Stór verslunarmiðstöð rís í Vík Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 26. maí 2016 07:00 Ágúst Þór Eiríksson framkvæmdastjóri Icewear stendur í stórræðum, hann byggir verslunarmiðstöð í Vík í Mýrdal. Fréttablaðið/Antonbrink Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 3.800 fermetra verslunarmiðstöðvar í Vík í Mýrdal. Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear, stendur að byggingu miðstöðvarinnar. Í henni verður meðal annars matvöruverslun, veitingastaður með sal og stór verslun með varning Icewear. „Ég get ekki greint frá því enn hvaða matvöruverslun verður rekin í miðstöðinni. Við erum einnig í viðræðum við ÁTVR um útibú en það er ekki frágengið,“ segir Ágúst Þór um framkvæmdina. „Veitingastaðurinn rúmar marga gesti, verður með 1.500 fermetra sal, og Icewear-verslunin í Vík stækkar mikið og verður í 1.250 fermetrum,“ segir Ágúst. Að því er Ágúst Þór segir á einnig að útbúa veglega snyrtiaðstöðu fyrir ferðamenn. „Við erum að svara kallinu, það er allt sprungið í Vík í ferðaþjónustu og það er full þörf á aukinni þjónustu við ferðamenn. Því verður fullkomin og stór snyrtiaðstaða fyrir ferðamenn með fjölda salerna,“ segir Ágúst sem kveðst ekki hugsa sér gjald á salernin. Hann vilji sýna ábyrgð. „Þá verður bætt við bílastæðum, bæði fyrir rútur og einkabíla sem er mikil þörf á.“ Reiknað er með því að verslunarmiðstöðin leiði af sér 15 til 20 ný störf í bænum. Miðstöðin er hönnuð af teiknistofunni Pro-Ark og reist við byggingu Víkurprjóns sem er við Austurveg í Vík. Nú þegar er húsnæðisskortur í Vík vegna fjölgunar ferðamanna og starfa. Bæjarbúum hefur fjölgað um 12,5 prósent á einu og hálfu ári. Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, telur að í Vík komi allt að 800 þúsund ferðamenn á ári. Ítrekað hafi verið óskað eftir fé til þess að gera það sem til þurfi í uppbyggingu fyrir ferðamenn. „Við fengum aðeins sextán milljónir úthlutaðar til uppbyggingar í ár,“ sagði Ásgeir um ástandið. Bæjarstjórnin ákvað nýlega, vegna húsnæðisskortsins, að stöðva útgáfu leyfa til skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis til ferðamanna, svo sem leigu í gegnum Airbnb. Ágúst Þór er líka í framkvæmdum í miðborg Reykjavíkur. Þar hefur hann tekið allt húsnæði á Laugavegi 91 til leigu. Upphaflega var þar tískuverslunin 17. Húsið hefur um árabil meira og minna staðið autt en nú er hafin sala á útivistarfatnaði á neðstu hæðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 3.800 fermetra verslunarmiðstöðvar í Vík í Mýrdal. Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear, stendur að byggingu miðstöðvarinnar. Í henni verður meðal annars matvöruverslun, veitingastaður með sal og stór verslun með varning Icewear. „Ég get ekki greint frá því enn hvaða matvöruverslun verður rekin í miðstöðinni. Við erum einnig í viðræðum við ÁTVR um útibú en það er ekki frágengið,“ segir Ágúst Þór um framkvæmdina. „Veitingastaðurinn rúmar marga gesti, verður með 1.500 fermetra sal, og Icewear-verslunin í Vík stækkar mikið og verður í 1.250 fermetrum,“ segir Ágúst. Að því er Ágúst Þór segir á einnig að útbúa veglega snyrtiaðstöðu fyrir ferðamenn. „Við erum að svara kallinu, það er allt sprungið í Vík í ferðaþjónustu og það er full þörf á aukinni þjónustu við ferðamenn. Því verður fullkomin og stór snyrtiaðstaða fyrir ferðamenn með fjölda salerna,“ segir Ágúst sem kveðst ekki hugsa sér gjald á salernin. Hann vilji sýna ábyrgð. „Þá verður bætt við bílastæðum, bæði fyrir rútur og einkabíla sem er mikil þörf á.“ Reiknað er með því að verslunarmiðstöðin leiði af sér 15 til 20 ný störf í bænum. Miðstöðin er hönnuð af teiknistofunni Pro-Ark og reist við byggingu Víkurprjóns sem er við Austurveg í Vík. Nú þegar er húsnæðisskortur í Vík vegna fjölgunar ferðamanna og starfa. Bæjarbúum hefur fjölgað um 12,5 prósent á einu og hálfu ári. Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, telur að í Vík komi allt að 800 þúsund ferðamenn á ári. Ítrekað hafi verið óskað eftir fé til þess að gera það sem til þurfi í uppbyggingu fyrir ferðamenn. „Við fengum aðeins sextán milljónir úthlutaðar til uppbyggingar í ár,“ sagði Ásgeir um ástandið. Bæjarstjórnin ákvað nýlega, vegna húsnæðisskortsins, að stöðva útgáfu leyfa til skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis til ferðamanna, svo sem leigu í gegnum Airbnb. Ágúst Þór er líka í framkvæmdum í miðborg Reykjavíkur. Þar hefur hann tekið allt húsnæði á Laugavegi 91 til leigu. Upphaflega var þar tískuverslunin 17. Húsið hefur um árabil meira og minna staðið autt en nú er hafin sala á útivistarfatnaði á neðstu hæðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira