Flugumferðarstjórar hissa á skorðum sem Gerðardómi eru settar Bjarki Ármannsson skrifar 9. júní 2016 11:31 Flugumferðarstjórar lýsa yfir mikilli furðu á því að lög sem sett hafa verið á aðgerðir þeirra í kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins setji Gerðardómi fyrirfram ákveðnar skorður. Þeir ítreka að hverjum og einum flugumferðarstjóra sé í sjálfsvald sett hvort hann vinni yfirvinnu, þrátt fyrir að yfirvinnubann sem hefur verið í gildi sé nú ólöglegt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra í gærkvöldi. Þar er sem fyrr segir gerð athugasemd við það að í lögunum segir að Gerðardómur, sem skipaður verður 24. júní ef samningar nást ekki fyrir þann tíma, skuli fyrst og fremst taka mið af kjarasamningum sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði síðustu misseri. „Um leið er honum fyrirskipað að horfa framhjá þeirri grundvallarkröfu flugumferðarstjóra að tekið sé tillit til þess hve mjög þeir hafa dregist aftur úr öðrum hópum launafólks á því fimm ára tímabili sem samið var til árið 2011,“ segir í ályktuninni.Sjá einnig: Alþingi samþykkti lög á kjaradeilu flugumferðarstjóra Félagsmenn lýsa yfir miklum vonbrigðum með inngrip stjórnvalda í kjaradeiluna. Þeir segja yfirvinnubannið sem í gildi hefur verið undanfarnar vikur mildar en nauðsynlegar aðgerðir til þess að ná eyrum og skilningi stjórnvalda. „Vakin er athygli á því að um það bil fimmta hver klukkustund hjá flugumferðarstjórum hefur, vegna manneklu í stéttinni, verið unnin í yfirvinnu,“ segir í ályktuninni. „Flugumferðarstjórar munu sem fyrr sinna öllum lögbundnum skyldum sínum en fundurinn ítrekar að þrátt fyrir lagasetninguna er hverjum og einum flugumferðarstjóra í sjálfsvald sett hvort hann vinni yfirvinnu.“ Félagsmenn segjast vona að samningar takist áður en fresturinn rennur út. Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Flugumferðarstjórar trúa því varla að Alþingi hyggist setja lög á yfirvinnubannið Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir hljóðið ekki gott í stéttinni. 8. júní 2016 18:48 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Flugumferðarstjórar lýsa yfir mikilli furðu á því að lög sem sett hafa verið á aðgerðir þeirra í kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins setji Gerðardómi fyrirfram ákveðnar skorður. Þeir ítreka að hverjum og einum flugumferðarstjóra sé í sjálfsvald sett hvort hann vinni yfirvinnu, þrátt fyrir að yfirvinnubann sem hefur verið í gildi sé nú ólöglegt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra í gærkvöldi. Þar er sem fyrr segir gerð athugasemd við það að í lögunum segir að Gerðardómur, sem skipaður verður 24. júní ef samningar nást ekki fyrir þann tíma, skuli fyrst og fremst taka mið af kjarasamningum sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði síðustu misseri. „Um leið er honum fyrirskipað að horfa framhjá þeirri grundvallarkröfu flugumferðarstjóra að tekið sé tillit til þess hve mjög þeir hafa dregist aftur úr öðrum hópum launafólks á því fimm ára tímabili sem samið var til árið 2011,“ segir í ályktuninni.Sjá einnig: Alþingi samþykkti lög á kjaradeilu flugumferðarstjóra Félagsmenn lýsa yfir miklum vonbrigðum með inngrip stjórnvalda í kjaradeiluna. Þeir segja yfirvinnubannið sem í gildi hefur verið undanfarnar vikur mildar en nauðsynlegar aðgerðir til þess að ná eyrum og skilningi stjórnvalda. „Vakin er athygli á því að um það bil fimmta hver klukkustund hjá flugumferðarstjórum hefur, vegna manneklu í stéttinni, verið unnin í yfirvinnu,“ segir í ályktuninni. „Flugumferðarstjórar munu sem fyrr sinna öllum lögbundnum skyldum sínum en fundurinn ítrekar að þrátt fyrir lagasetninguna er hverjum og einum flugumferðarstjóra í sjálfsvald sett hvort hann vinni yfirvinnu.“ Félagsmenn segjast vona að samningar takist áður en fresturinn rennur út.
Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Flugumferðarstjórar trúa því varla að Alþingi hyggist setja lög á yfirvinnubannið Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir hljóðið ekki gott í stéttinni. 8. júní 2016 18:48 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38
Flugumferðarstjórar trúa því varla að Alþingi hyggist setja lög á yfirvinnubannið Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir hljóðið ekki gott í stéttinni. 8. júní 2016 18:48
Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10