Flugumferðarstjórar hissa á skorðum sem Gerðardómi eru settar Bjarki Ármannsson skrifar 9. júní 2016 11:31 Flugumferðarstjórar lýsa yfir mikilli furðu á því að lög sem sett hafa verið á aðgerðir þeirra í kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins setji Gerðardómi fyrirfram ákveðnar skorður. Þeir ítreka að hverjum og einum flugumferðarstjóra sé í sjálfsvald sett hvort hann vinni yfirvinnu, þrátt fyrir að yfirvinnubann sem hefur verið í gildi sé nú ólöglegt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra í gærkvöldi. Þar er sem fyrr segir gerð athugasemd við það að í lögunum segir að Gerðardómur, sem skipaður verður 24. júní ef samningar nást ekki fyrir þann tíma, skuli fyrst og fremst taka mið af kjarasamningum sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði síðustu misseri. „Um leið er honum fyrirskipað að horfa framhjá þeirri grundvallarkröfu flugumferðarstjóra að tekið sé tillit til þess hve mjög þeir hafa dregist aftur úr öðrum hópum launafólks á því fimm ára tímabili sem samið var til árið 2011,“ segir í ályktuninni.Sjá einnig: Alþingi samþykkti lög á kjaradeilu flugumferðarstjóra Félagsmenn lýsa yfir miklum vonbrigðum með inngrip stjórnvalda í kjaradeiluna. Þeir segja yfirvinnubannið sem í gildi hefur verið undanfarnar vikur mildar en nauðsynlegar aðgerðir til þess að ná eyrum og skilningi stjórnvalda. „Vakin er athygli á því að um það bil fimmta hver klukkustund hjá flugumferðarstjórum hefur, vegna manneklu í stéttinni, verið unnin í yfirvinnu,“ segir í ályktuninni. „Flugumferðarstjórar munu sem fyrr sinna öllum lögbundnum skyldum sínum en fundurinn ítrekar að þrátt fyrir lagasetninguna er hverjum og einum flugumferðarstjóra í sjálfsvald sett hvort hann vinni yfirvinnu.“ Félagsmenn segjast vona að samningar takist áður en fresturinn rennur út. Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Flugumferðarstjórar trúa því varla að Alþingi hyggist setja lög á yfirvinnubannið Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir hljóðið ekki gott í stéttinni. 8. júní 2016 18:48 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Flugumferðarstjórar lýsa yfir mikilli furðu á því að lög sem sett hafa verið á aðgerðir þeirra í kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins setji Gerðardómi fyrirfram ákveðnar skorður. Þeir ítreka að hverjum og einum flugumferðarstjóra sé í sjálfsvald sett hvort hann vinni yfirvinnu, þrátt fyrir að yfirvinnubann sem hefur verið í gildi sé nú ólöglegt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra í gærkvöldi. Þar er sem fyrr segir gerð athugasemd við það að í lögunum segir að Gerðardómur, sem skipaður verður 24. júní ef samningar nást ekki fyrir þann tíma, skuli fyrst og fremst taka mið af kjarasamningum sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði síðustu misseri. „Um leið er honum fyrirskipað að horfa framhjá þeirri grundvallarkröfu flugumferðarstjóra að tekið sé tillit til þess hve mjög þeir hafa dregist aftur úr öðrum hópum launafólks á því fimm ára tímabili sem samið var til árið 2011,“ segir í ályktuninni.Sjá einnig: Alþingi samþykkti lög á kjaradeilu flugumferðarstjóra Félagsmenn lýsa yfir miklum vonbrigðum með inngrip stjórnvalda í kjaradeiluna. Þeir segja yfirvinnubannið sem í gildi hefur verið undanfarnar vikur mildar en nauðsynlegar aðgerðir til þess að ná eyrum og skilningi stjórnvalda. „Vakin er athygli á því að um það bil fimmta hver klukkustund hjá flugumferðarstjórum hefur, vegna manneklu í stéttinni, verið unnin í yfirvinnu,“ segir í ályktuninni. „Flugumferðarstjórar munu sem fyrr sinna öllum lögbundnum skyldum sínum en fundurinn ítrekar að þrátt fyrir lagasetninguna er hverjum og einum flugumferðarstjóra í sjálfsvald sett hvort hann vinni yfirvinnu.“ Félagsmenn segjast vona að samningar takist áður en fresturinn rennur út.
Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Flugumferðarstjórar trúa því varla að Alþingi hyggist setja lög á yfirvinnubannið Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir hljóðið ekki gott í stéttinni. 8. júní 2016 18:48 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38
Flugumferðarstjórar trúa því varla að Alþingi hyggist setja lög á yfirvinnubannið Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir hljóðið ekki gott í stéttinni. 8. júní 2016 18:48
Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10