Lilja segir útilokað að Ísland rjúfi samstöðu vestrænna ríkja Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. maí 2016 19:30 Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að það komi ekki til greina að bakka með stuðning við viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja gagnvart Rússum. Hún fagnar aðild Svartfjallalands að Atlantshafsbandalaginu en Svartfjallaland varð í vikunni 29. aðildarríki bandalagsins. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra átti á fimmtudagskvöld fund með Jens Stoltenberg utanríkisráðherra en Lilja var í Brussel á fundi utanríkisráðherra ríkja Atlantshafsbandalagsins. Svartfjallaland varð vikunni 29. aðildarríki Atlantshafsbandalagsins og undirrituðu utanríkisráðherrarnir viðauka þess efnis við stofnsáttmála NATÓ í Brussel. Ágreiningur NATÓ-ríkjanna og Rússlands um málefni Úkraínu er ofarlega á baugi um þessar mundir en samskipti NATÓ-ríkjanna og Rússlands hafa verið mjög takmörkuð síðastliðið ár. „Samskiptin hafa verið takmörkuð upp á síðkastið. Það er ríkur vilji til þess að NATÓ-ríkin sýni festu og staðfestu en jafnframt líka halda samtalinu opnu við Rússland og rússnesks stjórnvöld. Það var samþykkt á fundinum að boða til fundar í NATÓ-Rússlandsráðinu fyrir leiðtogafundinn í Varsjá sem verður í júlí á þessu ári,“ segir Lilja. Utanríkisráðherra segir algjörlega útilokað að Ísland fyrst ríkja rjúfi samstöðu vestrænna ríkja og semji sig frá stuðningi viðskiptaþvingana gagnvart Rússum. Það var mikill þrýstingur frá útgerðinni að Ísland myndi með einhverjum hætti semja sig frá þessum þvingunum eða með einhverjum hætti tryggja að fiskurinn kæmist áfram á markað í Rússland þrátt fyrir gagnaðgerðir Rússa en Rússar lokuðu á sölu íslenskra afurða vegna stuðnings Íslands við viðskiptaþvinganir ESB og NATÓ-ríkjanna.Hvað fannst þér um þennan þrýsting útgerðarinnar? „Það sem útgerðin var að benda á er að það eru gjaldeyristekjur sem hafa farið forgörðum. Samskipti Íslands og Rússlands varðandi viðskipti eiga sér 70 ára sögu og auðvitað fannst öllum erfitt að við værum að missa hreinar gjaldeyristekjur fyrir sjávarútveginn,“ segir Lilja. Um er að ræða uppsjávarfisk eins og makríl og síld. Lengi vel fundust ekki nýir markaðir fyrir þær afurðir sem ekki tókst að selja til Rússlands vegna gagnaðgerða Rússa. Í utanríkisráðuneytinu hefur verið unnið að því að leita lausna og fær Lilja greiningu um nýja markaði vegna sölu uppsjávarfisks í næstu viku. „Við erum að skoða þetta þessa dagana og erum að skoða á hvaða markaði þessi fiskur hefur farið á. Ég á eftir að fá yfirlit og mun fá það í næstu viku, hvernig þessu hefur vegnað.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að það komi ekki til greina að bakka með stuðning við viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja gagnvart Rússum. Hún fagnar aðild Svartfjallalands að Atlantshafsbandalaginu en Svartfjallaland varð í vikunni 29. aðildarríki bandalagsins. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra átti á fimmtudagskvöld fund með Jens Stoltenberg utanríkisráðherra en Lilja var í Brussel á fundi utanríkisráðherra ríkja Atlantshafsbandalagsins. Svartfjallaland varð vikunni 29. aðildarríki Atlantshafsbandalagsins og undirrituðu utanríkisráðherrarnir viðauka þess efnis við stofnsáttmála NATÓ í Brussel. Ágreiningur NATÓ-ríkjanna og Rússlands um málefni Úkraínu er ofarlega á baugi um þessar mundir en samskipti NATÓ-ríkjanna og Rússlands hafa verið mjög takmörkuð síðastliðið ár. „Samskiptin hafa verið takmörkuð upp á síðkastið. Það er ríkur vilji til þess að NATÓ-ríkin sýni festu og staðfestu en jafnframt líka halda samtalinu opnu við Rússland og rússnesks stjórnvöld. Það var samþykkt á fundinum að boða til fundar í NATÓ-Rússlandsráðinu fyrir leiðtogafundinn í Varsjá sem verður í júlí á þessu ári,“ segir Lilja. Utanríkisráðherra segir algjörlega útilokað að Ísland fyrst ríkja rjúfi samstöðu vestrænna ríkja og semji sig frá stuðningi viðskiptaþvingana gagnvart Rússum. Það var mikill þrýstingur frá útgerðinni að Ísland myndi með einhverjum hætti semja sig frá þessum þvingunum eða með einhverjum hætti tryggja að fiskurinn kæmist áfram á markað í Rússland þrátt fyrir gagnaðgerðir Rússa en Rússar lokuðu á sölu íslenskra afurða vegna stuðnings Íslands við viðskiptaþvinganir ESB og NATÓ-ríkjanna.Hvað fannst þér um þennan þrýsting útgerðarinnar? „Það sem útgerðin var að benda á er að það eru gjaldeyristekjur sem hafa farið forgörðum. Samskipti Íslands og Rússlands varðandi viðskipti eiga sér 70 ára sögu og auðvitað fannst öllum erfitt að við værum að missa hreinar gjaldeyristekjur fyrir sjávarútveginn,“ segir Lilja. Um er að ræða uppsjávarfisk eins og makríl og síld. Lengi vel fundust ekki nýir markaðir fyrir þær afurðir sem ekki tókst að selja til Rússlands vegna gagnaðgerða Rússa. Í utanríkisráðuneytinu hefur verið unnið að því að leita lausna og fær Lilja greiningu um nýja markaði vegna sölu uppsjávarfisks í næstu viku. „Við erum að skoða þetta þessa dagana og erum að skoða á hvaða markaði þessi fiskur hefur farið á. Ég á eftir að fá yfirlit og mun fá það í næstu viku, hvernig þessu hefur vegnað.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira