Flugumferðarstjórar hissa á skorðum sem Gerðardómi eru settar Bjarki Ármannsson skrifar 9. júní 2016 11:31 Flugumferðarstjórar lýsa yfir mikilli furðu á því að lög sem sett hafa verið á aðgerðir þeirra í kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins setji Gerðardómi fyrirfram ákveðnar skorður. Þeir ítreka að hverjum og einum flugumferðarstjóra sé í sjálfsvald sett hvort hann vinni yfirvinnu, þrátt fyrir að yfirvinnubann sem hefur verið í gildi sé nú ólöglegt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra í gærkvöldi. Þar er sem fyrr segir gerð athugasemd við það að í lögunum segir að Gerðardómur, sem skipaður verður 24. júní ef samningar nást ekki fyrir þann tíma, skuli fyrst og fremst taka mið af kjarasamningum sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði síðustu misseri. „Um leið er honum fyrirskipað að horfa framhjá þeirri grundvallarkröfu flugumferðarstjóra að tekið sé tillit til þess hve mjög þeir hafa dregist aftur úr öðrum hópum launafólks á því fimm ára tímabili sem samið var til árið 2011,“ segir í ályktuninni.Sjá einnig: Alþingi samþykkti lög á kjaradeilu flugumferðarstjóra Félagsmenn lýsa yfir miklum vonbrigðum með inngrip stjórnvalda í kjaradeiluna. Þeir segja yfirvinnubannið sem í gildi hefur verið undanfarnar vikur mildar en nauðsynlegar aðgerðir til þess að ná eyrum og skilningi stjórnvalda. „Vakin er athygli á því að um það bil fimmta hver klukkustund hjá flugumferðarstjórum hefur, vegna manneklu í stéttinni, verið unnin í yfirvinnu,“ segir í ályktuninni. „Flugumferðarstjórar munu sem fyrr sinna öllum lögbundnum skyldum sínum en fundurinn ítrekar að þrátt fyrir lagasetninguna er hverjum og einum flugumferðarstjóra í sjálfsvald sett hvort hann vinni yfirvinnu.“ Félagsmenn segjast vona að samningar takist áður en fresturinn rennur út. Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Flugumferðarstjórar trúa því varla að Alþingi hyggist setja lög á yfirvinnubannið Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir hljóðið ekki gott í stéttinni. 8. júní 2016 18:48 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Flugumferðarstjórar lýsa yfir mikilli furðu á því að lög sem sett hafa verið á aðgerðir þeirra í kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins setji Gerðardómi fyrirfram ákveðnar skorður. Þeir ítreka að hverjum og einum flugumferðarstjóra sé í sjálfsvald sett hvort hann vinni yfirvinnu, þrátt fyrir að yfirvinnubann sem hefur verið í gildi sé nú ólöglegt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra í gærkvöldi. Þar er sem fyrr segir gerð athugasemd við það að í lögunum segir að Gerðardómur, sem skipaður verður 24. júní ef samningar nást ekki fyrir þann tíma, skuli fyrst og fremst taka mið af kjarasamningum sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði síðustu misseri. „Um leið er honum fyrirskipað að horfa framhjá þeirri grundvallarkröfu flugumferðarstjóra að tekið sé tillit til þess hve mjög þeir hafa dregist aftur úr öðrum hópum launafólks á því fimm ára tímabili sem samið var til árið 2011,“ segir í ályktuninni.Sjá einnig: Alþingi samþykkti lög á kjaradeilu flugumferðarstjóra Félagsmenn lýsa yfir miklum vonbrigðum með inngrip stjórnvalda í kjaradeiluna. Þeir segja yfirvinnubannið sem í gildi hefur verið undanfarnar vikur mildar en nauðsynlegar aðgerðir til þess að ná eyrum og skilningi stjórnvalda. „Vakin er athygli á því að um það bil fimmta hver klukkustund hjá flugumferðarstjórum hefur, vegna manneklu í stéttinni, verið unnin í yfirvinnu,“ segir í ályktuninni. „Flugumferðarstjórar munu sem fyrr sinna öllum lögbundnum skyldum sínum en fundurinn ítrekar að þrátt fyrir lagasetninguna er hverjum og einum flugumferðarstjóra í sjálfsvald sett hvort hann vinni yfirvinnu.“ Félagsmenn segjast vona að samningar takist áður en fresturinn rennur út.
Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Flugumferðarstjórar trúa því varla að Alþingi hyggist setja lög á yfirvinnubannið Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir hljóðið ekki gott í stéttinni. 8. júní 2016 18:48 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38
Flugumferðarstjórar trúa því varla að Alþingi hyggist setja lög á yfirvinnubannið Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir hljóðið ekki gott í stéttinni. 8. júní 2016 18:48
Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10