Mannætukrókódílar finnast í Florida Bjarki Ármannsson skrifar 21. maí 2016 09:35 Þeir eru óárennilegir, Nílarkrókódílarnir. Vísir/Getty Þrír Nílarkrókódílar hafa fundist í fenjum Florida-ríkis í Bandaríkjunum og mögulegt er að fleiri lifi þar villtir. Skepnurnar eru mjög hættuleg rándýr og gætu valdið miklum skaða á lífríkinu að mati sérfræðinga.Breska ríkisútvarpið greinir frá. Skepnurnar fundust árin 2009, 2011 og 2014 en DNA-próf staðfesti nýverið að um Nílarkrókódíla sé að ræða. Ólíkt flatmunnum (e. alligator), breiðtrýningunum sem finnast villtir í þessum hluta Bandaríkjanna, sækja Nílarkrókódílar sérstaklega í stór spendýr og þeir slá ekki hendinni á móti mannakjöti. Flatmunnar hafa samkvæmt Wikipedia banað þremur Bandaríkjamönnum frá árinu 2010 en Nílarkrókódílar bana allt að tvöhundruð manns á ári á heimaslóðum sínum í Afríku. Þá geta þeir orðið töluvert stærri en frændur sínir í Bandaríkjunum, eða um sex metrar að lengd. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins er ekki vitað hvernig Nílarkrókódílarnir þrír komust til Bandaríkjanna. Útilokað er að þeir hafi synt yfir Atlantshafið en sérfræðingar við Háskólann í Florida segja mögulegt að þeim hafi verið smyglað til landsins af söfnurum sem svo hafi annað hvort sleppt þeim viljandi eða ekki fylgst nógu vel með þeim. Burtséð frá hættunni sem Nílarkrókódílar geta valdið mannfólki, hafa lífríkissérfræðingar áhyggjur af því að þessi öflugu rándýr nái að fjölga sér og valda verulegum skaða á lífríki fenjanna, hvar fæðukeðjan gerir ekki ráð fyrir Nílarkrókódílum. Mýmörg dæmi eru um að aðskotadýr sem menn hafa flutt milli ólíkra svæða hafi fjölgað sér grimmt, lagt undir sig stór svæði og jafnvel stefnt öðrum dýrategundum í hættu. Florida-búar þekkja þetta best af dæmi búrmönsku pýþon-slangnanna sem bárust óvænt til fenjanna á níunda áratugnum, hámuðu í sig skepnurnar sem á vegi þeirra urðu og telja nú um þrjátíu þúsund stykki á svæðinu. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Þrír Nílarkrókódílar hafa fundist í fenjum Florida-ríkis í Bandaríkjunum og mögulegt er að fleiri lifi þar villtir. Skepnurnar eru mjög hættuleg rándýr og gætu valdið miklum skaða á lífríkinu að mati sérfræðinga.Breska ríkisútvarpið greinir frá. Skepnurnar fundust árin 2009, 2011 og 2014 en DNA-próf staðfesti nýverið að um Nílarkrókódíla sé að ræða. Ólíkt flatmunnum (e. alligator), breiðtrýningunum sem finnast villtir í þessum hluta Bandaríkjanna, sækja Nílarkrókódílar sérstaklega í stór spendýr og þeir slá ekki hendinni á móti mannakjöti. Flatmunnar hafa samkvæmt Wikipedia banað þremur Bandaríkjamönnum frá árinu 2010 en Nílarkrókódílar bana allt að tvöhundruð manns á ári á heimaslóðum sínum í Afríku. Þá geta þeir orðið töluvert stærri en frændur sínir í Bandaríkjunum, eða um sex metrar að lengd. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins er ekki vitað hvernig Nílarkrókódílarnir þrír komust til Bandaríkjanna. Útilokað er að þeir hafi synt yfir Atlantshafið en sérfræðingar við Háskólann í Florida segja mögulegt að þeim hafi verið smyglað til landsins af söfnurum sem svo hafi annað hvort sleppt þeim viljandi eða ekki fylgst nógu vel með þeim. Burtséð frá hættunni sem Nílarkrókódílar geta valdið mannfólki, hafa lífríkissérfræðingar áhyggjur af því að þessi öflugu rándýr nái að fjölga sér og valda verulegum skaða á lífríki fenjanna, hvar fæðukeðjan gerir ekki ráð fyrir Nílarkrókódílum. Mýmörg dæmi eru um að aðskotadýr sem menn hafa flutt milli ólíkra svæða hafi fjölgað sér grimmt, lagt undir sig stór svæði og jafnvel stefnt öðrum dýrategundum í hættu. Florida-búar þekkja þetta best af dæmi búrmönsku pýþon-slangnanna sem bárust óvænt til fenjanna á níunda áratugnum, hámuðu í sig skepnurnar sem á vegi þeirra urðu og telja nú um þrjátíu þúsund stykki á svæðinu.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira