Enn bilar sama vél Icelandair: Flugi frá Amsterdam frestað til morguns eftir sjö klukkustunda bið Birgir Olgeirsson skrifar 23. maí 2016 19:51 Farþegar Icelandair á Schiphol-flugvelli í Amsterdam. Vísir/Aðsend „Fluginu hefur verið frestað til morguns,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, um Boeing 767 farþegaþotu flugfélagsins sem átti að leggja af stað frá Schipol-flugvelli í Amsterdam klukkan tvö í dag að staðartíma í Hollandi. Bilun varð hins vegar í rafkerfi vélarinnar sem olli því að ekkert varð úr brottför vélarinnar. Eru farþegar komnir á hótel og áhöfnin í hvíld. Ekki er búið að áætla brottför á morgun og hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort önnur vél verði notuð til að flytja farþegana til Íslands.Sama vél og snúið var tvisvar við í síðustu viku Um er að ræða sömu vél og var snúið við skömmu eftir flugtak á leið frá Boston til Íslands á mánudag í síðustu viku og aftur skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli á laugardag. Vélin bættist við flugflota Icelandair í maí. Bilunin sem átti sér stað í síðustu viku var vegna mælitækis í stjórnklefanum sem sýndi að hjólabúnaður vinstra megin hefði ekki fest sem skyldi. Guðjón segir bilunina í dag annars eðlis. Ekki hafi komið til umræðu innan flugfélagsins að leggja vélinni. Farþegaþota frá Icelandair. Vísir/Vilhelm. Farþegar Icelandair þurftu að bíða í töluverðan tíma í farþegaþotunni á Schiphol-flugvelli áður en fluginu var aflýst. Áætluð brottför var klukkan 14 að staðartíma en þeir fóru ekki í vélina fyrr en klukkan 15. Þar sátu þeir í þrjá tíma áður en þeir fóru aftur inn í flugstöð. Þar biðu þeir í um klukkutíma áður en þeir fóru aftur út í vél. Á tíunda tímanum að staðartíma í Hollandi í kvöld fengu farþegarnir tilkynningu um að þeir ættu að fara aftur inn í flugstöð því flugi þeirra hefði verið frestað til morguns og fá þeir gistingu á hóteli á kostnað Icelandair.Farþegar geta sótt um bætur Í Evrópureglugerð númer 261, sem tekur til farþega í áætlunarflugi og leiguflugi, eru fastsett lágmarksréttindi farþega ef þeim er neitað um far, flugi aflýst eða seinkun verður á flugi. Reglugerðin tekur til farþega á ferðalagi innan EES-svæðisins, svo og farþega sem leggja upp frá þriðja landi inn á EES-svæðið. Farþegi sem ferðast utan EES á réttindi skv. alþjóðasamningum sem flestar þjóðir eru aðilar að. Framkvæmd þeirra byggir í grunninn á því að farþegi þarf að sýna fram á tjón til að fá það bætt. Samkvæmt henni eiga farþegar rétt á bótum ef: A) Flugi seinkar um tvær klukkustundir eða meira í 1.500 kílómetra flugi eða styttra. B) Flugi seinkar um þrjár klukkustundir eða meira í flugi innan Evrópubandalagsins sem er lengra en 1.500 kílómetrar og í öllu öðru flugi á bilinu 1.500 til 3.500 kílómetrar. C) Ef flugi seinkar um fjórar klukkustundir eða meira í flugi sem fellur ekki undir A- eða B-lið. Bæturnar miðast við eftirfarandi: A) 250 evrur, um 34 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem eru 1.500 kílómetrar eða styttri. B) 400 evrur, um 55 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug innan Evrópubandalagsins sem eru lengri en 1.500 kílómetrar og fyrir öll önnur flug á bilinu 1.500 og 3.500 kílómetrar. C) 600 evrur, tæpar 83 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem falla ekki undir A- eða B-lið. Nánar um réttindi flugfarþega á vef Samgöngustofu hér. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvél Icelandair snúið við skömmu eftir flugtak Boeing 767-vél Icelandair var snúið við á leið sinni til Boston vegna bilunar í hjólabúnaði. 