun það binda enda á yfirvinnubann flugumferðarstjóra þá þegar verði frumvarpið samþykkt sem lög. Þá verður fyrirkomulagið þannig að viðsemjendur hafa tvær vikur, eða til 24. júní, til að reyna til þrautar að ná samningum. Takist það ekki tekur Gerðardómur við málinu sem ákveður kaup og kjör. Afleiðingarnar alvarlegar „Ég vona svo sannarlega að það komi ekki til slíkra skipulagðra aðgerða,“ sagði Ólöf spurð um þá staðreynd að erfitt er að stýra veikindum starfsmanna. Hún segist vona að flugumferðarstjórar séu jafnheilsuhraustir og aðrir Íslendingar. Þá segir innanríkisráðherra að henni dyljist ekki að báðir viðsemjendur skilja alvarleika málsins. Ólöf segir það engan veginn ánægjulegt að þurfa að grípa til þessara aðgerða. „Það gerir það enginn nema ríkar ástæður séu til.“ Hún segir það auðvitað ákjósanlegast að fólk semji um hluti sem þessa, ríkisstjórnin sé ekki beinlínis að fetta fingur út í samningaviðræðurnar sem slíkar heldur þær afleiðingar sem hnúturinn hefur á efnahag og almannahagsmuni hér á landi. Málið var afgreitt frá ríkisstjórn Íslands í dag. „Það eru það ríkir almannahagsmunir undir að stjórnvöldum ber skylda til að stýra svona málum. Ríkisstjórnin stendur einhuga á bakvið það.“En í ljósi þess að þessar aðgerðir eru þær nýjust í hrinu verkfallsaðgerða á kjörtímabilinu er þá tilefni til að taka verkfallsréttinn hreinlega af sumum stéttum? „Það er erfitt að fara að alhæfa um það,“ svaraði Ólöf. „Ég held við þurfum að bera mikla virðingu fyrir þessum rétti.“ Sú virðing gildi á báða bóga, það er að segja bæði stjórnvöld og þeir sem hafa réttinn þurfa að bera virðingu fyrir verkfallsréttinum. Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Flugumferðarstjórar funda um þessar mundir um frumvarp Ólafar Nordal þar sem lagt er til að bann verði sett á aðgerðir þeirra í kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins. Deilan er orðin langvinn og hefur raskað flugsamgöngum hér á landi. Hún náði hámarki 6. apríl síðastliðinn þegar flugumferðarstjórar hófu yfirvinnubann. Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, situr á fundi og getur því ekki tjáð sig við fjölmiðla að svo stöddu. Þó ert gert ráð fyrir því að hann komi í beina útsendingu hjá Kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir. Í kvöld verður svo félagsfundur flugumferðarstjóra. Umhverfis- og samgöngunefnd fundar um þessar mundir og verður þingfundur boðaður þegar nefndin lýkur störfum. Gert var ráð fyrir um tveimur tímum í störf nefndarinnar og má því leiða líkum að því að þingfundur hefjist fyrir 20.00. Flugumferðarstjórar í flugturninum í Reykjavík. Yfirvinnubannið hefur haft áhrif á störf þar og í Keflavík. Fréttablaðið/Ernir„Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að grípa inn í þessa deilu,“ sagði Ólöf Nordal í samtali við Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Eins og fram hefur komið mun það binda enda á yfirvinnubann flugumferðarstjóra þá þegar verði frumvarpið samþykkt sem lög. Þá verður fyrirkomulagið þannig að viðsemjendur hafa tvær vikur, eða til 24. júní, til að reyna til þrautar að ná samningum. Takist það ekki tekur Gerðardómur við málinu sem ákveður kaup og kjör. Afleiðingarnar alvarlegar „Ég vona svo sannarlega að það komi ekki til slíkra skipulagðra aðgerða,“ sagði Ólöf spurð um þá staðreynd að erfitt er að stýra veikindum starfsmanna. Hún segist vona að flugumferðarstjórar séu jafnheilsuhraustir og aðrir Íslendingar. Þá segir innanríkisráðherra að henni dyljist ekki að báðir viðsemjendur skilja alvarleika málsins. Ólöf segir það engan veginn ánægjulegt að þurfa að grípa til þessara aðgerða. „Það gerir það enginn nema ríkar ástæður séu til.“ Hún segir það auðvitað ákjósanlegast að fólk semji um hluti sem þessa, ríkisstjórnin sé ekki beinlínis að fetta fingur út í samningaviðræðurnar sem slíkar heldur þær afleiðingar sem hnúturinn hefur á efnahag og almannahagsmuni hér á landi. Málið var afgreitt frá ríkisstjórn Íslands í dag. „Það eru það ríkir almannahagsmunir undir að stjórnvöldum ber skylda til að stýra svona málum. Ríkisstjórnin stendur einhuga á bakvið það.“En í ljósi þess að þessar aðgerðir eru þær nýjust í hrinu verkfallsaðgerða á kjörtímabilinu er þá tilefni til að taka verkfallsréttinn hreinlega af sumum stéttum? „Það er erfitt að fara að alhæfa um það,“ svaraði Ólöf. „Ég held við þurfum að bera mikla virðingu fyrir þessum rétti.“ Sú virðing gildi á báða bóga, það er að segja bæði stjórnvöld og þeir sem hafa réttinn þurfa að bera virðingu fyrir verkfallsréttinum.
Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38
Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10
Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15