Líkir íslenska fótboltaævintýrinu við sögur Southampton og Leicester Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. maí 2016 10:00 Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefur vakið mikla athygli um allan heim og er hér á landi þessa dagana staddur aragrúi af erlendum fjölmiðlamönnum. Einn þeirra er Englendingurinn Roger Bennett sem búið hefur í Bandaríkjunum í 30 ár. Bennett hluti af tvíeykinu Men in Blazers og er með sjónvarsþátt á NBC um ensku úrvalsdeildina. Hann er hér á landi að gera heimildaþátt um íslenska fótboltaævintýrið en hann er mjög hrifinn af sögum eins og þeirri íslensku. Hann gerði í fyrra mynd um upprisu Southampton og í ár reyndi hann að fá svör við velgengni Leicester. „Ég skil þetta ekki enn þá. Við erum alltaf að reyna að greina þessa sögu Leicester með sinn hóp af mönnum sem hafa spilað fyrir mörg lið eða verið kastað frá öðrum liðum,“ segir Bennett í viðtali við Vísi. „Svo er það rómantíkin með Ranieri, þjálfara sem var búið að hlægja að undanfarin en svo kemur hann til baka og stendur uppi sem meistari.“ „Leicester-liðið hefur þessa samheldni og baráttuanda sem einkennir íslenska landsliðið og rúmlega það. Þrátt fyrir að hafa gert heimildamynd um Leicester í ár og horft á hvern leik aftur og aftur hef ég aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir Bennett.Horfðu inn á við Southampton er lið sem fór úr C-deildinni á Englandi í Evrópubaráttu í ensku úrvalsdeildinni á fjórum árum og líkir Bennett Dýrlingunum einnig við Ísland. „Íslenska sagan er svipuð og Southampton. Það er félag sem horfði inn á við og áttaði sig á hvað það hafði. Það horfði svo á stóru liðin í kringum sig og reyndi að hugsa öðruvísi en þau og meira taktískt,“ segir Bennett. „Ég bý í Bandaríkjunum þar sem búa 320 milljónir manns en samt getur þjóðin ekki alið upp heimsklassa fótboltamenn og búið til liðið sem fólkinu finnst að það ætti að eiga. „Síðan kemur maður hingað til Íslands þar sem búa 320 þúsund manns með jafnmarga skráða fótboltaiðkenndur og búa í Rhode Island-ríki og sér hvað þið hafið gert,“ segir hann. „Þið voruð númer 131 á heimslistanum fyrir fjórum árum en þið settuð upp áætlun. Þið voruð að tapa fyrir Færeyjum og Möltu en þið settust niður og gerðuð áætlun. Þið voruð alltaf á því að þið mynduð verða mjög góð í fótbolta,“ segir Roger Bennett. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir „Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefur vakið mikla athygli um allan heim og er hér á landi þessa dagana staddur aragrúi af erlendum fjölmiðlamönnum. Einn þeirra er Englendingurinn Roger Bennett sem búið hefur í Bandaríkjunum í 30 ár. Bennett hluti af tvíeykinu Men in Blazers og er með sjónvarsþátt á NBC um ensku úrvalsdeildina. Hann er hér á landi að gera heimildaþátt um íslenska fótboltaævintýrið en hann er mjög hrifinn af sögum eins og þeirri íslensku. Hann gerði í fyrra mynd um upprisu Southampton og í ár reyndi hann að fá svör við velgengni Leicester. „Ég skil þetta ekki enn þá. Við erum alltaf að reyna að greina þessa sögu Leicester með sinn hóp af mönnum sem hafa spilað fyrir mörg lið eða verið kastað frá öðrum liðum,“ segir Bennett í viðtali við Vísi. „Svo er það rómantíkin með Ranieri, þjálfara sem var búið að hlægja að undanfarin en svo kemur hann til baka og stendur uppi sem meistari.“ „Leicester-liðið hefur þessa samheldni og baráttuanda sem einkennir íslenska landsliðið og rúmlega það. Þrátt fyrir að hafa gert heimildamynd um Leicester í ár og horft á hvern leik aftur og aftur hef ég aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir Bennett.Horfðu inn á við Southampton er lið sem fór úr C-deildinni á Englandi í Evrópubaráttu í ensku úrvalsdeildinni á fjórum árum og líkir Bennett Dýrlingunum einnig við Ísland. „Íslenska sagan er svipuð og Southampton. Það er félag sem horfði inn á við og áttaði sig á hvað það hafði. Það horfði svo á stóru liðin í kringum sig og reyndi að hugsa öðruvísi en þau og meira taktískt,“ segir Bennett. „Ég bý í Bandaríkjunum þar sem búa 320 milljónir manns en samt getur þjóðin ekki alið upp heimsklassa fótboltamenn og búið til liðið sem fólkinu finnst að það ætti að eiga. „Síðan kemur maður hingað til Íslands þar sem búa 320 þúsund manns með jafnmarga skráða fótboltaiðkenndur og búa í Rhode Island-ríki og sér hvað þið hafið gert,“ segir hann. „Þið voruð númer 131 á heimslistanum fyrir fjórum árum en þið settuð upp áætlun. Þið voruð að tapa fyrir Færeyjum og Möltu en þið settust niður og gerðuð áætlun. Þið voruð alltaf á því að þið mynduð verða mjög góð í fótbolta,“ segir Roger Bennett. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir „Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
„Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23