21. maí 2016 19:13 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Fluginu hefur verið frestað til morguns,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, um Boeing 767 farþegaþotu flugfélagsins sem átti að leggja af stað frá Schipol-flugvelli í Amsterdam klukkan tvö í dag að staðartíma í Hollandi. Bilun varð hins vegar í rafkerfi vélarinnar sem olli því að ekkert varð úr brottför vélarinnar. Eru farþegar komnir á hótel og áhöfnin í hvíld. Ekki er búið að áætla brottför á morgun og hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort önnur vél verði notuð til að flytja farþegana til Íslands.Sama vél og snúið var tvisvar við í síðustu viku Um er að ræða sömu vél og var snúið við skömmu eftir flugtak á leið frá Boston til Íslands á mánudag í síðustu viku og aftur skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli á laugardag. Vélin bættist við flugflota Icelandair í maí. Bilunin sem átti sér stað í síðustu viku var vegna mælitækis í stjórnklefanum sem sýndi að hjólabúnaður vinstra megin hefði ekki fest sem skyldi. Guðjón segir bilunina í dag annars eðlis. Ekki hafi komið til umræðu innan flugfélagsins að leggja vélinni. Farþegaþota frá Icelandair. Vísir/Vilhelm. Farþegar Icelandair þurftu að bíða í töluverðan tíma í farþegaþotunni á Schiphol-flugvelli áður en fluginu var aflýst. Áætluð brottför var klukkan 14 að staðartíma en þeir fóru ekki í vélina fyrr en klukkan 15. Þar sátu þeir í þrjá tíma áður en þeir fóru aftur inn í flugstöð. Þar biðu þeir í um klukkutíma áður en þeir fóru aftur út í vél. Á tíunda tímanum að staðartíma í Hollandi í kvöld fengu farþegarnir tilkynningu um að þeir ættu að fara aftur inn í flugstöð því flugi þeirra hefði verið frestað til morguns og fá þeir gistingu á hóteli á kostnað Icelandair.Farþegar geta sótt um bætur Í Evrópureglugerð númer 261, sem tekur til farþega í áætlunarflugi og leiguflugi, eru fastsett lágmarksréttindi farþega ef þeim er neitað um far, flugi aflýst eða seinkun verður á flugi. Reglugerðin tekur til farþega á ferðalagi innan EES-svæðisins, svo og farþega sem leggja upp frá þriðja landi inn á EES-svæðið. Farþegi sem ferðast utan EES á réttindi skv. alþjóðasamningum sem flestar þjóðir eru aðilar að. Framkvæmd þeirra byggir í grunninn á því að farþegi þarf að sýna fram á tjón til að fá það bætt. Samkvæmt henni eiga farþegar rétt á bótum ef: A) Flugi seinkar um tvær klukkustundir eða meira í 1.500 kílómetra flugi eða styttra. B) Flugi seinkar um þrjár klukkustundir eða meira í flugi innan Evrópubandalagsins sem er lengra en 1.500 kílómetrar og í öllu öðru flugi á bilinu 1.500 til 3.500 kílómetrar. C) Ef flugi seinkar um fjórar klukkustundir eða meira í flugi sem fellur ekki undir A- eða B-lið. Bæturnar miðast við eftirfarandi: A) 250 evrur, um 34 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem eru 1.500 kílómetrar eða styttri. B) 400 evrur, um 55 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug innan Evrópubandalagsins sem eru lengri en 1.500 kílómetrar og fyrir öll önnur flug á bilinu 1.500 og 3.500 kílómetrar. C) 600 evrur, tæpar 83 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem falla ekki undir A- eða B-lið. Nánar um réttindi flugfarþega á vef Samgöngustofu hér.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvél Icelandair snúið við skömmu eftir flugtak Boeing 767-vél Icelandair var snúið við á leið sinni til Boston vegna bilunar í hjólabúnaði. 21. maí 2016 19:13 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Flugvél Icelandair snúið við skömmu eftir flugtak Boeing 767-vél Icelandair var snúið við á leið sinni til Boston vegna bilunar í hjólabúnaði. 21. maí 2016 19:13
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent