Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Bjarki Ármannsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 9. júní 2016 15:15 Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. Hæstiréttur kvað í dag upp dóm sinn þess efnis í dag. Ríkið var jafnframt dæmt til þess að greiða borginni tvær milljónir króna í málskostnað. Hæstiréttur vísaði þó frá kröfu borgarinnar um að endurskoða skyldi skipulagsreglur flugvallarins. Reykjavíkurborg höfðaði mál á hendur innanríkisráðuneytinu vegna þeirrar ákvörðunar innanríkisráðherra á sínum tíma að neita að loka NA-SV braut flugvallarins. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, sem féll í mars síðastliðnum, kvað á um að loka ætti brautinni innan sextán vikna og endurskoða skipulagsreglur fyrir flugvöllinn að viðlögðum milljón króna dagsektum á ríkið. Með þeim dómi var Ólöfu Nordal innanríkisráðherra gert að standa við samning sem forveri hennar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, gerði við borgina og fleiri aðila árið 2013 um lokun flugbrautarinnar, sem í daglegu tali er kölluð neyðarbrautin. Ólöf hafnaði því í fyrra að loka brautinni en meirihluti borgarstjórnar taldi að með því væri ekki staðið við samningana frá 2013. Ríkir hagsmunir eru undir en Reykjavíkurborg hefur gefið út framkvæmdaleyfi á Hlíðarenda þar sem Valsmenn hf. fyrirhuga byggingu um sex hundruð íbúða, sem myndu skarast við aðflug að neyðarbrautinni. Mörgum þykir þó hreinlega ekki koma til greina að loka brautinni. Notkun hennar er ekki leyfð nema flugmenn meti aðrar brautir ófærar og er heitið þaðan tilkomið. Komið hafa upp tilfelli þar sem sjúkraflug í hæsta forgangi hefur þurft að lenda á brautinni þar sem aðrar brautir voru ekki færar vegna hvassviðris. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. Hæstiréttur kvað í dag upp dóm sinn þess efnis í dag. Ríkið var jafnframt dæmt til þess að greiða borginni tvær milljónir króna í málskostnað. Hæstiréttur vísaði þó frá kröfu borgarinnar um að endurskoða skyldi skipulagsreglur flugvallarins. Reykjavíkurborg höfðaði mál á hendur innanríkisráðuneytinu vegna þeirrar ákvörðunar innanríkisráðherra á sínum tíma að neita að loka NA-SV braut flugvallarins. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, sem féll í mars síðastliðnum, kvað á um að loka ætti brautinni innan sextán vikna og endurskoða skipulagsreglur fyrir flugvöllinn að viðlögðum milljón króna dagsektum á ríkið. Með þeim dómi var Ólöfu Nordal innanríkisráðherra gert að standa við samning sem forveri hennar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, gerði við borgina og fleiri aðila árið 2013 um lokun flugbrautarinnar, sem í daglegu tali er kölluð neyðarbrautin. Ólöf hafnaði því í fyrra að loka brautinni en meirihluti borgarstjórnar taldi að með því væri ekki staðið við samningana frá 2013. Ríkir hagsmunir eru undir en Reykjavíkurborg hefur gefið út framkvæmdaleyfi á Hlíðarenda þar sem Valsmenn hf. fyrirhuga byggingu um sex hundruð íbúða, sem myndu skarast við aðflug að neyðarbrautinni. Mörgum þykir þó hreinlega ekki koma til greina að loka brautinni. Notkun hennar er ekki leyfð nema flugmenn meti aðrar brautir ófærar og er heitið þaðan tilkomið. Komið hafa upp tilfelli þar sem sjúkraflug í hæsta forgangi hefur þurft að lenda á brautinni þar sem aðrar brautir voru ekki færar vegna hvassviðris.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira